Slæm umgengni enn vandamál við Seljavallalaug Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2017 22:00 Myndirnar frá Seljavallalaug sýna afar slæma umgengni um svæðið. Janeks Belajevs Myndir sem teknar voru við hina friðuðu Seljavallalaug, í Laugarárgili undir Austur-Eyjafjallasveit, af ferðalangi nú á dögunum, sýna að umgengni við laugina er enn ábótavant, þar sem dósir og annarskonar rusl liggur á víð og dreif í húsinu við laugina. Laugin hefur notið æ meiri vinsælda sem áfangastaður ferðamanna og flykkjast hundruðir gesta að lauginni á degi hverjum. Aðbúnaður og ástand laugarinnar hefur áður verið í umræðunni, en Jónas Freydal, ferðaþjónustumaður hefur til að mynda viðrað áhyggjur sínar af ástandi mála við laugina, en fregnir hafa borist af tíðum ástarleikjum ferðamanna í lauginni.Sjá einnig: Stóðlífi í SeljavallalaugJaneks BelajevsLaugin er í umsjá Ungmennafélagsins Eyfellingur, en Ármann Fannar Magnússon, formaður félagsins, segir í samtali við Vísi að ástandið við laugina hafi ekkert breyst, á því rúma ári sem hefur liðið, frá umfjöllun Vísis um málið. „Þetta er í raun og veru ekki opinn sundstaður, það er málið, það er engin þjónusta og ekkert eftirlit. En það er mjög leiðinlegt að fólk gangi svona um.“ Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann heyrir af slæmri umgengni við sundlaugina. „Því miður, heyri ég þetta alltof oft. Þetta er að sjálfsögðu bara sjálfboðastarf að hreinsa þetta. Það er enn vetrartími svo maður er ekki alltaf þarna, en maður gerir meira yfir sumartímann.“ Ármann segir ekki ljóst hvað Ungmennafélagið mun til bragðs taka vegna þessa. „Það verður kannski bara að fara að hafa einhverja vakt þarna. Þetta kannski endar með því að það verði einhver þarna til þess að passa upp á þetta. Þetta er bara eitthvað sem að þarf að skoða.“ JANEKS BELAJEVS Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Myndir sem teknar voru við hina friðuðu Seljavallalaug, í Laugarárgili undir Austur-Eyjafjallasveit, af ferðalangi nú á dögunum, sýna að umgengni við laugina er enn ábótavant, þar sem dósir og annarskonar rusl liggur á víð og dreif í húsinu við laugina. Laugin hefur notið æ meiri vinsælda sem áfangastaður ferðamanna og flykkjast hundruðir gesta að lauginni á degi hverjum. Aðbúnaður og ástand laugarinnar hefur áður verið í umræðunni, en Jónas Freydal, ferðaþjónustumaður hefur til að mynda viðrað áhyggjur sínar af ástandi mála við laugina, en fregnir hafa borist af tíðum ástarleikjum ferðamanna í lauginni.Sjá einnig: Stóðlífi í SeljavallalaugJaneks BelajevsLaugin er í umsjá Ungmennafélagsins Eyfellingur, en Ármann Fannar Magnússon, formaður félagsins, segir í samtali við Vísi að ástandið við laugina hafi ekkert breyst, á því rúma ári sem hefur liðið, frá umfjöllun Vísis um málið. „Þetta er í raun og veru ekki opinn sundstaður, það er málið, það er engin þjónusta og ekkert eftirlit. En það er mjög leiðinlegt að fólk gangi svona um.“ Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann heyrir af slæmri umgengni við sundlaugina. „Því miður, heyri ég þetta alltof oft. Þetta er að sjálfsögðu bara sjálfboðastarf að hreinsa þetta. Það er enn vetrartími svo maður er ekki alltaf þarna, en maður gerir meira yfir sumartímann.“ Ármann segir ekki ljóst hvað Ungmennafélagið mun til bragðs taka vegna þessa. „Það verður kannski bara að fara að hafa einhverja vakt þarna. Þetta kannski endar með því að það verði einhver þarna til þess að passa upp á þetta. Þetta er bara eitthvað sem að þarf að skoða.“ JANEKS BELAJEVS
Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40
Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34
Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08