Sóley, Pétur Ben og Vök á meðal þeirra sem hlutu styrk úr ferðatónlistarsjóði KEX Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2017 11:07 Styrkhafarnir á KEX í gær. vísir/anton brink Sjö tónlistarmenn- og hljómsveitir hlutu í gær styrki úr ferðatónlistarsjóði KEX. Er þetta í annað sinn sem sjóðurinn deilir út styrkjum til tónlistarfólks en eftirfarandi verkefni hlutu styrk í ár:Amiina samtals 250.000 krónur fyrir tónleikaferð til Kína.Sóley samtals 250.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu.Glerakur samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu.JFDR samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu.Milkywhale samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Kanada.Pétur Ben samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu.Vök samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu. Í tilkynningu frá KEX Hostel segir að sjóðurinn hafi verið stofnaður vegna þess að bæði gistiheimilið og veitingastaðurinn Sæmundur í sparifötunum hafi allt frá opnun árið 2011 „verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í hringiðu hinnar miklu grósku sem einkennir íslenskt tónlistarlíf. Starfsfólk KEX Hostels og Kexlands er afar þakklátt fyrir að fá að fylgjast með á hliðarlínunni og sjá íslenska tónlist dafna hérlendis sem og á erlendri grundu. Til þess að ítreka þakklæti sitt til íslensks tónlistarfólks KEX Hostel stofnaði fyrirtækið KEX Ferðasjóð í fyrra sem hefur að leiðarljósi að styrkja íslenskt tónlistarfólk til útrásar og styðja við bakið á þeim í tónleikaferðum. Í úthlutunarnefnd eru þau Arnar Eggert Thoroddssen, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Ragnheiður Eiríksdóttir, Lárus Bl. Sigurðsson og Benedikt Reynisson.“ Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sjö tónlistarmenn- og hljómsveitir hlutu í gær styrki úr ferðatónlistarsjóði KEX. Er þetta í annað sinn sem sjóðurinn deilir út styrkjum til tónlistarfólks en eftirfarandi verkefni hlutu styrk í ár:Amiina samtals 250.000 krónur fyrir tónleikaferð til Kína.Sóley samtals 250.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu.Glerakur samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu.JFDR samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu.Milkywhale samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Kanada.Pétur Ben samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu.Vök samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu. Í tilkynningu frá KEX Hostel segir að sjóðurinn hafi verið stofnaður vegna þess að bæði gistiheimilið og veitingastaðurinn Sæmundur í sparifötunum hafi allt frá opnun árið 2011 „verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í hringiðu hinnar miklu grósku sem einkennir íslenskt tónlistarlíf. Starfsfólk KEX Hostels og Kexlands er afar þakklátt fyrir að fá að fylgjast með á hliðarlínunni og sjá íslenska tónlist dafna hérlendis sem og á erlendri grundu. Til þess að ítreka þakklæti sitt til íslensks tónlistarfólks KEX Hostel stofnaði fyrirtækið KEX Ferðasjóð í fyrra sem hefur að leiðarljósi að styrkja íslenskt tónlistarfólk til útrásar og styðja við bakið á þeim í tónleikaferðum. Í úthlutunarnefnd eru þau Arnar Eggert Thoroddssen, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Ragnheiður Eiríksdóttir, Lárus Bl. Sigurðsson og Benedikt Reynisson.“
Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira