Þingmaður Sjálfstæðisflokks styður ekki óbreytta tillögu um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2017 13:53 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur áhyggjur af uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Vísir/Anton „Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem segist í samtali við Vísi ekki styðja tillögur ríkisstjórnarinnar um hækkun virðisauka á ferðaþjónustuna í óbreyttri mynd.Njáll var í Vikulokunum á Rás 1 í dag þar sem hann greindi frá áhyggjum sínum vegna þessarar tillögu ríkisstjórnarinnar. Verði hún að veruleika verða ferðaþjónustufyrirtæki hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent, frá og með júlí á næsta ári. „Ég hef miklar áhyggjur varðandi ferðaþjónustuna á landsbyggðinni sem er í uppbyggingar fasa og á allt öðrum stað en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi um málið. Hann telur líka að þessi hækkun muni skapa enn meiri vanda þegar kemur að svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustunni. „Ég hef líka áhyggjur af því vegna gengisstyrkingarinnar sem hefur orðið og síðan bætist þetta ofan á,“ segir Njáll Trausti. Hann situr í fjárlaganefnd og hefur hún óskað eftir umsögnum um þessa tillögu eins og hún birtist í fjármálaáætlun. Búist er við að sú áætlun verði afgreidd úr nefnd fyrir sumarfríið og muni síðan koma inn á fjárlög næstkomandi haust. Því er töluverður tími til stefnu að sögn Njáls og allt ferlið enn á umræðu stigi og því ráðrúm til að bæta þessa tillögu með hliðsjónum af þeim áhyggjum sem hefur verið varpað fram. Samtök ferðaþjónustunnar hafa til að mynda mótmælt þessari tillögu harðlega. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, sagði fyrr í mánuðinum ekki séu lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu varðandi virðisaukaskatt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem segist í samtali við Vísi ekki styðja tillögur ríkisstjórnarinnar um hækkun virðisauka á ferðaþjónustuna í óbreyttri mynd.Njáll var í Vikulokunum á Rás 1 í dag þar sem hann greindi frá áhyggjum sínum vegna þessarar tillögu ríkisstjórnarinnar. Verði hún að veruleika verða ferðaþjónustufyrirtæki hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent, frá og með júlí á næsta ári. „Ég hef miklar áhyggjur varðandi ferðaþjónustuna á landsbyggðinni sem er í uppbyggingar fasa og á allt öðrum stað en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi um málið. Hann telur líka að þessi hækkun muni skapa enn meiri vanda þegar kemur að svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustunni. „Ég hef líka áhyggjur af því vegna gengisstyrkingarinnar sem hefur orðið og síðan bætist þetta ofan á,“ segir Njáll Trausti. Hann situr í fjárlaganefnd og hefur hún óskað eftir umsögnum um þessa tillögu eins og hún birtist í fjármálaáætlun. Búist er við að sú áætlun verði afgreidd úr nefnd fyrir sumarfríið og muni síðan koma inn á fjárlög næstkomandi haust. Því er töluverður tími til stefnu að sögn Njáls og allt ferlið enn á umræðu stigi og því ráðrúm til að bæta þessa tillögu með hliðsjónum af þeim áhyggjum sem hefur verið varpað fram. Samtök ferðaþjónustunnar hafa til að mynda mótmælt þessari tillögu harðlega. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, sagði fyrr í mánuðinum ekki séu lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu varðandi virðisaukaskatt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. 2. apríl 2017 16:00
Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30
Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33