Fékk titilinn „versti skíðamaður heims“ eftir þessa frammistöðu | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2017 12:45 Adrian Solano í brautinni í gær. Vísir/Getty Frammistaða Venesúelamannsins Adrian Solano á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu hefur vakið heimsathygli en ástæðan er þó ekki hæfileikar kappans á gönguskíðum. Adrian Solano tók þátt í undankeppninni í 10 kílómetra göngu á HM í Lahti í Finnlandi í gær og það er ekki hægt að segja að hann hafi byrjað vel því hann var næstum því dottinn þegar hann lagði af stað. Þá hófst ótrúlegt ferðalag Solano um brautina þar sem hann átt í miklum vandræðum, datt hvað eftir annað og rann meira að segja líka aftur á bak. Það er því ekki skrýtið að fékk viðurnefnið „versta skíðamaður heims“ í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eins og oft vill verða um slíka vanhæfa þátttakendur á stórmótum í íþróttum þá vekja þeir mikla athygli. Slíkt er einnig í tilfelli Adrian Solano. Það kom samt fljótlega í ljós að kappinn hafði aldrei áður komist í kynni við snjó því hann æfði bara á hjólaskíðum á snjólausum vegum í Venesúela. Adrian Solano útskýrði frammistöðu sína inn á Instagram-síðu sinni. „Ég þekkti ekki snjóinn og hafði ekki möguleika að æfa hér en reyndi samt mitt besta. Kannski datt ég mörgum sinnum en það sem skiptir mestu máli að ég stend alltaf aftur upp,“ skrifaði Adrian Solano á Instagram-síðu sína. BBC segir frá. Solano ætlaði að æfa í mánuð í Svíþjóð fyrir HM en var sendur aftur heim frá Frakklandi því þar trúðu menn því ekki að hann væri að fara til Finnlands til að keppa á heimsmeistaramótinu. „Þeir trúðu mér ekki þegar ég kom til Parísar 19. janúar og útskýrði fyrir þeim að ég væri að fara til Svíþjóðar til að æfa skíði,“ sagði Adrian Solano. Hann var sendur aftur heim en tókst að safna fyrir annarri ferð til Finnlands. „Ég missti af mánaðaræfingatíma í snjónum. En ég var ekki tilbúinn að gefast upp því þetta var draumur minn,“ sagði Solano. Hver veit nema að hann komi sterkur til baka á Ólympíuleikunum í á næsta ári en þá vonandi búinn að læra betur á snjóinn. Það er hægt að sjá myndband með þessu skrautlega ferðalagi „versta skíðamanns heims“ um brautina í Lahti hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sjá meira
Frammistaða Venesúelamannsins Adrian Solano á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu hefur vakið heimsathygli en ástæðan er þó ekki hæfileikar kappans á gönguskíðum. Adrian Solano tók þátt í undankeppninni í 10 kílómetra göngu á HM í Lahti í Finnlandi í gær og það er ekki hægt að segja að hann hafi byrjað vel því hann var næstum því dottinn þegar hann lagði af stað. Þá hófst ótrúlegt ferðalag Solano um brautina þar sem hann átt í miklum vandræðum, datt hvað eftir annað og rann meira að segja líka aftur á bak. Það er því ekki skrýtið að fékk viðurnefnið „versta skíðamaður heims“ í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eins og oft vill verða um slíka vanhæfa þátttakendur á stórmótum í íþróttum þá vekja þeir mikla athygli. Slíkt er einnig í tilfelli Adrian Solano. Það kom samt fljótlega í ljós að kappinn hafði aldrei áður komist í kynni við snjó því hann æfði bara á hjólaskíðum á snjólausum vegum í Venesúela. Adrian Solano útskýrði frammistöðu sína inn á Instagram-síðu sinni. „Ég þekkti ekki snjóinn og hafði ekki möguleika að æfa hér en reyndi samt mitt besta. Kannski datt ég mörgum sinnum en það sem skiptir mestu máli að ég stend alltaf aftur upp,“ skrifaði Adrian Solano á Instagram-síðu sína. BBC segir frá. Solano ætlaði að æfa í mánuð í Svíþjóð fyrir HM en var sendur aftur heim frá Frakklandi því þar trúðu menn því ekki að hann væri að fara til Finnlands til að keppa á heimsmeistaramótinu. „Þeir trúðu mér ekki þegar ég kom til Parísar 19. janúar og útskýrði fyrir þeim að ég væri að fara til Svíþjóðar til að æfa skíði,“ sagði Adrian Solano. Hann var sendur aftur heim en tókst að safna fyrir annarri ferð til Finnlands. „Ég missti af mánaðaræfingatíma í snjónum. En ég var ekki tilbúinn að gefast upp því þetta var draumur minn,“ sagði Solano. Hver veit nema að hann komi sterkur til baka á Ólympíuleikunum í á næsta ári en þá vonandi búinn að læra betur á snjóinn. Það er hægt að sjá myndband með þessu skrautlega ferðalagi „versta skíðamanns heims“ um brautina í Lahti hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sjá meira