Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Sveinn Arnarsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 Mikill hiti var á vinnumarkaði í októbermánuði árið 2015. Samningar ASÍ og SA gætu verið í hættu. vísir/anton brink Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) eru í hættu og verða forsendur metnar í vikunni. Svo gæti farið að samningar opnist um mánaðamótin. Ríkissáttasemjari segir margar krefjandi samningaviðræður í farvatninu á þessu ári.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.„Eins og staðan er í dag er forsendubresturinn augljós,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Í forsendum við gerð kjarasamningsins var rætt um laun annarra hópa, húsnæðisfrumvörp ríkisstjórnarinnar, að þau frumvörp kæmust til framkvæmda og að verðbólga héldist stöðug.“ Að mati Gylfa hafa laun annarra hópa, eins og alþingismanna og ráðherra, hækkað umfram það sem menn ætluðu. Þá hafi ekki verið staðið við aðgerðir í húsnæðismálum. Heildarsamtök atvinnurekenda og launþegahreyfinga á almennum og opinberum markaði undirrituðu þann 27. október 2015 samkomulag um breytt vinnulag við gerð kjarasamninga. Samkomulagið náði þá til 70 prósenta launþega og þótti tímamótaskref í gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur vinnu svokallaðs SALEK-hóps en markmið hennar var að stuðla að stöðugri kaupmáttaraukningu sem byggðist á lágri verðbólgu, stöðugu gengi krónunnar og lágum vöxtum. „Forsendunefnd ASÍ og SA hittist í vikunni og fer yfir þessar forsendur. Við þurfum síðan að skila niðurstöðu innan átta daga um hvort forsendurnar halda eða ekki. Verði niðurstaðan að forsendur séu brostnar fer málið til samninganefndar ASÍ og næstu skref verða ákveðin,“ bætir Gylfi við. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir stöðuna óljósa en að málin skýrist í þessari viku. „Við bíðum niðurstöðu forsendunefndarinnar en á meðan er samningur í gildi. Úrskurður kjararáðs frá því í október er sannarlega ekki að hjálpa til enda ályktuðum við hjá SA harðlega gegn þeirri ákvörðun,“ segir Halldór Benjamín.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.vísir/gvaBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir 2017 geta orðið annasamt ár hjá embættinu. Búið sé að klára tvo erfiða samninga á þessu ári, samninga sjómanna við útgerðina og kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Flugfélag Íslands. „Samningur Læknafélagsins rennur út í apríl og í haust renna út samningar við grunnskólakennara og skurðlækna og gerðardómur BHM rennur einnig út. Þetta voru allt nokkuð erfiðar samningalotur,“ segir Bryndís. „Þó að þessi mál séu ekki komin á mitt borð er ég farin að undirbúa komu þeirra.“ Bæði Halldór Benjamín og Gylfi voru sammála um að SALEK-samkomulagið væri ekki af borðinu en í ákveðinni biðstöðu. Vildi Halldór Benjamín leggja áherslu á að markmiðið væri að allir aðilar þyrftu að vera tilbúnir að sigla skútunni í sömu áttina. Á meðan sá skilningur væri ekki fyrir hendi væri samkomulagið í biðstöðu. Gylfi sagði markmið SALEK-samkomulagsins vera að tryggja kaupmátt launa. „Á meðan þingmenn og ráðherrar fá síðan gríðarlegar launahækkanir geta þeir ekki með nokkru móti talað fyrir því að aðrir hópar þurfi að sýna ráðdeild og tempra launahækkanir annarra hópa,“ segir Gylfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) eru í hættu og verða forsendur metnar í vikunni. Svo gæti farið að samningar opnist um mánaðamótin. Ríkissáttasemjari segir margar krefjandi samningaviðræður í farvatninu á þessu ári.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.„Eins og staðan er í dag er forsendubresturinn augljós,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Í forsendum við gerð kjarasamningsins var rætt um laun annarra hópa, húsnæðisfrumvörp ríkisstjórnarinnar, að þau frumvörp kæmust til framkvæmda og að verðbólga héldist stöðug.“ Að mati Gylfa hafa laun annarra hópa, eins og alþingismanna og ráðherra, hækkað umfram það sem menn ætluðu. Þá hafi ekki verið staðið við aðgerðir í húsnæðismálum. Heildarsamtök atvinnurekenda og launþegahreyfinga á almennum og opinberum markaði undirrituðu þann 27. október 2015 samkomulag um breytt vinnulag við gerð kjarasamninga. Samkomulagið náði þá til 70 prósenta launþega og þótti tímamótaskref í gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur vinnu svokallaðs SALEK-hóps en markmið hennar var að stuðla að stöðugri kaupmáttaraukningu sem byggðist á lágri verðbólgu, stöðugu gengi krónunnar og lágum vöxtum. „Forsendunefnd ASÍ og SA hittist í vikunni og fer yfir þessar forsendur. Við þurfum síðan að skila niðurstöðu innan átta daga um hvort forsendurnar halda eða ekki. Verði niðurstaðan að forsendur séu brostnar fer málið til samninganefndar ASÍ og næstu skref verða ákveðin,“ bætir Gylfi við. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir stöðuna óljósa en að málin skýrist í þessari viku. „Við bíðum niðurstöðu forsendunefndarinnar en á meðan er samningur í gildi. Úrskurður kjararáðs frá því í október er sannarlega ekki að hjálpa til enda ályktuðum við hjá SA harðlega gegn þeirri ákvörðun,“ segir Halldór Benjamín.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.vísir/gvaBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir 2017 geta orðið annasamt ár hjá embættinu. Búið sé að klára tvo erfiða samninga á þessu ári, samninga sjómanna við útgerðina og kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Flugfélag Íslands. „Samningur Læknafélagsins rennur út í apríl og í haust renna út samningar við grunnskólakennara og skurðlækna og gerðardómur BHM rennur einnig út. Þetta voru allt nokkuð erfiðar samningalotur,“ segir Bryndís. „Þó að þessi mál séu ekki komin á mitt borð er ég farin að undirbúa komu þeirra.“ Bæði Halldór Benjamín og Gylfi voru sammála um að SALEK-samkomulagið væri ekki af borðinu en í ákveðinni biðstöðu. Vildi Halldór Benjamín leggja áherslu á að markmiðið væri að allir aðilar þyrftu að vera tilbúnir að sigla skútunni í sömu áttina. Á meðan sá skilningur væri ekki fyrir hendi væri samkomulagið í biðstöðu. Gylfi sagði markmið SALEK-samkomulagsins vera að tryggja kaupmátt launa. „Á meðan þingmenn og ráðherrar fá síðan gríðarlegar launahækkanir geta þeir ekki með nokkru móti talað fyrir því að aðrir hópar þurfi að sýna ráðdeild og tempra launahækkanir annarra hópa,“ segir Gylfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29
BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21