Sýknuð af nauðgunarákæru í annað sinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2017 19:08 Konan sagðist haldin kynferðislegri svefnröskun. vísir Héraðsdómur sýknaði í dag konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. Hún var ákærð fyrir að hafa haft munnmök við aðra konu sem ekki hafi getað spornað við verknaðnum sökum ölvunar og svefndrunga. Málið fór í tvígang fyrir héraðsdóm, eftir að Hæstiréttur ómerkti fyrri sýknudóm yfir konunni, og sagði verulega annmarka hafa verið á meðferð málsins. Ákærða var sýknuð þar sem dómurinn taldi hana hafa skort ásetning til þess að fremja kynferðisbrot gagnvart hinni konunni, en samkvæmt dómnum höfðu þær átt í kynferðislegu sambandi um nokkurra mánaða skeið. Brotaþoli hefur glímt við áfallastreituröskun, sem sálfræðingur taldi að rekja mætti til ætlaðs kynferðisbrots, að því er segir í dómnum.Taldi sig haldna sexsomnia Konan sagðist í skýrslutöku lögreglu hafa vaknað með höfuðið á milli fóta vinkonu sinnar. Hún hafi þá reist sig upp í sjokki, hissa á hvað hefði gerst og að hin konan hefði sett fætur sína saman og snúið sér að veggnum. „Ákærða kvaðst hafa grafið höfuð sitt í koddann og sagt mörgum sinnum sorrý, sorrý og afsakið,“ segir í dómnum. Hún neitaði sök fyrir dómi og vildi lítið tjá sig um málsatvik. Krafðist hún sýknu á grundvelli þess að hún hafi verið sofandi þegar hið ætlaða brot hafi átt sér stað og kvaðst haldin kynferðislegri svefnröskun, svokallaðri sexsomnia. Geðlæknir mat það hins vegar svo að konan væri ekki haldin þessari röskun. Dómurinn taldi sannað að ákærða hafi haft munnmök við hina konuna, en að ekkert liggi fyrir um það að ölvunarástand hennar hafi verið með þeim hætti að hún hafi ekki getað spornað við kynferðismökunum, enda hafi hún sagt að hún hafi aðeins drukkið nokkra bjóra. Þá taldi dómurinn að hin konan væri ekki mótfallin kynferðislegum samskiptum við ákærðu og því verði að telja að mikill vafi leiki á því að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess að fremja kynferðisbrot. „Því er að mati dómsins ósannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök. Verður því ekki hjá því komist að sýkna ákærðu af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.“Þeir annmarkar sem Hæstiréttur sá á málinu voru meðal annars þeir að samkvæmt gögnum málsins hafi ákærða áður vakið konuna á áþekkan hátt og þær hefðu látið sér það líka vel. Tengdar fréttir Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði í dag konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. Hún var ákærð fyrir að hafa haft munnmök við aðra konu sem ekki hafi getað spornað við verknaðnum sökum ölvunar og svefndrunga. Málið fór í tvígang fyrir héraðsdóm, eftir að Hæstiréttur ómerkti fyrri sýknudóm yfir konunni, og sagði verulega annmarka hafa verið á meðferð málsins. Ákærða var sýknuð þar sem dómurinn taldi hana hafa skort ásetning til þess að fremja kynferðisbrot gagnvart hinni konunni, en samkvæmt dómnum höfðu þær átt í kynferðislegu sambandi um nokkurra mánaða skeið. Brotaþoli hefur glímt við áfallastreituröskun, sem sálfræðingur taldi að rekja mætti til ætlaðs kynferðisbrots, að því er segir í dómnum.Taldi sig haldna sexsomnia Konan sagðist í skýrslutöku lögreglu hafa vaknað með höfuðið á milli fóta vinkonu sinnar. Hún hafi þá reist sig upp í sjokki, hissa á hvað hefði gerst og að hin konan hefði sett fætur sína saman og snúið sér að veggnum. „Ákærða kvaðst hafa grafið höfuð sitt í koddann og sagt mörgum sinnum sorrý, sorrý og afsakið,“ segir í dómnum. Hún neitaði sök fyrir dómi og vildi lítið tjá sig um málsatvik. Krafðist hún sýknu á grundvelli þess að hún hafi verið sofandi þegar hið ætlaða brot hafi átt sér stað og kvaðst haldin kynferðislegri svefnröskun, svokallaðri sexsomnia. Geðlæknir mat það hins vegar svo að konan væri ekki haldin þessari röskun. Dómurinn taldi sannað að ákærða hafi haft munnmök við hina konuna, en að ekkert liggi fyrir um það að ölvunarástand hennar hafi verið með þeim hætti að hún hafi ekki getað spornað við kynferðismökunum, enda hafi hún sagt að hún hafi aðeins drukkið nokkra bjóra. Þá taldi dómurinn að hin konan væri ekki mótfallin kynferðislegum samskiptum við ákærðu og því verði að telja að mikill vafi leiki á því að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess að fremja kynferðisbrot. „Því er að mati dómsins ósannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök. Verður því ekki hjá því komist að sýkna ákærðu af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.“Þeir annmarkar sem Hæstiréttur sá á málinu voru meðal annars þeir að samkvæmt gögnum málsins hafi ákærða áður vakið konuna á áþekkan hátt og þær hefðu látið sér það líka vel.
Tengdar fréttir Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Sýknudómur yfir konu vegna kynferðisbrots ómerktur Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir konu sem grunuð var um kynferðisbrot gegn annarri konu í ágúst 2014. 13. október 2016 16:41