Sprenging í bílasölu það sem af er árinu Ásgeir Erlendsson skrifar 9. apríl 2017 13:45 Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Ef fram heldur sem horfir stefnir í metár í bílasölu. Þetta segir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins sem bendir á að salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi að mestu leyti verið til almennings og fyrirtækja en ekki bílaleiga. Í vikunni var sagt frá því að sala nýrra bíla hér á landi hefði aukist um 29% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Landsmenn voru sömuleiðis duglegir við að endurnýja bíla sína í fyrra því árið 2016 var annað söluhæsta árið í bílasölu hér á landi frá upphafi. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að ef miðað er við fyrstu þrjá mánuði þessa árs stefni í metár í bílasölu. „Árið fer vel af stað, það lítur vel út. Miðað við óbreytt ástand þá förum við í sömu tölu og við vorum í árið 2016 og jafnvel gott betur“. Árið 2005 er söluhæsta ár í sölu nýrra bíla á Íslandi frá upphafi en þá voru seldir 20578 nýir bílar. Bílaleigur hafa verið fyrirferðamiklar í kaupum á nýjum bílum undanfarin ár hér á landi og til að mynda er því spáð að í sumar verði einn af hverjum tíu bílum á götum landsins bílaleigubíll. Özur segir að ef miðað er við sölu þessa árs séu bílaleigur ekki eins fyrirferðamiklar og áður. „Aukningin núna á þessum fyrstu þremur mánuðum, hún er að mestu leyti til einstaklinga og fyrirtækja. Bílaleigurnar eru líka, jú, stórar en ekki jafn stór hluti og verið hefur á undanförnum tveimur árum. Þannig að núna eru einstaklingar meira að taka við sér og endurnýja bílinn, þeir hafa verið að halda að sér höndum eiginlega alveg frá hruni. Það er stórt gat sem á eftir að stoppa í, bílasala eftir hrun datt niður í ekki neitt og var þar í nokkur ár. Það er vöntun á markaðnum, við erum með mjög gamlan bílaflota, einn elsta bílaflota í Evrópu. Það er kannski aðalástæðan,“ segir Özur Lárusson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir stefnir í metár í bílasölu. Þetta segir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins sem bendir á að salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi að mestu leyti verið til almennings og fyrirtækja en ekki bílaleiga. Í vikunni var sagt frá því að sala nýrra bíla hér á landi hefði aukist um 29% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Landsmenn voru sömuleiðis duglegir við að endurnýja bíla sína í fyrra því árið 2016 var annað söluhæsta árið í bílasölu hér á landi frá upphafi. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að ef miðað er við fyrstu þrjá mánuði þessa árs stefni í metár í bílasölu. „Árið fer vel af stað, það lítur vel út. Miðað við óbreytt ástand þá förum við í sömu tölu og við vorum í árið 2016 og jafnvel gott betur“. Árið 2005 er söluhæsta ár í sölu nýrra bíla á Íslandi frá upphafi en þá voru seldir 20578 nýir bílar. Bílaleigur hafa verið fyrirferðamiklar í kaupum á nýjum bílum undanfarin ár hér á landi og til að mynda er því spáð að í sumar verði einn af hverjum tíu bílum á götum landsins bílaleigubíll. Özur segir að ef miðað er við sölu þessa árs séu bílaleigur ekki eins fyrirferðamiklar og áður. „Aukningin núna á þessum fyrstu þremur mánuðum, hún er að mestu leyti til einstaklinga og fyrirtækja. Bílaleigurnar eru líka, jú, stórar en ekki jafn stór hluti og verið hefur á undanförnum tveimur árum. Þannig að núna eru einstaklingar meira að taka við sér og endurnýja bílinn, þeir hafa verið að halda að sér höndum eiginlega alveg frá hruni. Það er stórt gat sem á eftir að stoppa í, bílasala eftir hrun datt niður í ekki neitt og var þar í nokkur ár. Það er vöntun á markaðnum, við erum með mjög gamlan bílaflota, einn elsta bílaflota í Evrópu. Það er kannski aðalástæðan,“ segir Özur Lárusson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira