Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2017 21:45 Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur með ógnarhraða á næstu árum. Þetta segir Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður í fréttum Stöðvar 2 og hvetur sveitarstjórnarmenn til að hugsa málin upp á nýtt. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen kynnti nýlega sjálfkeyrandi rafbílinn Sedric en margir telja að með slíkum sjálfrennireiðum hylli undir samgöngubyltingu, eins og lesa má um í skýrslu RethinkX. Með framþróun í rafhlöðum, sjóntækni og gervigreind taki slíkir vagnar yfir stóran hluta fólksflutninga.Volkswagen kynnti Sedric á bílasýningu í Sviss fyrir tveimur mánuðum.Mynd/Volkswagen Group.Rekstrarhagfræðingurinn Frosti Sigurjónsson segir nýjustu spár gera ráð fyrir að þetta gerist mjög hratt. Nú líti út fyrir að sjálfakandi rafbílar verði komnir á göturnar árið 2020. „Og þeim muni fjölga með ógnarhraða eftir það, miklu hraðar en ný tækni venjulega. Þetta verði svokölluð umbylting bílgreinarinnar,” segir Frosti. Hann telur sjálfakandi leigubíla taka yfir almenningssamgöngur. Það verði ódýrara og þægilegra fyrir fólk að fá slíkan rafbíl beint heim að dyrum fremur en að nýta sér kerfi almenningsvagna í núverandi mynd með tilheyrandi biðstöðvum. „Það þurfa að vera stoppistöðvar þar sem við geymum fólk, farþegana, á lager. Þeir þurfa að bíða í sjö mínútur eða tíu mínútur, - eða í hálftíma um helgar. Allt þetta er úrelt. Við eigum ekki að þurfa að hafa þessa framtíðarsýn. Hún er fortíðin.” Á sama hátt sé fluglest til Keflavíkur óþarfa sóun. Markmiðum um minni mengun, öryggi og góða þjónustu sé öllum hægt að ná með sjálfakandi rafknúnum leigubílum, að mati Frosta. „Það er bara framtíðin sem er að koma. Og það væri mjög sorglegt að daginn sem við erum að opna léttlestakerfið, eða sporvagnakerfið, - búin að eyða í það 50 til 100 milljörðum, - þá komum við í þá opnun á sjálfakandi leigubíl því það ætlar enginn að nota léttlestina, eða léttvagnana. Það væri sorglegt. Endurskoðum þetta. Það er það sem ég segi.” Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. 28. maí 2016 07:00 Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur með ógnarhraða á næstu árum. Þetta segir Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður í fréttum Stöðvar 2 og hvetur sveitarstjórnarmenn til að hugsa málin upp á nýtt. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen kynnti nýlega sjálfkeyrandi rafbílinn Sedric en margir telja að með slíkum sjálfrennireiðum hylli undir samgöngubyltingu, eins og lesa má um í skýrslu RethinkX. Með framþróun í rafhlöðum, sjóntækni og gervigreind taki slíkir vagnar yfir stóran hluta fólksflutninga.Volkswagen kynnti Sedric á bílasýningu í Sviss fyrir tveimur mánuðum.Mynd/Volkswagen Group.Rekstrarhagfræðingurinn Frosti Sigurjónsson segir nýjustu spár gera ráð fyrir að þetta gerist mjög hratt. Nú líti út fyrir að sjálfakandi rafbílar verði komnir á göturnar árið 2020. „Og þeim muni fjölga með ógnarhraða eftir það, miklu hraðar en ný tækni venjulega. Þetta verði svokölluð umbylting bílgreinarinnar,” segir Frosti. Hann telur sjálfakandi leigubíla taka yfir almenningssamgöngur. Það verði ódýrara og þægilegra fyrir fólk að fá slíkan rafbíl beint heim að dyrum fremur en að nýta sér kerfi almenningsvagna í núverandi mynd með tilheyrandi biðstöðvum. „Það þurfa að vera stoppistöðvar þar sem við geymum fólk, farþegana, á lager. Þeir þurfa að bíða í sjö mínútur eða tíu mínútur, - eða í hálftíma um helgar. Allt þetta er úrelt. Við eigum ekki að þurfa að hafa þessa framtíðarsýn. Hún er fortíðin.” Á sama hátt sé fluglest til Keflavíkur óþarfa sóun. Markmiðum um minni mengun, öryggi og góða þjónustu sé öllum hægt að ná með sjálfakandi rafknúnum leigubílum, að mati Frosta. „Það er bara framtíðin sem er að koma. Og það væri mjög sorglegt að daginn sem við erum að opna léttlestakerfið, eða sporvagnakerfið, - búin að eyða í það 50 til 100 milljörðum, - þá komum við í þá opnun á sjálfakandi leigubíl því það ætlar enginn að nota léttlestina, eða léttvagnana. Það væri sorglegt. Endurskoðum þetta. Það er það sem ég segi.”
Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. 28. maí 2016 07:00 Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30
Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. 28. maí 2016 07:00
Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06