Trump-áhrifin jákvæð á fjármálakerfið Sæunn Gísladóttir skrifar 20. apríl 2017 07:00 Donald Trump hefur lofað skattalækkunum, og vonir eru um að þetta muni hafa jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. NordicPhotos/AFP Viðsnúningur varð á fyrsta fjórðungi þessa árs hjá stærstu bönkum Bandaríkjanna og kalla sérfræðingar þetta Trump-áhrifin. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti í janúarmánuði virðist trú markaðsaðila á bandarískum fjármálamörkuðum hafa aukist. Forsetinn lofaði skattalækkunum, og vonir eru um að þetta muni hafa jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Áhrif af Trump, sem og hærri vextir, ýttu undir hagstæðari niðurstöðu hjá bönkunum samkvæmt frétt City A.M. um málið. CNN greinir frá því að eftir að Trump tók við hafi markaðir tekið verulegan kipp. Í lok febrúar mældist Dow-vísitalan í sögulegri hæð tólf daga í röð. Þetta hefur einungis gerst þrisvar í 120 ára sögu vísitölunnar. Mest var hagnaðaraukningin á fyrsta ársfjórðungi hjá Goldman Sachs, um 80 prósent, og nam hagnaðurinn 2,26 milljörðum dollara. Tekjur Goldman námu 8,03 milljörðum dollara, og var bankinn sá eini með tekjur undir spám greiningaraðila. Forsvarsmenn JP Morgan greindu frá því fyrir helgi að hagnaður hefði aukist um 17 prósent milli ára og numið 6,5 milljörðum dollara. Tekjur jukust um 6,5 prósent milli ára og námu 24,7 milljörðum dollara. Tekjur viðskiptahluta bankans drógust saman um 20 prósent milli ára, en auknar tekjur í fjárfestingarhluta bankans drógu úr áhrifum þess.Hagnaður Citigroup jókst um 17 prósent milli ára og nam 4,1 milljarði dollara. Meðal drifkrafta þess voru auknar tekjur og minni kostnaður af lánsfé. Hagnaðurinn og tekjurnar voru umfram spá greiningaraðila Thomson Reuters. Afkoma Bank of America á fyrsta ársfjórðungi lá fyrir á þriðjudaginn og var umfram spár greiningaraðila í næstum öllum flokkum. Hagnaðurinn nam 4,35 milljörðum dollara, sem var 44 prósent aukning milli ára. Tekjur námu 22 milljörðum dollara sem var 7 prósenta aukning og útgjöld stóðu í stað. Útlán jukust um 6 prósent á tímabilinu. Sá eini af stærstu bönkum Bandaríkjanna sem bætti ekki afkomu sína var Wells Fargo, þriðji stærsti bankinn. Hagnaður hans stóð í stað. Líklega má rekja það til þess að bankinn er ennþá að jafna sig á hneykslismáli varðandi bókhald bankans, sem kom upp á síðasta ári. Morgan Stanley var síðastur í röðinni til að greina frá afkomu. Í gær var greint frá því að hagnaður bankans hefði numið 1,84 milljörðum dollara á tímabilinu og aukist um 74 prósent. Tekjur námu 9,75 milljörðum dollara og jukust um 25 prósent. Um er að ræða einn besta fjórðung hjá bankanum á síðastliðnum árum. Reuters greinir frá því að hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum hafi meðal annars ýtt undir þróunina. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Viðsnúningur varð á fyrsta fjórðungi þessa árs hjá stærstu bönkum Bandaríkjanna og kalla sérfræðingar þetta Trump-áhrifin. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti í janúarmánuði virðist trú markaðsaðila á bandarískum fjármálamörkuðum hafa aukist. Forsetinn lofaði skattalækkunum, og vonir eru um að þetta muni hafa jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Áhrif af Trump, sem og hærri vextir, ýttu undir hagstæðari niðurstöðu hjá bönkunum samkvæmt frétt City A.M. um málið. CNN greinir frá því að eftir að Trump tók við hafi markaðir tekið verulegan kipp. Í lok febrúar mældist Dow-vísitalan í sögulegri hæð tólf daga í röð. Þetta hefur einungis gerst þrisvar í 120 ára sögu vísitölunnar. Mest var hagnaðaraukningin á fyrsta ársfjórðungi hjá Goldman Sachs, um 80 prósent, og nam hagnaðurinn 2,26 milljörðum dollara. Tekjur Goldman námu 8,03 milljörðum dollara, og var bankinn sá eini með tekjur undir spám greiningaraðila. Forsvarsmenn JP Morgan greindu frá því fyrir helgi að hagnaður hefði aukist um 17 prósent milli ára og numið 6,5 milljörðum dollara. Tekjur jukust um 6,5 prósent milli ára og námu 24,7 milljörðum dollara. Tekjur viðskiptahluta bankans drógust saman um 20 prósent milli ára, en auknar tekjur í fjárfestingarhluta bankans drógu úr áhrifum þess.Hagnaður Citigroup jókst um 17 prósent milli ára og nam 4,1 milljarði dollara. Meðal drifkrafta þess voru auknar tekjur og minni kostnaður af lánsfé. Hagnaðurinn og tekjurnar voru umfram spá greiningaraðila Thomson Reuters. Afkoma Bank of America á fyrsta ársfjórðungi lá fyrir á þriðjudaginn og var umfram spár greiningaraðila í næstum öllum flokkum. Hagnaðurinn nam 4,35 milljörðum dollara, sem var 44 prósent aukning milli ára. Tekjur námu 22 milljörðum dollara sem var 7 prósenta aukning og útgjöld stóðu í stað. Útlán jukust um 6 prósent á tímabilinu. Sá eini af stærstu bönkum Bandaríkjanna sem bætti ekki afkomu sína var Wells Fargo, þriðji stærsti bankinn. Hagnaður hans stóð í stað. Líklega má rekja það til þess að bankinn er ennþá að jafna sig á hneykslismáli varðandi bókhald bankans, sem kom upp á síðasta ári. Morgan Stanley var síðastur í röðinni til að greina frá afkomu. Í gær var greint frá því að hagnaður bankans hefði numið 1,84 milljörðum dollara á tímabilinu og aukist um 74 prósent. Tekjur námu 9,75 milljörðum dollara og jukust um 25 prósent. Um er að ræða einn besta fjórðung hjá bankanum á síðastliðnum árum. Reuters greinir frá því að hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum hafi meðal annars ýtt undir þróunina.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira