„Þyngra en tárum taki“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. mars 2017 13:58 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. vísir/sigurjón ólason „Það hvernig mál hafa skipast varðandi samgönguáætlun er eiginlega þyngra en tárum taki,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í sérstökum umræðum um samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Kolbeinn, og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, gagnrýndu niðurskurð á þeirri samgönguáætlun sem samþykkt var, mótatkvæðalaust, á þingi í október síðastliðnum. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði að vissulega hafi verið skorið niður – en að öllum sé ljóst að áherslurnar hafi verið á heilbrigðismálin. Hann sagðist binda vonir við ða auknu fjármagni verði varið í samgöngur í þessu ári.Sama krónan ekki notuð tvisvar sinnum „Menn geta velt sér endalaust upp úr þessari umræðu að það hefur ekki verið fjármögnuð samgönguáætlun sem var unnin í október. Það er alveg rétt og það hefur ekki farið fram hjá neinum. En eins og ég hef sagt áður að staðan í því máli og var á þeim tíma þannig að menn höfðu miklar væntingar til þess sem yrði til ráðstöfunar á þessu ári,“ sagði hann. „Síðan þegar þingið settist yfir það og náð tiltölulega ágætri sátt um hvert skyldi halda þá voru áherslurnar þær sem við þekkjum öll í þessum sal, þær voru á heilbrigðis- og velferðarmál. Og sama krónan er ekki notuð tvisvar sinnum.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, vakti máls á slagorði Sjálfstæðisflokksins, flokki Jóns Gunnarssonar. „Fyrir síðustu alþingiskosningar var eitt helsta slagorð Sjálfstæðisflokksins „Á réttri leið“. Ég ætla nú ekki að eyða mörgum orðum í það slagorð en vil þó benda á að sú leið verður ansi torsótt ef hún verður farin eftir íslensku vegakerfi,“ sagði hann. Vilji þingheims hvað þessi málefni varðar hafi endurspeglað vilja almennings fullkomlega. „Margumrædd samgönguáætlun sem samþykkt var í október síðastliðnum var mjög metnaðarfull. Liggur við að segja að hún hafi verið alveg frábær. Hún var samþykkt í breiðri sátt allra flokka sem hér sátu á þingi, eftir því sem ég best veit, og vil meina að fá mál af þessari stærðargráðu hafi notið jafn mikillar velþóknunar almennings og þetta gerði,“ sagði Einar. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira
„Það hvernig mál hafa skipast varðandi samgönguáætlun er eiginlega þyngra en tárum taki,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í sérstökum umræðum um samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Kolbeinn, og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, gagnrýndu niðurskurð á þeirri samgönguáætlun sem samþykkt var, mótatkvæðalaust, á þingi í október síðastliðnum. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði að vissulega hafi verið skorið niður – en að öllum sé ljóst að áherslurnar hafi verið á heilbrigðismálin. Hann sagðist binda vonir við ða auknu fjármagni verði varið í samgöngur í þessu ári.Sama krónan ekki notuð tvisvar sinnum „Menn geta velt sér endalaust upp úr þessari umræðu að það hefur ekki verið fjármögnuð samgönguáætlun sem var unnin í október. Það er alveg rétt og það hefur ekki farið fram hjá neinum. En eins og ég hef sagt áður að staðan í því máli og var á þeim tíma þannig að menn höfðu miklar væntingar til þess sem yrði til ráðstöfunar á þessu ári,“ sagði hann. „Síðan þegar þingið settist yfir það og náð tiltölulega ágætri sátt um hvert skyldi halda þá voru áherslurnar þær sem við þekkjum öll í þessum sal, þær voru á heilbrigðis- og velferðarmál. Og sama krónan er ekki notuð tvisvar sinnum.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, vakti máls á slagorði Sjálfstæðisflokksins, flokki Jóns Gunnarssonar. „Fyrir síðustu alþingiskosningar var eitt helsta slagorð Sjálfstæðisflokksins „Á réttri leið“. Ég ætla nú ekki að eyða mörgum orðum í það slagorð en vil þó benda á að sú leið verður ansi torsótt ef hún verður farin eftir íslensku vegakerfi,“ sagði hann. Vilji þingheims hvað þessi málefni varðar hafi endurspeglað vilja almennings fullkomlega. „Margumrædd samgönguáætlun sem samþykkt var í október síðastliðnum var mjög metnaðarfull. Liggur við að segja að hún hafi verið alveg frábær. Hún var samþykkt í breiðri sátt allra flokka sem hér sátu á þingi, eftir því sem ég best veit, og vil meina að fá mál af þessari stærðargráðu hafi notið jafn mikillar velþóknunar almennings og þetta gerði,“ sagði Einar.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira