Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. apríl 2017 18:47 Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Eldur kom upp í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt. Þetta er annar bruninn á svæðinu á tveimur vikum. Tjónið í brunanum var umtalsvert og stöðva þarf framleiðslu í einhverja daga. Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn um klukkan fjögur í nótt frá starfsmönnum fyrirtækisins sem voru við vinnu í verksmiðjunni. Slökkvistarf þótti nokkuð sérstakt þar sem ekki var hægt að ráðast á eldinn með vatni í fyrstu þar sem mjög há rafmagnsspenna er á kísilofninum. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í timbri í veggjum og gólfklæðningu á milli hæða í byggingunni sem telur átta hæðir. Eldurinn logaði í einangrunarrými þar sem rafskaut fara niður. Mikil hætta er í kringum svona ofna en álið sem kemur út er um átján hundruð gráðu heitt og óráðlegt að nota vatn fyrr en slökkt hefur verið á ofninum. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum. „Við erum ekkert allt of ánægðir að fá eld í svona stóra byggingu en við erum búnir að vera hérna í vettvangsferð. Allt liðið okkar er búið að koma og skoða aðstæður þannig að mannskapurinn vissi að hverju þeir voru að ganga,“ sagði Ólafur Ingi Jónsson, stjórnandi á bakvakt Brunavarna Suðurnesja. Sléttar tvær vikur eru síðan eldur kom upp í rusli utan við verksmiðju United Silicon og þá lagði þykkan svartan reyk frá svæðinu. Aðstæður voru aðrar í morgun en lítill reykur kom frá byggingunni þar sem eldurinn var en loftræstikerfi verksmiðjunnar var notað til þess að losa reykinn út. Eldurinn var ekki í þeim hluta þar sem ítrekuð mengun hefur stigið upp frá verksmiðjunni og hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að mikill hiti hafi orsakað reyksprengingu efst í byggingunni, þannig að eldur varð laus í nótt. Um klukkustund tók að ná tökum á eldinum í nótt en slökkvistarfi lauk korter yfir sjö í morgun og fengu þá lögreglan og vinnueftirlitið vettvanginn til rannsóknar. Ekki var búið að leggja mat á tjónið í dag en ljóst er að það er umtalsvert en vegna brunans stöðvast framleiðsla í einhverja daga. Framleidd eru um 65 tonn af áli á hverjum sólarhring. „Við vitum ekki hvað langan tíma það tekur að koma þessu í gang aftur en það er augljóst mál að verksmiðjan stöðvast við þetta,“ sagði Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri United Silicon. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Eldur kom upp í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt. Þetta er annar bruninn á svæðinu á tveimur vikum. Tjónið í brunanum var umtalsvert og stöðva þarf framleiðslu í einhverja daga. Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn um klukkan fjögur í nótt frá starfsmönnum fyrirtækisins sem voru við vinnu í verksmiðjunni. Slökkvistarf þótti nokkuð sérstakt þar sem ekki var hægt að ráðast á eldinn með vatni í fyrstu þar sem mjög há rafmagnsspenna er á kísilofninum. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í timbri í veggjum og gólfklæðningu á milli hæða í byggingunni sem telur átta hæðir. Eldurinn logaði í einangrunarrými þar sem rafskaut fara niður. Mikil hætta er í kringum svona ofna en álið sem kemur út er um átján hundruð gráðu heitt og óráðlegt að nota vatn fyrr en slökkt hefur verið á ofninum. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum. „Við erum ekkert allt of ánægðir að fá eld í svona stóra byggingu en við erum búnir að vera hérna í vettvangsferð. Allt liðið okkar er búið að koma og skoða aðstæður þannig að mannskapurinn vissi að hverju þeir voru að ganga,“ sagði Ólafur Ingi Jónsson, stjórnandi á bakvakt Brunavarna Suðurnesja. Sléttar tvær vikur eru síðan eldur kom upp í rusli utan við verksmiðju United Silicon og þá lagði þykkan svartan reyk frá svæðinu. Aðstæður voru aðrar í morgun en lítill reykur kom frá byggingunni þar sem eldurinn var en loftræstikerfi verksmiðjunnar var notað til þess að losa reykinn út. Eldurinn var ekki í þeim hluta þar sem ítrekuð mengun hefur stigið upp frá verksmiðjunni og hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að mikill hiti hafi orsakað reyksprengingu efst í byggingunni, þannig að eldur varð laus í nótt. Um klukkustund tók að ná tökum á eldinum í nótt en slökkvistarfi lauk korter yfir sjö í morgun og fengu þá lögreglan og vinnueftirlitið vettvanginn til rannsóknar. Ekki var búið að leggja mat á tjónið í dag en ljóst er að það er umtalsvert en vegna brunans stöðvast framleiðsla í einhverja daga. Framleidd eru um 65 tonn af áli á hverjum sólarhring. „Við vitum ekki hvað langan tíma það tekur að koma þessu í gang aftur en það er augljóst mál að verksmiðjan stöðvast við þetta,“ sagði Kristleifur Andrésson, öryggisstjóri United Silicon.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54
Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47