Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Donald Trump, Theresa May, Recep Tayyip Erdogan, Bjarni Benediktsson og Viktor Orban voru á meðal viðstaddra á leiðtogafundi sem haldinn var í nýjum höfuðstöðvum NATO í Brussel í Belgíu í gær. Nordicphotos/AFP Allra augu voru á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) mættu til fundar í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær. Nýtti hann tækifærið til að endurtaka kunnuglegt stef sitt úr kosningabaráttunni um að hin aðildarríkin eyddu ekki nægilega miklu í varnarmál. „Það eru 23 aðildarríki af 28 sem borga ekki enn eins mikið og þau ættu að borga,“ sagði Trump. Hann bætti því við að ríkin skulduðu þar með framlög aftur í tímann en samkvæmt upplýsingum BBC er það hins vegar ekki rétt. Samkvæmt ársreikningi NATO frá því í fyrra er það aftur á móti rétt að einungis fimm aðildarríki eyddu þeim tveimur prósentum í varnarmál sem bandalagið miðar við. Það eru Bandaríkin, Bretland, Grikkland, Pólland og Eistland. Aftur á móti er um viðmið að ræða en ekki reglu. Ríkjum þar sem framlög til varnarmála eru minni en tvö prósent fjárlaga er því ekki refsað. Trump, sem gagnrýndur hefur verið fyrir samband sitt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, tjáði sig um framtíðarsýn sína á hlutverk NATO. „Atlantshafsbandalag framtíðarinnar þarf að einbeita sér verulega að hryðjuverkum og fólksflutningum sem og ógninni sem stafar af Rússum á austurlandamærum NATO.“ Forsetinn fundaði einnig með Donald Tusk, forseta Evrópuráðsins, og sagðist sá síðarnefndi ekki viss um að þeir hefðu sömu stefnu varðandi Rússland. „En þegar kemur að átökunum í Úkraínu erum við á sama máli,“ sagði Tusk eftir fundinn. Nýleg árás á ensku borgina Manchester kom einnig til tals. Sagði Trump að hryðjuverkamenn þyrfti að stöðva annars myndu atburðirnir í Manchester endurtaka sig endalaust. „Það flæða þúsundir á þúsundir ofan inn í lönd okkar og dreifa sér víða. Í mörgum tilfellum höfum við ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Við þurfum að vera hörð, við þurfum að vera sterk og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Trump. Upplýsingum um rannsóknina á árásinni hefur hins vegar verið lekið í bandaríska fjölmiðla. Hafa þeir meðal annars birt myndir og fréttir af rannsókninni sem Trump telur að ógni þjóðaröryggi. Þá þykir víst að lekarnir reyni á samband Bandaríkjanna og Bretlands. Sjálfur hefur Trump heitið því að lekamaðurinn, eða lekamennirnir, verði sóttir til saka. Þá hafa breskir miðlar greint frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sé afar ósátt og muni krefja Trump um útskýringar er þau hittast í Brussel. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Allra augu voru á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) mættu til fundar í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær. Nýtti hann tækifærið til að endurtaka kunnuglegt stef sitt úr kosningabaráttunni um að hin aðildarríkin eyddu ekki nægilega miklu í varnarmál. „Það eru 23 aðildarríki af 28 sem borga ekki enn eins mikið og þau ættu að borga,“ sagði Trump. Hann bætti því við að ríkin skulduðu þar með framlög aftur í tímann en samkvæmt upplýsingum BBC er það hins vegar ekki rétt. Samkvæmt ársreikningi NATO frá því í fyrra er það aftur á móti rétt að einungis fimm aðildarríki eyddu þeim tveimur prósentum í varnarmál sem bandalagið miðar við. Það eru Bandaríkin, Bretland, Grikkland, Pólland og Eistland. Aftur á móti er um viðmið að ræða en ekki reglu. Ríkjum þar sem framlög til varnarmála eru minni en tvö prósent fjárlaga er því ekki refsað. Trump, sem gagnrýndur hefur verið fyrir samband sitt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, tjáði sig um framtíðarsýn sína á hlutverk NATO. „Atlantshafsbandalag framtíðarinnar þarf að einbeita sér verulega að hryðjuverkum og fólksflutningum sem og ógninni sem stafar af Rússum á austurlandamærum NATO.“ Forsetinn fundaði einnig með Donald Tusk, forseta Evrópuráðsins, og sagðist sá síðarnefndi ekki viss um að þeir hefðu sömu stefnu varðandi Rússland. „En þegar kemur að átökunum í Úkraínu erum við á sama máli,“ sagði Tusk eftir fundinn. Nýleg árás á ensku borgina Manchester kom einnig til tals. Sagði Trump að hryðjuverkamenn þyrfti að stöðva annars myndu atburðirnir í Manchester endurtaka sig endalaust. „Það flæða þúsundir á þúsundir ofan inn í lönd okkar og dreifa sér víða. Í mörgum tilfellum höfum við ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Við þurfum að vera hörð, við þurfum að vera sterk og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Trump. Upplýsingum um rannsóknina á árásinni hefur hins vegar verið lekið í bandaríska fjölmiðla. Hafa þeir meðal annars birt myndir og fréttir af rannsókninni sem Trump telur að ógni þjóðaröryggi. Þá þykir víst að lekarnir reyni á samband Bandaríkjanna og Bretlands. Sjálfur hefur Trump heitið því að lekamaðurinn, eða lekamennirnir, verði sóttir til saka. Þá hafa breskir miðlar greint frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sé afar ósátt og muni krefja Trump um útskýringar er þau hittast í Brussel.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira