„Fullt af lesbíum í tennis“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2017 10:00 Presturinn er ekki ánægð með lesbíurnar. vísir/getty Margaret Court, ein besta tenniskona sögunnar, er ekki sú vinsælasta innan íþróttarinnar þessa dagana eftir ummæli sín um hjónaband samkynhneigðra á dögunum. Hún bakkar ekkert með þau ummæli og bætir við: „Það er fullt af lesbíum í tennis.“ Ástralinn Court, sem á sínum tíma vann 24 risamót, starfar sem prestur í dag og hefur einnig látið út úr sér að transbörn séu sköpuð af myrkrahöfðingjanum sjálfum. Þessi 74 ára fyrrverandi tennisdrottning gerði allt vitlaust þegar hún sagðist aldrei aftur ætla að fljúga með flugfélaginu Qantas þar sem það styður við hjónaband samkynhneigðra. „Þegar ég var að spila voru bara nokkrar lesbíur. En þessar nokkrar sem voru á toppnum tóku yngri leikmenn með sér í veislur og þannig hluti. Það sem gerist á toppnum er oft það sem síðan dreifist út í íþróttina,“ sagði Court í viðtali við kristnu útvarpsstöðina Vision í Ástralíu en BBC greinir frá. Court er það stórt nafn í Ástralíu að einn vallanna á opna ástralska meistaramótinu, fyrsta risamóti hvers árs, var endurskírður Margaret Court-völlurinn henni til heiðurs árið 2003. Court vann opna ástralska mótið ellefu sinnum frá 1960-1973. Tvær af bestu tenniskonum allra tíma, Martina Navratilova og Billie Jean King, sem báðar eru samkynhneigðar, hafa kallað eftir því að nafn Court verði fjarlægt af vellinum vegna ummæla hennar. Ástralska tennissambandið hefur lýst því yfir að svo verði ekki. Nafnið stendur en sambandið segist ekki ætla að blanda sér í persónuleg málefni Court. Tennis Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Sjá meira
Margaret Court, ein besta tenniskona sögunnar, er ekki sú vinsælasta innan íþróttarinnar þessa dagana eftir ummæli sín um hjónaband samkynhneigðra á dögunum. Hún bakkar ekkert með þau ummæli og bætir við: „Það er fullt af lesbíum í tennis.“ Ástralinn Court, sem á sínum tíma vann 24 risamót, starfar sem prestur í dag og hefur einnig látið út úr sér að transbörn séu sköpuð af myrkrahöfðingjanum sjálfum. Þessi 74 ára fyrrverandi tennisdrottning gerði allt vitlaust þegar hún sagðist aldrei aftur ætla að fljúga með flugfélaginu Qantas þar sem það styður við hjónaband samkynhneigðra. „Þegar ég var að spila voru bara nokkrar lesbíur. En þessar nokkrar sem voru á toppnum tóku yngri leikmenn með sér í veislur og þannig hluti. Það sem gerist á toppnum er oft það sem síðan dreifist út í íþróttina,“ sagði Court í viðtali við kristnu útvarpsstöðina Vision í Ástralíu en BBC greinir frá. Court er það stórt nafn í Ástralíu að einn vallanna á opna ástralska meistaramótinu, fyrsta risamóti hvers árs, var endurskírður Margaret Court-völlurinn henni til heiðurs árið 2003. Court vann opna ástralska mótið ellefu sinnum frá 1960-1973. Tvær af bestu tenniskonum allra tíma, Martina Navratilova og Billie Jean King, sem báðar eru samkynhneigðar, hafa kallað eftir því að nafn Court verði fjarlægt af vellinum vegna ummæla hennar. Ástralska tennissambandið hefur lýst því yfir að svo verði ekki. Nafnið stendur en sambandið segist ekki ætla að blanda sér í persónuleg málefni Court.
Tennis Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Sjá meira