Telja ferðaþjónustuna á Akranesi eflast með nýrri Reykjavíkurferju Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2017 09:00 Á fimm árum hafa um 40 þúsund manns heimsótt vitann á Akranesi sem Hilmar líkir við vitann á Gróttu. Mynd/ Hilmar sigvaldason Ný ferja sem mun sigla milli Reykjavíkur og Akraness verður tekin á leigu frá Noregi. Það verður dótturfyrirtæki Eimskips, Sæferðir, sem sér um rekstur ferjunnar. Reykjavíkurborg og Akranes tóku tilboði fyrirtækisins að undangengnu útboði. Siglt verður þrisvar á dag, tvisvar að morgni og einu sinni síðdegis. „Við vorum í Noregi í síðustu viku og sigldum einu skipi sem er svona heitast í þetta. Við tökum þetta skip á leigu í sex mánuði með kauprétti,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Siglingin á að geta tekið innan við 30 mínútur. Samkvæmt útboði fá Sæferðir allt að 30 milljónir króna samtals fyrir sex mánaða tímabil, helming frá hvoru sveitarfélagi. Þeir ferðaþjónustuaðilar á Akranesi sem Fréttablaðið ræddi við hafa væntingar um að ferjan muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum. „Ég hugsa að þetta muni til skemmri tíma hafa meiri áhrif á veitingaþjónustuna og almennan bæjarbrag. Fólk getur fengið þarna stutta ferð yfir og til baka,“ segir Eggert Herbertsson, sem rekur þrjú gistiheimili undir merkjum Stay Akranes.Hilmar SigvaldasonEggert telur siglingarnar geta aukið áhuga á dagsferðum til Akraness, á árlegt lopapeysuball og aðra viðburði tengda bæjarlífinu. Hins vegar þurfi að markaðssetja Akranes betur sem gististað til að ferjan hafi áhrif á eftirspurn eftir gistingu. „Ég veit ekki hversu auðvelt er að gera það fyrir þetta sumar og þetta verkefni er bara tilraun. En ef þetta yrði varanlegt þá hugsa ég að þetta gæti haft töluverð áhrif,“ segir Eggert. Hilmar Sigvaldason, sem rekur Vitann á Akranesi, telur að siglingarnar hafi góð áhrif á sinn rekstur. „Við erum líka að fara að fá skemmtiferðaskip í sumar. Þetta hjálpar allt saman til,“ segir hann. Hilmar segir Vitann vera svipaðan stað og Gróttu í Reykjavík. Þangað sæki fullt af fólki sem aldrei hafi séð sjó. Þá sé góður hljómburður í Vitanum og þar séu haldnir tónleikar reglulega. Hann segir 40 þúsund manns hafa sótt Vitann á síðustu fimm árum og býst við að ferjan muni auka aðsóknina. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Ný ferja sem mun sigla milli Reykjavíkur og Akraness verður tekin á leigu frá Noregi. Það verður dótturfyrirtæki Eimskips, Sæferðir, sem sér um rekstur ferjunnar. Reykjavíkurborg og Akranes tóku tilboði fyrirtækisins að undangengnu útboði. Siglt verður þrisvar á dag, tvisvar að morgni og einu sinni síðdegis. „Við vorum í Noregi í síðustu viku og sigldum einu skipi sem er svona heitast í þetta. Við tökum þetta skip á leigu í sex mánuði með kauprétti,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Siglingin á að geta tekið innan við 30 mínútur. Samkvæmt útboði fá Sæferðir allt að 30 milljónir króna samtals fyrir sex mánaða tímabil, helming frá hvoru sveitarfélagi. Þeir ferðaþjónustuaðilar á Akranesi sem Fréttablaðið ræddi við hafa væntingar um að ferjan muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum. „Ég hugsa að þetta muni til skemmri tíma hafa meiri áhrif á veitingaþjónustuna og almennan bæjarbrag. Fólk getur fengið þarna stutta ferð yfir og til baka,“ segir Eggert Herbertsson, sem rekur þrjú gistiheimili undir merkjum Stay Akranes.Hilmar SigvaldasonEggert telur siglingarnar geta aukið áhuga á dagsferðum til Akraness, á árlegt lopapeysuball og aðra viðburði tengda bæjarlífinu. Hins vegar þurfi að markaðssetja Akranes betur sem gististað til að ferjan hafi áhrif á eftirspurn eftir gistingu. „Ég veit ekki hversu auðvelt er að gera það fyrir þetta sumar og þetta verkefni er bara tilraun. En ef þetta yrði varanlegt þá hugsa ég að þetta gæti haft töluverð áhrif,“ segir Eggert. Hilmar Sigvaldason, sem rekur Vitann á Akranesi, telur að siglingarnar hafi góð áhrif á sinn rekstur. „Við erum líka að fara að fá skemmtiferðaskip í sumar. Þetta hjálpar allt saman til,“ segir hann. Hilmar segir Vitann vera svipaðan stað og Gróttu í Reykjavík. Þangað sæki fullt af fólki sem aldrei hafi séð sjó. Þá sé góður hljómburður í Vitanum og þar séu haldnir tónleikar reglulega. Hann segir 40 þúsund manns hafa sótt Vitann á síðustu fimm árum og býst við að ferjan muni auka aðsóknina.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira