Krónan flýtur í svikalogni Sæunn Gísladóttir skrifar 23. maí 2017 06:00 Krónan hefur styrkst nokkuð rösklega það sem af er ári. vísir/valli „Ef þú ert staddur í miðju góðæri og ert með þrjár af stærstu greinunum, sjávarútveg, ferðaþjónustu og iðnað, í mjög erfiðu árferði, hver er þá undirstaða góðærisins? Ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Krónan hefur verið að styrkjast allverulega undanfarna mánuði og hélt styrkingin áfram í gær gagnvart helstu gjaldmiðlum heimshagkerfisins. Halldór Benjamín segir Samtök atvinnulífsins hafa haft áhyggjur af ástandinu í langan tíma.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/GVA„Krónan er búin að styrkjast alveg gríðarlega á undanförnu misseri. Ef þú horfir á þrjár stóru stoðir atvinnulífsins þá hefur þetta bein áhrif á sjávarútveginn, þetta mun hafa áhrif á ferðaþjónustuna ef þetta er ekki þegar byrjað að hafa áhrif þar. Svo stendur eftir íslenskur iðnaður sem er orðinn ósamkeppnisfær,“ segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins telja að stýrivextir þurfi að lækka hraðar. „Það yrði hvati til dæmis fyrir innlenda fjárfesta að fara utan með krónur, það myndi vera mótvægi við það innflæði sem á sér stað núna.“ Halldór Benjamín segir 0,25 prósenta lækkun, eins og Seðlabankinn tilkynnti um á síðasta vaxtaákvörðunarfundi, hafa nánast engin áhrif. Við séum með hæstu raunvexti allra okkar viðmiðunarlanda. „En ef þetta er fyrsta skrefið í vaxtalækkunarferli þá hefur það áhrif á væntingar á markaði og sálfræðileg áhrif.“ Hann telur að það liggi hjá Seðlabankanum að taka á neikvæðum áhrifum ef gengið verður of sterkt. Hann bendir þó á að ef fjármálaráðuneytið hefði lagt fram aðhaldssamari fjármálaáætlun til fimm ára þar sem skilað væri auknum afgangi hefði það að sjálfsögðu skilað rými til aukinnar vaxtalækkunar upp í hendurnar á Seðlabankanum. „Það er mikið af kjarasamningum lausum eða að losna, það er augljóst í mínum huga að það þarf að styðja við Seðlabankann við gerð kjarasamninga. Armar hagstjórnar þurfa að vinna saman,“ segir Halldór Benjamín. Í mars var þriggja manna verkefnisstjórn skipuð í tengslum við endurmat peningastefnunefndar. Nefndin, sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur er í forsvari fyrir, á að skila niðurstöðum í árslok. Nefndin á meðal annars að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við stöðugleika í hagkerfinu og þannig draga úr miklum sveiflum. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu verður nefndinni ekki gert að skila af sér fyrr þrátt fyrir áhyggjur aðila vinnumarkaðarins af genginu. Nefndin sé hvort sem er að vinna í miklum flýti og þurfi að eiga víðtækt samráð, einnig á enn eftir að finna erlenda ráðgjafa henni til aðstoðar. Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Ef þú ert staddur í miðju góðæri og ert með þrjár af stærstu greinunum, sjávarútveg, ferðaþjónustu og iðnað, í mjög erfiðu árferði, hver er þá undirstaða góðærisins? Ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Krónan hefur verið að styrkjast allverulega undanfarna mánuði og hélt styrkingin áfram í gær gagnvart helstu gjaldmiðlum heimshagkerfisins. Halldór Benjamín segir Samtök atvinnulífsins hafa haft áhyggjur af ástandinu í langan tíma.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/GVA„Krónan er búin að styrkjast alveg gríðarlega á undanförnu misseri. Ef þú horfir á þrjár stóru stoðir atvinnulífsins þá hefur þetta bein áhrif á sjávarútveginn, þetta mun hafa áhrif á ferðaþjónustuna ef þetta er ekki þegar byrjað að hafa áhrif þar. Svo stendur eftir íslenskur iðnaður sem er orðinn ósamkeppnisfær,“ segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins telja að stýrivextir þurfi að lækka hraðar. „Það yrði hvati til dæmis fyrir innlenda fjárfesta að fara utan með krónur, það myndi vera mótvægi við það innflæði sem á sér stað núna.“ Halldór Benjamín segir 0,25 prósenta lækkun, eins og Seðlabankinn tilkynnti um á síðasta vaxtaákvörðunarfundi, hafa nánast engin áhrif. Við séum með hæstu raunvexti allra okkar viðmiðunarlanda. „En ef þetta er fyrsta skrefið í vaxtalækkunarferli þá hefur það áhrif á væntingar á markaði og sálfræðileg áhrif.“ Hann telur að það liggi hjá Seðlabankanum að taka á neikvæðum áhrifum ef gengið verður of sterkt. Hann bendir þó á að ef fjármálaráðuneytið hefði lagt fram aðhaldssamari fjármálaáætlun til fimm ára þar sem skilað væri auknum afgangi hefði það að sjálfsögðu skilað rými til aukinnar vaxtalækkunar upp í hendurnar á Seðlabankanum. „Það er mikið af kjarasamningum lausum eða að losna, það er augljóst í mínum huga að það þarf að styðja við Seðlabankann við gerð kjarasamninga. Armar hagstjórnar þurfa að vinna saman,“ segir Halldór Benjamín. Í mars var þriggja manna verkefnisstjórn skipuð í tengslum við endurmat peningastefnunefndar. Nefndin, sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur er í forsvari fyrir, á að skila niðurstöðum í árslok. Nefndin á meðal annars að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við stöðugleika í hagkerfinu og þannig draga úr miklum sveiflum. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu verður nefndinni ekki gert að skila af sér fyrr þrátt fyrir áhyggjur aðila vinnumarkaðarins af genginu. Nefndin sé hvort sem er að vinna í miklum flýti og þurfi að eiga víðtækt samráð, einnig á enn eftir að finna erlenda ráðgjafa henni til aðstoðar.
Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53
Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30
Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45