Hækkunin nemur 56 milljörðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Óljóst er hvort launahækkanirnar komi til með að hafa áhrif á verðlag. vísir/vilhelm Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 4,5% þann 1. maí samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands. Samtök atvinnulífsins telja að heildarlaunagreiðslur fyrirtækja á almennum markaði á árinu 2016 hafi numið 930 milljörðum króna og gera því ráð fyrir að hækkunin nemi 42 milljörðum króna, en um 56 milljörðum króna þegar mótframlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð er tekið með í reikninginn.Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild LandsbankansAri Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir erfitt að spá fyrir um áhrif hækkunarinnar á verðlag. „Þetta samhengi sem við þekktum að þjónusta og verð á vörum hækkaði daginn eftir launahækkun er bara ekki fyrir hendi,“ segir hann. Til útskýringa segir hann að við síðustu kjarasamninga, árið 2015, hafi verið gert ráð fyrir að launahækkunin færi beint inn í verðlagið. „En það gerðist ekki og síðan erum við búin að vera í hagkerfi sem er allt, allt öðruvísi en við höfum þekkt áður, út af gengisstyrkingunni. Það virðist vera að fyrirtækin hafi að jafnaði getað tekið launahækkanirnar síðustu tvö árin án þess að nokkuð gerðist,“ segir hann. Í aðdraganda síðustu kjarasamninga voru höfð uppi hörð varnaðarorð um áhrif kjarasamninga á verðbólguþróun. „Líkur á hagstæðu samspili lítillar innfluttrar verðbólgu og hóflegra kjarasamninga virðast nú hverfandi, enda hafa verðbólguvæntingar hækkað frá síðustu spá eftir að hafa lækkað í markmið í upphafi árs. Samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir markmið strax í upphafi næsta árs og líklegra er að verðbólga verði meiri en spáð er en að hún verði minni,“ sagði í yfirlýsingu peningastefnunefndar hinn 15. maí 2015. Var gert ráð fyrir að verðbólga yrði ríflega 3 prósent frá miðju ári 2016 fram á fyrsta fjórðung árið 2018. Í yfirlýsingu nefndarinnar hinn 10. júní 2015, þegar búið var að skrifa undir kjarasamninga, kom síðan fram að verðbólguhorfur hefðu versnað verulega, enda hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert hafði verið ráð fyrir í spá bankans. Allt frá því þetta var skrifað hefur tólf mánaða verðbólga ekki náð verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5 prósent. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar fór hún hæst upp í 2,2 prósent í ágúst 2015 og september 2016. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 4,5% þann 1. maí samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands. Samtök atvinnulífsins telja að heildarlaunagreiðslur fyrirtækja á almennum markaði á árinu 2016 hafi numið 930 milljörðum króna og gera því ráð fyrir að hækkunin nemi 42 milljörðum króna, en um 56 milljörðum króna þegar mótframlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð er tekið með í reikninginn.Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild LandsbankansAri Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir erfitt að spá fyrir um áhrif hækkunarinnar á verðlag. „Þetta samhengi sem við þekktum að þjónusta og verð á vörum hækkaði daginn eftir launahækkun er bara ekki fyrir hendi,“ segir hann. Til útskýringa segir hann að við síðustu kjarasamninga, árið 2015, hafi verið gert ráð fyrir að launahækkunin færi beint inn í verðlagið. „En það gerðist ekki og síðan erum við búin að vera í hagkerfi sem er allt, allt öðruvísi en við höfum þekkt áður, út af gengisstyrkingunni. Það virðist vera að fyrirtækin hafi að jafnaði getað tekið launahækkanirnar síðustu tvö árin án þess að nokkuð gerðist,“ segir hann. Í aðdraganda síðustu kjarasamninga voru höfð uppi hörð varnaðarorð um áhrif kjarasamninga á verðbólguþróun. „Líkur á hagstæðu samspili lítillar innfluttrar verðbólgu og hóflegra kjarasamninga virðast nú hverfandi, enda hafa verðbólguvæntingar hækkað frá síðustu spá eftir að hafa lækkað í markmið í upphafi árs. Samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir markmið strax í upphafi næsta árs og líklegra er að verðbólga verði meiri en spáð er en að hún verði minni,“ sagði í yfirlýsingu peningastefnunefndar hinn 15. maí 2015. Var gert ráð fyrir að verðbólga yrði ríflega 3 prósent frá miðju ári 2016 fram á fyrsta fjórðung árið 2018. Í yfirlýsingu nefndarinnar hinn 10. júní 2015, þegar búið var að skrifa undir kjarasamninga, kom síðan fram að verðbólguhorfur hefðu versnað verulega, enda hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert hafði verið ráð fyrir í spá bankans. Allt frá því þetta var skrifað hefur tólf mánaða verðbólga ekki náð verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5 prósent. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar fór hún hæst upp í 2,2 prósent í ágúst 2015 og september 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira