Frestun framkvæmda mótmælt í annað sinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. mars 2017 07:00 Fjöldi manns mætti til að mótmæla frestun framkvæmda við þjóðveg 1 í Berufirði. Mynd/Ólafur Björnsson Íbúar í Berufirði og nærliggjandi sveitum mótmæltu í gær frestun uppbyggingar nýs vegar í firðinum. Er það í annað sinn á skömmum tíma sem íbúar mótmæla með því að loka veginum en það var einnig gert á sunnudag. „Það var mikil mæting af Djúpavogi og úr nærsveitum, Breiðdalsvík, Egilsstöðum og víðar. Það var mikill samhugur og samstaða. Fólk var gallhart á sínum kröfum,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum. Þó voru ekki allir sáttir við mótmælin. Nokkrir ferðamenn mótmæltu mótmælunum. Berglind segir þau þó hafa búist við slíku. „Auðvitað er leiðinlegt að þetta bitni á þeim en svona er þetta bara. Það er mótmælt víða um allan heim með alls konar töfum.“ Hún segir það hafa staðið upp úr þegar sveitarstjórnin hafi mætt á svæðið. Þau hafi verið á fundi frá klukkan fjögur en ákváðu að klára fundinn á einbreiðu brúnni þar sem mótmælin fóru fram. „Þar var samþykkt ályktun um þetta mál. Þetta var ótrúlega flott og ég sagði upphátt að ég héldi að þetta væri besta sveitarfélag í heimi,“ segir Berglind. Hún segir aðgerðaleysi stjórnvalda valda íbúum gífurlegum vonbrigðum. „Það voru allir orðnir svo vongóðir um að nú væri þetta að hafast og að þjóðvegur 1 yrði loksins malbikaður.“ Þá segir hún að um sé að ræða fimm kílómetra kafla sem þurfi að laga. Svo séu aðrir vegir inni í Breiðdal og á Breiðdalsheiði sem einnig þurfi að laga. „Þetta var búið að fara í gegnum skipulag og átti að vera klárt. Við héldum að það ætti að græja þetta en svo er bara búið að blása það af.“ Ljóst er að fleiri deila sjónarmiðum Berglindar um að meiri fjárfestingar sé þörf. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, gerði samgöngumálin að umræðuefni í ræðu sinni á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær. „Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5 til tveimur prósentum af landsframleiðslu en frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið undir einu prósenti. Á sama tíma er umferðin stöðugt að aukast og bara í fyrra var aukningin níu prósent frá árinu á undan,“ sagði Gylfi. Hann sagði jafnframt að færa mætti gild rök fyrir því að ein ástæða þess að framleiðnivöxtur á Íslandi hefði ekki verið nægjanlegur á síðustu árum væri of lágt fjárfestingastig. „Við verðum að bæta samgöngur landsins til að efla byggð og auka verðmæti,“ sagði Gylfi. Þá lagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, fram frumvarp á Alþingi í gær sem snýr að samgöngumálum. Gengur frumvarpið meðal annars út á að hækka gjald á bensín og olíu og nýta hækkunina í að auka tekjur til vegamála. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira
Íbúar í Berufirði og nærliggjandi sveitum mótmæltu í gær frestun uppbyggingar nýs vegar í firðinum. Er það í annað sinn á skömmum tíma sem íbúar mótmæla með því að loka veginum en það var einnig gert á sunnudag. „Það var mikil mæting af Djúpavogi og úr nærsveitum, Breiðdalsvík, Egilsstöðum og víðar. Það var mikill samhugur og samstaða. Fólk var gallhart á sínum kröfum,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum. Þó voru ekki allir sáttir við mótmælin. Nokkrir ferðamenn mótmæltu mótmælunum. Berglind segir þau þó hafa búist við slíku. „Auðvitað er leiðinlegt að þetta bitni á þeim en svona er þetta bara. Það er mótmælt víða um allan heim með alls konar töfum.“ Hún segir það hafa staðið upp úr þegar sveitarstjórnin hafi mætt á svæðið. Þau hafi verið á fundi frá klukkan fjögur en ákváðu að klára fundinn á einbreiðu brúnni þar sem mótmælin fóru fram. „Þar var samþykkt ályktun um þetta mál. Þetta var ótrúlega flott og ég sagði upphátt að ég héldi að þetta væri besta sveitarfélag í heimi,“ segir Berglind. Hún segir aðgerðaleysi stjórnvalda valda íbúum gífurlegum vonbrigðum. „Það voru allir orðnir svo vongóðir um að nú væri þetta að hafast og að þjóðvegur 1 yrði loksins malbikaður.“ Þá segir hún að um sé að ræða fimm kílómetra kafla sem þurfi að laga. Svo séu aðrir vegir inni í Breiðdal og á Breiðdalsheiði sem einnig þurfi að laga. „Þetta var búið að fara í gegnum skipulag og átti að vera klárt. Við héldum að það ætti að græja þetta en svo er bara búið að blása það af.“ Ljóst er að fleiri deila sjónarmiðum Berglindar um að meiri fjárfestingar sé þörf. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, gerði samgöngumálin að umræðuefni í ræðu sinni á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær. „Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5 til tveimur prósentum af landsframleiðslu en frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið undir einu prósenti. Á sama tíma er umferðin stöðugt að aukast og bara í fyrra var aukningin níu prósent frá árinu á undan,“ sagði Gylfi. Hann sagði jafnframt að færa mætti gild rök fyrir því að ein ástæða þess að framleiðnivöxtur á Íslandi hefði ekki verið nægjanlegur á síðustu árum væri of lágt fjárfestingastig. „Við verðum að bæta samgöngur landsins til að efla byggð og auka verðmæti,“ sagði Gylfi. Þá lagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, fram frumvarp á Alþingi í gær sem snýr að samgöngumálum. Gengur frumvarpið meðal annars út á að hækka gjald á bensín og olíu og nýta hækkunina í að auka tekjur til vegamála. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira