Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2017 21:30 Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Múlakot var friðlýst fyrir þremur árum og nær friðlýsingin ekki aðeins til gamla íbúðar- og gistihússins heldur einnig til nærliggjandi húsa sem og trjágarðsins. Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. „Þetta hús er í rauninni dæmi um það hvernig sveitabær þróast yfir í það, í gegnum 20. öldina, að vera bóndabær, þar sem gestir koma í heimsókn, yfir í það að verða sveitahótel,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun. Málverk Ásgríms Jónssonar, sem hann málaði snemma á síðustu öld, vöktu athygli á staðnum og þarna varð listamannanýlenda og vinsælt sveitahótel og garðurinn var rómaður.Gömul mynd frá Múlakoti. Fremst sést maður á hestasláttuvél en fjær má sjá tvær rútur á hlaðinu við hótelið.Mynd/Múlakot.Sjálfseignarstofnun og Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti, ásamt sveitarfélaginu Rangárþingi eystra, Byggðasafninu á Skógum og Minjastofnun hafa nú tekið höndum saman um að endurreisa staðinn. „Þannig að þetta er í rauninni þróunarsaga ferðamennsku á Íslandi. Trúlega er þetta best varðveitta hótel sem við eigum hérna frá gamalli tíð,“ segir Pétur. Hótelið var rekið fram yfir 1970 og Pétur gisti þar oft með foreldrum sínu. Hann segist muna vel eftir því þegar þar var sjoppa og hótelið var jafnframt áningarstaður rútubíla. Í lok ágústmánaðar í fyrra var fagnað fyrstu áföngum endurreisnarinnar en þar flutti Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, ávarp fyrir hönd Vinafélagsins. Hann telur að Múlakot verði vinsæll áfangastaður ferðamanna í framtíðinni.Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, flutti ávarp fyrir hönd Vinafélags gamla bæjarins í Múlakoti,Stöð 2/Einar Árnason.„Það vantar áfangastað. Það vantar góða, vel umhirta áfangastaði og þessi staður verður einn af þeim,“ segir Björn Bjarnason. Nánar var fjallað um Múlakot í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. 25. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Múlakot var friðlýst fyrir þremur árum og nær friðlýsingin ekki aðeins til gamla íbúðar- og gistihússins heldur einnig til nærliggjandi húsa sem og trjágarðsins. Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. „Þetta hús er í rauninni dæmi um það hvernig sveitabær þróast yfir í það, í gegnum 20. öldina, að vera bóndabær, þar sem gestir koma í heimsókn, yfir í það að verða sveitahótel,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun. Málverk Ásgríms Jónssonar, sem hann málaði snemma á síðustu öld, vöktu athygli á staðnum og þarna varð listamannanýlenda og vinsælt sveitahótel og garðurinn var rómaður.Gömul mynd frá Múlakoti. Fremst sést maður á hestasláttuvél en fjær má sjá tvær rútur á hlaðinu við hótelið.Mynd/Múlakot.Sjálfseignarstofnun og Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti, ásamt sveitarfélaginu Rangárþingi eystra, Byggðasafninu á Skógum og Minjastofnun hafa nú tekið höndum saman um að endurreisa staðinn. „Þannig að þetta er í rauninni þróunarsaga ferðamennsku á Íslandi. Trúlega er þetta best varðveitta hótel sem við eigum hérna frá gamalli tíð,“ segir Pétur. Hótelið var rekið fram yfir 1970 og Pétur gisti þar oft með foreldrum sínu. Hann segist muna vel eftir því þegar þar var sjoppa og hótelið var jafnframt áningarstaður rútubíla. Í lok ágústmánaðar í fyrra var fagnað fyrstu áföngum endurreisnarinnar en þar flutti Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, ávarp fyrir hönd Vinafélagsins. Hann telur að Múlakot verði vinsæll áfangastaður ferðamanna í framtíðinni.Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, flutti ávarp fyrir hönd Vinafélags gamla bæjarins í Múlakoti,Stöð 2/Einar Árnason.„Það vantar áfangastað. Það vantar góða, vel umhirta áfangastaði og þessi staður verður einn af þeim,“ segir Björn Bjarnason. Nánar var fjallað um Múlakot í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. 25. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. 25. ágúst 2016 20:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði