Til skoðunar að breyta Söngvakeppninni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2017 13:07 Svala Björgvinsdóttir hlaut yfirburðarkosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún komst ekki upp úr undankeppni Eurovision í gærkvöldi. VÍSIR/ANDRI MARÍNÓ Til greina kemur að endurskoða fyrirkomulagið á undankeppni Eurovision, Söngvakeppninni, hér á landi, segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Ómögulegt sé þó að segja til um hvers vegna Íslendingar hafi ekki hlotið hljómgrunn annarra Evrópuþjóða – þrjú ár í röð.Allir möguleikar skoðaðir „Við gerum upp keppnina á hverju ári þegar hún er afstaðin. Við skoðum með opnum huga hvort það sé eitthvað sem við viljum breyta og hvort það sé eitthvað sem við getum lagtfært eða bætt sem geti aukið líkurnar á því að okkur gangi vel í keppninni úti,“ segir Skarphéðinn í samtali við fréttastofu. Allir möguleikar verði skoðaðir. „Markmiðið er að komast í úrslitin, lokaúrslitin, en þegar það gengur ekki eftir þá hljótum við að velta fyrir okkur hvort það sé eitthvað annað sem við þurfum að gera og hversu langt við viljum ganga til þess að auka líkurnar.“ Skarphéðinn segir hins vegar afar ólíklegt að Söngvakeppni Sjónvarpsins verði slegin af. „Við útilokum ekkert, en ég tel ólíklegt að við viljum fara þá leið. Það er einfaldlega vegna þess að áhuginn á söngvakeppninni er það mikill og við teljum mikilvægt að þjóðin fái að ráða því hvaða lag fer þarna út,“ segir hann.Ekki líklegt til vinsælda að fara í fyrra horf Þá yrði það ekki líklegt til vinsælda að velja sérstakt lag, eða að kaupa sérstakt lag, án aðkomu þjóðarinnar. „Ég er ekkert viss um að það myndi falla í neitt sérstaklega góðan jarðveg að fara aftur í fyrra horf þar sem það er keypt eitthvað sérstakt lag eða valið eitthvað sérstakt lag án aðkomu þjóðarinnar. Til dæmis að kaupa einhver sænsk lög eins og stundað er í Austur-Evrópu, sem við teljum að séu örugg til að vinna. Ef það gengur ekki eftir er ég viss um að viðbrögðin yrðu sterk og neikvæð.“ Að öðru leyti segist Skarphéðinn afar sáttur við frammistöðu Svölu Björgvinsdóttur. Bæði þjóðin og dómnefnd Söngvakeppninnar hafi verið sammála um að þetta hafi verið besta lagið og að Íslendingar megi vera stoltir af fulltrúa sínum. Næstu skref verði að skoða með opnum huga hvað hægt sé að gera til þess að bæta keppnina hér heima, og aðspurður segir hann koma til greina að gefa meiri slaka í reglum um keppnina. Eurovision Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Til greina kemur að endurskoða fyrirkomulagið á undankeppni Eurovision, Söngvakeppninni, hér á landi, segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Ómögulegt sé þó að segja til um hvers vegna Íslendingar hafi ekki hlotið hljómgrunn annarra Evrópuþjóða – þrjú ár í röð.Allir möguleikar skoðaðir „Við gerum upp keppnina á hverju ári þegar hún er afstaðin. Við skoðum með opnum huga hvort það sé eitthvað sem við viljum breyta og hvort það sé eitthvað sem við getum lagtfært eða bætt sem geti aukið líkurnar á því að okkur gangi vel í keppninni úti,“ segir Skarphéðinn í samtali við fréttastofu. Allir möguleikar verði skoðaðir. „Markmiðið er að komast í úrslitin, lokaúrslitin, en þegar það gengur ekki eftir þá hljótum við að velta fyrir okkur hvort það sé eitthvað annað sem við þurfum að gera og hversu langt við viljum ganga til þess að auka líkurnar.“ Skarphéðinn segir hins vegar afar ólíklegt að Söngvakeppni Sjónvarpsins verði slegin af. „Við útilokum ekkert, en ég tel ólíklegt að við viljum fara þá leið. Það er einfaldlega vegna þess að áhuginn á söngvakeppninni er það mikill og við teljum mikilvægt að þjóðin fái að ráða því hvaða lag fer þarna út,“ segir hann.Ekki líklegt til vinsælda að fara í fyrra horf Þá yrði það ekki líklegt til vinsælda að velja sérstakt lag, eða að kaupa sérstakt lag, án aðkomu þjóðarinnar. „Ég er ekkert viss um að það myndi falla í neitt sérstaklega góðan jarðveg að fara aftur í fyrra horf þar sem það er keypt eitthvað sérstakt lag eða valið eitthvað sérstakt lag án aðkomu þjóðarinnar. Til dæmis að kaupa einhver sænsk lög eins og stundað er í Austur-Evrópu, sem við teljum að séu örugg til að vinna. Ef það gengur ekki eftir er ég viss um að viðbrögðin yrðu sterk og neikvæð.“ Að öðru leyti segist Skarphéðinn afar sáttur við frammistöðu Svölu Björgvinsdóttur. Bæði þjóðin og dómnefnd Söngvakeppninnar hafi verið sammála um að þetta hafi verið besta lagið og að Íslendingar megi vera stoltir af fulltrúa sínum. Næstu skref verði að skoða með opnum huga hvað hægt sé að gera til þess að bæta keppnina hér heima, og aðspurður segir hann koma til greina að gefa meiri slaka í reglum um keppnina.
Eurovision Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira