Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Sveinn Arnarsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 Mikill hiti var á vinnumarkaði í októbermánuði árið 2015. Samningar ASÍ og SA gætu verið í hættu. vísir/anton brink Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) eru í hættu og verða forsendur metnar í vikunni. Svo gæti farið að samningar opnist um mánaðamótin. Ríkissáttasemjari segir margar krefjandi samningaviðræður í farvatninu á þessu ári.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.„Eins og staðan er í dag er forsendubresturinn augljós,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Í forsendum við gerð kjarasamningsins var rætt um laun annarra hópa, húsnæðisfrumvörp ríkisstjórnarinnar, að þau frumvörp kæmust til framkvæmda og að verðbólga héldist stöðug.“ Að mati Gylfa hafa laun annarra hópa, eins og alþingismanna og ráðherra, hækkað umfram það sem menn ætluðu. Þá hafi ekki verið staðið við aðgerðir í húsnæðismálum. Heildarsamtök atvinnurekenda og launþegahreyfinga á almennum og opinberum markaði undirrituðu þann 27. október 2015 samkomulag um breytt vinnulag við gerð kjarasamninga. Samkomulagið náði þá til 70 prósenta launþega og þótti tímamótaskref í gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur vinnu svokallaðs SALEK-hóps en markmið hennar var að stuðla að stöðugri kaupmáttaraukningu sem byggðist á lágri verðbólgu, stöðugu gengi krónunnar og lágum vöxtum. „Forsendunefnd ASÍ og SA hittist í vikunni og fer yfir þessar forsendur. Við þurfum síðan að skila niðurstöðu innan átta daga um hvort forsendurnar halda eða ekki. Verði niðurstaðan að forsendur séu brostnar fer málið til samninganefndar ASÍ og næstu skref verða ákveðin,“ bætir Gylfi við. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir stöðuna óljósa en að málin skýrist í þessari viku. „Við bíðum niðurstöðu forsendunefndarinnar en á meðan er samningur í gildi. Úrskurður kjararáðs frá því í október er sannarlega ekki að hjálpa til enda ályktuðum við hjá SA harðlega gegn þeirri ákvörðun,“ segir Halldór Benjamín.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.vísir/gvaBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir 2017 geta orðið annasamt ár hjá embættinu. Búið sé að klára tvo erfiða samninga á þessu ári, samninga sjómanna við útgerðina og kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Flugfélag Íslands. „Samningur Læknafélagsins rennur út í apríl og í haust renna út samningar við grunnskólakennara og skurðlækna og gerðardómur BHM rennur einnig út. Þetta voru allt nokkuð erfiðar samningalotur,“ segir Bryndís. „Þó að þessi mál séu ekki komin á mitt borð er ég farin að undirbúa komu þeirra.“ Bæði Halldór Benjamín og Gylfi voru sammála um að SALEK-samkomulagið væri ekki af borðinu en í ákveðinni biðstöðu. Vildi Halldór Benjamín leggja áherslu á að markmiðið væri að allir aðilar þyrftu að vera tilbúnir að sigla skútunni í sömu áttina. Á meðan sá skilningur væri ekki fyrir hendi væri samkomulagið í biðstöðu. Gylfi sagði markmið SALEK-samkomulagsins vera að tryggja kaupmátt launa. „Á meðan þingmenn og ráðherrar fá síðan gríðarlegar launahækkanir geta þeir ekki með nokkru móti talað fyrir því að aðrir hópar þurfi að sýna ráðdeild og tempra launahækkanir annarra hópa,“ segir Gylfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) eru í hættu og verða forsendur metnar í vikunni. Svo gæti farið að samningar opnist um mánaðamótin. Ríkissáttasemjari segir margar krefjandi samningaviðræður í farvatninu á þessu ári.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.„Eins og staðan er í dag er forsendubresturinn augljós,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Í forsendum við gerð kjarasamningsins var rætt um laun annarra hópa, húsnæðisfrumvörp ríkisstjórnarinnar, að þau frumvörp kæmust til framkvæmda og að verðbólga héldist stöðug.“ Að mati Gylfa hafa laun annarra hópa, eins og alþingismanna og ráðherra, hækkað umfram það sem menn ætluðu. Þá hafi ekki verið staðið við aðgerðir í húsnæðismálum. Heildarsamtök atvinnurekenda og launþegahreyfinga á almennum og opinberum markaði undirrituðu þann 27. október 2015 samkomulag um breytt vinnulag við gerð kjarasamninga. Samkomulagið náði þá til 70 prósenta launþega og þótti tímamótaskref í gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur vinnu svokallaðs SALEK-hóps en markmið hennar var að stuðla að stöðugri kaupmáttaraukningu sem byggðist á lágri verðbólgu, stöðugu gengi krónunnar og lágum vöxtum. „Forsendunefnd ASÍ og SA hittist í vikunni og fer yfir þessar forsendur. Við þurfum síðan að skila niðurstöðu innan átta daga um hvort forsendurnar halda eða ekki. Verði niðurstaðan að forsendur séu brostnar fer málið til samninganefndar ASÍ og næstu skref verða ákveðin,“ bætir Gylfi við. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir stöðuna óljósa en að málin skýrist í þessari viku. „Við bíðum niðurstöðu forsendunefndarinnar en á meðan er samningur í gildi. Úrskurður kjararáðs frá því í október er sannarlega ekki að hjálpa til enda ályktuðum við hjá SA harðlega gegn þeirri ákvörðun,“ segir Halldór Benjamín.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.vísir/gvaBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir 2017 geta orðið annasamt ár hjá embættinu. Búið sé að klára tvo erfiða samninga á þessu ári, samninga sjómanna við útgerðina og kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Flugfélag Íslands. „Samningur Læknafélagsins rennur út í apríl og í haust renna út samningar við grunnskólakennara og skurðlækna og gerðardómur BHM rennur einnig út. Þetta voru allt nokkuð erfiðar samningalotur,“ segir Bryndís. „Þó að þessi mál séu ekki komin á mitt borð er ég farin að undirbúa komu þeirra.“ Bæði Halldór Benjamín og Gylfi voru sammála um að SALEK-samkomulagið væri ekki af borðinu en í ákveðinni biðstöðu. Vildi Halldór Benjamín leggja áherslu á að markmiðið væri að allir aðilar þyrftu að vera tilbúnir að sigla skútunni í sömu áttina. Á meðan sá skilningur væri ekki fyrir hendi væri samkomulagið í biðstöðu. Gylfi sagði markmið SALEK-samkomulagsins vera að tryggja kaupmátt launa. „Á meðan þingmenn og ráðherrar fá síðan gríðarlegar launahækkanir geta þeir ekki með nokkru móti talað fyrir því að aðrir hópar þurfi að sýna ráðdeild og tempra launahækkanir annarra hópa,“ segir Gylfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29
BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21