LeBron náði líka sögulegri tölfræði á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 11:45 LeBron James. Vísir/Getty Titilvörn LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers hefst á laugardaginn þegar úrslitakeppnin hefst. Þeir mæta Indiana Pacers í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. LeBron James er ekki mikið í umræðunni um valið á besta leikmanni deildarinnar þökk sér sögulegum tímabilum hjá þeim Russell Westbrook og James Harden. Tímabilið hjá LeBron James var hinsvegar ekkert slor og þegar betur var að gáð, sögulegt líka. LeBron James varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær að vera með að minnsta kosti 25 stig í leik, 8 fráköst í leik, 8 stoðsendingar í leik og 54 prósent skotnýtingu. LeBron var með 26,4 stig að meðaltali í leik í þeim 74 leikjum sem hann spilaði auk þess að taka 8,6 fráköst í leik, gefa 8,7 stoðsendingar í leik og hitta úr 54,8 prósent skotum sínum. James gerði þarna betur en allir og þar á meðal er fyrirmyndin hans Michael Jordan. Michael Jordan hafði komist næstur þessu með Chicago Bulls liðsins tímabilið 1988-89 en Jordan var þá 32,5 stig að meðaltali í leik auk þess að taka 8,0 fráköst í leik, gefa 8,0 stoðsendingar í leik og hitta úr 53,8 prósent skotum sínum. Einn annar hefur náð þessu með yfir 50 prósent skotnýtingu og fyrrnefnda tölfræði en það var Oscar Robertson með Cincinnati Royals 1962-63. Robertson var þá með 51,8 prósent skotnýtingu auk þess að skora 28,3 stig, taka 10,4 fráköst og gefa 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James var að hækka þessar tölur hjá sér verulega því í fyrravetur var hann „bara“ með 7,4 fráköst og 6,8 stoðsendingar í leik auk þess að skora 25,3 stig í leik og hitta úr 52 prósent skota sinna. Cleveland Cavaliers tapaði fjórum síðustu leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur aðeins unnið 9 af 22 leikjum sínum frá og með 4. mars. Frábær tölfræði LeBron James hefur ekki getað breytt því en hann spilaði reyndar ekki tvo síðustu leiki liðsins.Another historic season!LeBron is the first player in #NBA history with at least 25 PPG 8 RPG 8 APG and 54+ FG%! pic.twitter.com/QgNhtIBcqu— NBA.com/Stats (@nbastats) April 13, 2017 NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Titilvörn LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers hefst á laugardaginn þegar úrslitakeppnin hefst. Þeir mæta Indiana Pacers í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. LeBron James er ekki mikið í umræðunni um valið á besta leikmanni deildarinnar þökk sér sögulegum tímabilum hjá þeim Russell Westbrook og James Harden. Tímabilið hjá LeBron James var hinsvegar ekkert slor og þegar betur var að gáð, sögulegt líka. LeBron James varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær að vera með að minnsta kosti 25 stig í leik, 8 fráköst í leik, 8 stoðsendingar í leik og 54 prósent skotnýtingu. LeBron var með 26,4 stig að meðaltali í leik í þeim 74 leikjum sem hann spilaði auk þess að taka 8,6 fráköst í leik, gefa 8,7 stoðsendingar í leik og hitta úr 54,8 prósent skotum sínum. James gerði þarna betur en allir og þar á meðal er fyrirmyndin hans Michael Jordan. Michael Jordan hafði komist næstur þessu með Chicago Bulls liðsins tímabilið 1988-89 en Jordan var þá 32,5 stig að meðaltali í leik auk þess að taka 8,0 fráköst í leik, gefa 8,0 stoðsendingar í leik og hitta úr 53,8 prósent skotum sínum. Einn annar hefur náð þessu með yfir 50 prósent skotnýtingu og fyrrnefnda tölfræði en það var Oscar Robertson með Cincinnati Royals 1962-63. Robertson var þá með 51,8 prósent skotnýtingu auk þess að skora 28,3 stig, taka 10,4 fráköst og gefa 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James var að hækka þessar tölur hjá sér verulega því í fyrravetur var hann „bara“ með 7,4 fráköst og 6,8 stoðsendingar í leik auk þess að skora 25,3 stig í leik og hitta úr 52 prósent skota sinna. Cleveland Cavaliers tapaði fjórum síðustu leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur aðeins unnið 9 af 22 leikjum sínum frá og með 4. mars. Frábær tölfræði LeBron James hefur ekki getað breytt því en hann spilaði reyndar ekki tvo síðustu leiki liðsins.Another historic season!LeBron is the first player in #NBA history with at least 25 PPG 8 RPG 8 APG and 54+ FG%! pic.twitter.com/QgNhtIBcqu— NBA.com/Stats (@nbastats) April 13, 2017
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira