Lag Jónsa í Sigur Rós mun hljóma í nýrri kvikmynd með Emmu Watson og Tom Hanks Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2017 14:51 Jón Þór Birgisson, Jónsi, spilar á tónleikum í Biddinghuizen í Hollandi í ágúst 2016. Vísir/Getty Lag eftir tónlistarmanninn Jónsa, sem gjarnan er kenndur við Sigur Rós, mun hljóma í kvikmyndinni The Circle. Pitchfork greinir frá. Með aðalhlutverk í myndinni fara ekki ómerkari leikarar en Emma Watson og Tom Hanks en leikstjóri er James Ponsoldt. Kvikmyndin er byggð á samnefndri skáldsögu Dave Eggers sem kom út árið 2013. Lag Jónsa, sem heitir fullu nafni Jón Þór Birgisson, er ný túlkun hans á laginu Simple Gifts, þekktu bandarísku trúarlagi frá 19. öld. Myndin verður frumsýnd þann 28. apríl næstkomandi. Á næstu mánuðum mun Jónsi svo halda áfram tónleikaferðalagi með hljómsveit sinni, Sigur Rós. Hægt er að hlusta á lag Jónsa á heimasíðu Pitchfork ef smellt er á hlekkinn ofar í fréttinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Lag eftir tónlistarmanninn Jónsa, sem gjarnan er kenndur við Sigur Rós, mun hljóma í kvikmyndinni The Circle. Pitchfork greinir frá. Með aðalhlutverk í myndinni fara ekki ómerkari leikarar en Emma Watson og Tom Hanks en leikstjóri er James Ponsoldt. Kvikmyndin er byggð á samnefndri skáldsögu Dave Eggers sem kom út árið 2013. Lag Jónsa, sem heitir fullu nafni Jón Þór Birgisson, er ný túlkun hans á laginu Simple Gifts, þekktu bandarísku trúarlagi frá 19. öld. Myndin verður frumsýnd þann 28. apríl næstkomandi. Á næstu mánuðum mun Jónsi svo halda áfram tónleikaferðalagi með hljómsveit sinni, Sigur Rós. Hægt er að hlusta á lag Jónsa á heimasíðu Pitchfork ef smellt er á hlekkinn ofar í fréttinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira