Kalla eftir því að upptökur af samskiptum Trump og Comey verði afhentar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. maí 2017 22:24 Donald Trump og James Comey. Vísir/AFP Þingmenn í Bandaríkjunum hafa kallað eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti afhendi allar upptökur af samskiptum sínum við James Comey, yfirmann Alríkislögreglunnar sem var rekinn í síðustu viku, séu þær á annað borð til. Trump gaf í skyn á Twitter eftir brottrekstur Comey að hann ætti upptökur af samtölum þeirra og varaði Comey við því að tala við fjölmiðla. Hvorki Trump sjálfur né talsmaður Hvíta hússins hefur viljað tjáð sig um hvort slíkar upptökur séu yfir höfuð til. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikana segir að Hvíta húsið verði að segja það hreint út hvort upptökurnar séu til. „Það þýðir ekki að reyna að vera sniðugur um svona upptökur. Ef það eru til einhverjar upptökur af samtalinu þá þarf að afhenda þær,“ sagði Graham í viðtali í þættinum Meet the Press á NBC. „Það er eins gott fyrir James Comey að ekki séu til neinar „upptökur“ af samtölum okkar áður en hann fer að leka þeim í fjölmiðla,“ tísti forsetinn.James Comey better hope that there are no "tapes" of our conversations before he starts leaking to the press!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2017 Mike Lee, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, tekur í sama streng og Graham og sagði að það væri óumflýjanlegt að Hvíta húsið þurfi að framvísa upptökunum, séu þær yfir höfuð til staðar. Hann sagði að upptökur samtala í Hvíta húsinu væri „ekki endilega besta hugmyndin.“ Brottreksturinn þykir hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hélt Comey meðal annars sjálfur í fyrstu að um hrekk væri að ræða. FBI er með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Í ljósi þess þykir brottrekstur Comey afar umdeildur og hefur hann verið harðlega gagnrýndur, þá sérstaklega af demókrötum. Comey sjálfur hefur reyndar einnig verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið með því að greina frá rannsókn á tölvupóstum Clinton, skömmu fyrir kosningar. Donald Trump Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Þingmenn í Bandaríkjunum hafa kallað eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti afhendi allar upptökur af samskiptum sínum við James Comey, yfirmann Alríkislögreglunnar sem var rekinn í síðustu viku, séu þær á annað borð til. Trump gaf í skyn á Twitter eftir brottrekstur Comey að hann ætti upptökur af samtölum þeirra og varaði Comey við því að tala við fjölmiðla. Hvorki Trump sjálfur né talsmaður Hvíta hússins hefur viljað tjáð sig um hvort slíkar upptökur séu yfir höfuð til. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikana segir að Hvíta húsið verði að segja það hreint út hvort upptökurnar séu til. „Það þýðir ekki að reyna að vera sniðugur um svona upptökur. Ef það eru til einhverjar upptökur af samtalinu þá þarf að afhenda þær,“ sagði Graham í viðtali í þættinum Meet the Press á NBC. „Það er eins gott fyrir James Comey að ekki séu til neinar „upptökur“ af samtölum okkar áður en hann fer að leka þeim í fjölmiðla,“ tísti forsetinn.James Comey better hope that there are no "tapes" of our conversations before he starts leaking to the press!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2017 Mike Lee, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, tekur í sama streng og Graham og sagði að það væri óumflýjanlegt að Hvíta húsið þurfi að framvísa upptökunum, séu þær yfir höfuð til staðar. Hann sagði að upptökur samtala í Hvíta húsinu væri „ekki endilega besta hugmyndin.“ Brottreksturinn þykir hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hélt Comey meðal annars sjálfur í fyrstu að um hrekk væri að ræða. FBI er með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Í ljósi þess þykir brottrekstur Comey afar umdeildur og hefur hann verið harðlega gagnrýndur, þá sérstaklega af demókrötum. Comey sjálfur hefur reyndar einnig verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið með því að greina frá rannsókn á tölvupóstum Clinton, skömmu fyrir kosningar.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02
Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30