Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2017 14:08 Sigur Rós á tónleikum. Vísir/Getty Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. Tónleikarnir verða haldnir dagana 27., 28., 29. og 30. desember en auk þess mun hljómsveitin standa fyrir ýmsum tónlistarviðburðum, innsetningum, dansi, kvikmyndasýningum og óvæntum uppákomum vina og samverkafólks Sigur Rósar í gegnum tíðina í öllum mögulegum og ómögulegum plássum sem finna má í Hörpu, að því er segir í tilkynningu frá hljómsveitinni.Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu verða þeir síðustu á átján mánaða tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um heiminn sem hófst um mitt síðasta ár. Þá verða liðin fimm ár síðan hljómsveitin kom fram á Íslandi. Nánari upplýsingar má nálgast á nordurognidur.is. Fjölmargir Íslendingar sáu Sigur Rós á tónleikum í Walt Disney tónlistarhöllinni í Los Angeles á dögunum þar sem sveitin spilaði með Fílharmóníusveit Los Angeles. Tónleikarnir þóttu takast mjög vel en þeir voru hluti af Reykjavík Music Festival sem fram fór í borginni og fjölmargir íslenskir listamenn tóku þátt í. Upptöku frá tónleikunum má sjá hér að neðan. Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. Tónleikarnir verða haldnir dagana 27., 28., 29. og 30. desember en auk þess mun hljómsveitin standa fyrir ýmsum tónlistarviðburðum, innsetningum, dansi, kvikmyndasýningum og óvæntum uppákomum vina og samverkafólks Sigur Rósar í gegnum tíðina í öllum mögulegum og ómögulegum plássum sem finna má í Hörpu, að því er segir í tilkynningu frá hljómsveitinni.Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu verða þeir síðustu á átján mánaða tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um heiminn sem hófst um mitt síðasta ár. Þá verða liðin fimm ár síðan hljómsveitin kom fram á Íslandi. Nánari upplýsingar má nálgast á nordurognidur.is. Fjölmargir Íslendingar sáu Sigur Rós á tónleikum í Walt Disney tónlistarhöllinni í Los Angeles á dögunum þar sem sveitin spilaði með Fílharmóníusveit Los Angeles. Tónleikarnir þóttu takast mjög vel en þeir voru hluti af Reykjavík Music Festival sem fram fór í borginni og fjölmargir íslenskir listamenn tóku þátt í. Upptöku frá tónleikunum má sjá hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira