Sigurður A. Magnússon er látinn Anton Egilsson skrifar 3. apríl 2017 18:52 Sigurður A. Magnússon Vísir Rithöfundurinn Sigurður A. Magnússon er látinn, 89 ára að aldri. Sigurður var afkastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda bóka á íslensku og ensku, þar á meðal skáldsögur, ljóð, leikrit, ferðasögur, endurminningabækur, greinasöfn og bækur um íslenska hestinn. Sigurður fæddist að Móum á Kjalarnesi árið 1928. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í guðfræði, grísku, trúarbragðasögu og bókmenntum við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla og háskólann í Aþenu. Á starfsferli sínum starfaði Sigurður meðal annars sem útvarpsfyrirlesari hjá Sameinuðu þjóðunum, kenndi íslensku við The City College of New York og var ritstjóri bæði Lesbókar Morgunblaðsins og Samvinnunnar. Fyrsta bókin sem Sigurður sendi frá sér var ferðasagan Grískir reisudagar sem kom út árið 1953. Eflaust þekktasta bók Sigurður var fyrsta bindi endurminninga hans, Undir kalstjörnu, sem kom út árið 1979. Fyrir hana hlaut hann Menningarverðlaun DV árið 1980. Þá hlaut Sigurður einnig viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins árið 1985 og Evrópsku bókmenntaverðlaunin, kennd við Jean Monnet, árið 1995. Hann gerður að heiðursfélaga í Rithöfundasambandi Íslands árið 1994. Sigurður vann ötullega að félagsmálum í gegnum ævina og gegndi formannsstöðu í fjölmörgum samtökum og félögum. Hann var t.a.m fyrsti formaður Rithöfundarsambands Íslands og gegndi formennsku í Norræna rithöfundaráðinu. Þá sat Sigurður í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í um 9 ára skeið. Ásamt því að skrifa bækur var hann einnig afkastamikill þýðandi og þýddi mikið úr dönsku, ensku, grísku og þýsku, þar á meðal verk eftir H.C. Andersen, Bertolt Brecht, Gíorgos Seferis, Pandelis Prevalakis, Walt Whitman, James Joyce, Nagíb Mahfúz, Kazuo Ishiguro, John Fowles og Ernest Hemingway. Farið er ítarlega yfir ævi og störf Sigurður á bókmenntavef Borgarbókasafns Reykjavíkur. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Rithöfundurinn Sigurður A. Magnússon er látinn, 89 ára að aldri. Sigurður var afkastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda bóka á íslensku og ensku, þar á meðal skáldsögur, ljóð, leikrit, ferðasögur, endurminningabækur, greinasöfn og bækur um íslenska hestinn. Sigurður fæddist að Móum á Kjalarnesi árið 1928. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í guðfræði, grísku, trúarbragðasögu og bókmenntum við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla og háskólann í Aþenu. Á starfsferli sínum starfaði Sigurður meðal annars sem útvarpsfyrirlesari hjá Sameinuðu þjóðunum, kenndi íslensku við The City College of New York og var ritstjóri bæði Lesbókar Morgunblaðsins og Samvinnunnar. Fyrsta bókin sem Sigurður sendi frá sér var ferðasagan Grískir reisudagar sem kom út árið 1953. Eflaust þekktasta bók Sigurður var fyrsta bindi endurminninga hans, Undir kalstjörnu, sem kom út árið 1979. Fyrir hana hlaut hann Menningarverðlaun DV árið 1980. Þá hlaut Sigurður einnig viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins árið 1985 og Evrópsku bókmenntaverðlaunin, kennd við Jean Monnet, árið 1995. Hann gerður að heiðursfélaga í Rithöfundasambandi Íslands árið 1994. Sigurður vann ötullega að félagsmálum í gegnum ævina og gegndi formannsstöðu í fjölmörgum samtökum og félögum. Hann var t.a.m fyrsti formaður Rithöfundarsambands Íslands og gegndi formennsku í Norræna rithöfundaráðinu. Þá sat Sigurður í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í um 9 ára skeið. Ásamt því að skrifa bækur var hann einnig afkastamikill þýðandi og þýddi mikið úr dönsku, ensku, grísku og þýsku, þar á meðal verk eftir H.C. Andersen, Bertolt Brecht, Gíorgos Seferis, Pandelis Prevalakis, Walt Whitman, James Joyce, Nagíb Mahfúz, Kazuo Ishiguro, John Fowles og Ernest Hemingway. Farið er ítarlega yfir ævi og störf Sigurður á bókmenntavef Borgarbókasafns Reykjavíkur.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira