Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 11:20 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi var leiddur fyrir dómara á fimmtudag. Vísir/GVA Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. Hann vill þó ekkert fara út í það hvað niðurstöðurnar sýna, hvorki um hvers konar sýni var að ræða né hvað kom út úr því, en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöður úr fleiri lífsýnum sem send voru út. Lífsýnin voru meðal annars tekin úr grænlenska togaranum Polar Nanoq en hinir grunuðu í málinu eru skipverjar á togaranum. Áður hefur verið greint frá því að blóð úr Birnu fannst í rauðum Kia Rio-bíl sem annar skipverjinn hafði á leigu þegar Birna hvarf. Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu var seinast yfirheyrður á miðvikudaginn í liðinni viku. Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær hann verði yfirheyrður næst en maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun síðastliðinn fimmtudag. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm en maðurinn hefur núna verið í haldi í á fimmtu viku. Lögreglan bíður enn eftir lokaniðurstöðu krufningar á líki Birnu og þá er staðan enn þannig að engin játning liggur fyrir í málinu. Grímur vill að öðru leyti ekki fara út í það sem fram hefur komið við yfirheyrslur. Auk mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi hefur annar skipverji af Polar Nanoq stöðu sakbornings í málinu. Hann var í einangrun í tvær vikur en var svo sleppt. Ekki var krafist farbanns yfir honum og er hann því nú kominn heim til sín á Grænlandi. Lík Birnu fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35 Háskólarektor minntist Birgis og Birnu við brautskráningu kandidata Samanlagður fjöldi brautskráðra var 455, 329 konur og 126 karlar. 18. febrúar 2017 16:07 Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. Hann vill þó ekkert fara út í það hvað niðurstöðurnar sýna, hvorki um hvers konar sýni var að ræða né hvað kom út úr því, en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöður úr fleiri lífsýnum sem send voru út. Lífsýnin voru meðal annars tekin úr grænlenska togaranum Polar Nanoq en hinir grunuðu í málinu eru skipverjar á togaranum. Áður hefur verið greint frá því að blóð úr Birnu fannst í rauðum Kia Rio-bíl sem annar skipverjinn hafði á leigu þegar Birna hvarf. Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu var seinast yfirheyrður á miðvikudaginn í liðinni viku. Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær hann verði yfirheyrður næst en maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun síðastliðinn fimmtudag. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm en maðurinn hefur núna verið í haldi í á fimmtu viku. Lögreglan bíður enn eftir lokaniðurstöðu krufningar á líki Birnu og þá er staðan enn þannig að engin játning liggur fyrir í málinu. Grímur vill að öðru leyti ekki fara út í það sem fram hefur komið við yfirheyrslur. Auk mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi hefur annar skipverji af Polar Nanoq stöðu sakbornings í málinu. Hann var í einangrun í tvær vikur en var svo sleppt. Ekki var krafist farbanns yfir honum og er hann því nú kominn heim til sín á Grænlandi. Lík Birnu fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35 Háskólarektor minntist Birgis og Birnu við brautskráningu kandidata Samanlagður fjöldi brautskráðra var 455, 329 konur og 126 karlar. 18. febrúar 2017 16:07 Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35
Háskólarektor minntist Birgis og Birnu við brautskráningu kandidata Samanlagður fjöldi brautskráðra var 455, 329 konur og 126 karlar. 18. febrúar 2017 16:07
Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48