Rukkuðu 70 milljónir í Kerið Haraldur Guðmundsson skrifar 8. júní 2017 07:00 Eigendur Kersins í Grímsnesi hófu að rukka fyrir aðgang að eldgígnum sumarið 2013 og hafa fleiri landeigendur víða um land fylgt í kjölfarið. Aðgangseyrir í Kerið er nú 400 krónur með virðisaukaskatti. Vísir/Ernir Kerfélagið, eigandi Kersins í Grímsnesi, hagnaðist um 30 milljónir króna í fyrra þegar það rukkaði inn 70 milljónir í aðgangseyri. Tekjur félagsins jukust þá um 42 milljónir milli ára en að sögn Óskars Magnússonar, stjórnarformanns Kerfélagsins, heimsóttu um 150 þúsund manns eldgíginn í fyrra. Gjaldtaka er hafin á fleiri ferðamannastöðum á náttúruminjaskrá og aðrir landeigendur með áform um slíkt. „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu enda eru fram undan dýrar framkvæmdir. Við höfum átt fyrir öllu sem við höfum gert og ætlum að halda því áfram,“ segir Óskar, aðspurður hvort hann og aðrir eigendur Kerfélagsins, athafnamennirnir Sigurður Gísli Pálmason, Jón Pálmason og Ásgeir Bolli Kristinsson, ætli að greiða sér arð út úr félaginu. Gjaldtaka við Kerið hófst sumarið 2013 og er aðgangseyrir þar nú 400 krónur með virðisaukaskatti. Það er sama upphæð og landeigendur við Helgafell á Snæfellsnesi hófu að rukka þá sem ganga á fellið í mars síðastliðnum. Aðgangur að Víðgelmi í Hallmundarhrauni í Borgarfirði hefur síðan í maí í fyrra kostað 6.500 krónur. Um 8.000 manns skoðuðu hellinn í fyrra samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu The Cave sem sér um leiðsögn þar. Gjaldtaka í Raufarhólshelli í Þrengslum hófst í byrjun júní og þar kostar 4.900 krónur á mann. Að auki stendur til að rukka á bilinu 500 til 700 krónur fyrir notkun bílastæða við Seljalandsfoss, hefja gjaldtöku við Kolugljúfur í Víðidalsá í Húnaþingi vestra, og landeigendur við Reynisfjöru hafa boðað að bílastæðagjald verði innheimt. Í langflestum tilfellum hafa landeigendur gefið út að aðgangseyrir fari í að bæta aðstöðu til móttöku ferðafólks og verndun náttúrunnar fyrir átroðningi.Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins.„Eftir að Þingvellir fóru að taka gjald þá er þessi fyrirstaða sem var farin þegar sjálfur þjóðgarðurinn og ríkisvaldið gengur fram fyrir skjöldu,“ segir Óskar og vísar í að gjaldtaka fyrir bílastæði í þjóðgarðinum á Þingvöllum hófst um miðjan maí í fyrra. „Við höfum ekki sótt um neina styrki og byrjuðum strax sumarið 2013 á ýmsum endurbótum sem hefur verið haldið áfram eftir því sem tekjur hafa vaxið. Í fyrra reistum við viðamikinn pall á aðalútsýnissvæðinu og fyrsta áfanga að tröppum á neðsta svæði Kersins. Í það fengum við sérsmíðað úr íslensku lerki úr Kjarnaskógi. Síðan erum við á hverju ári að keyra fleiri hundruð hjólbörur af rauðamöl í stígana, höfum stækkað bílastæðið og ætlum að reisa klósett og aðstöðuhús fyrir starfsfólk um leið og leyfi skipulagsyfirvalda fæst. Þetta eru framkvæmdir fyrir tugi milljóna sem við erum búin að safna fyrir núna,“ segir Óskar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Kerfélagið, eigandi Kersins í Grímsnesi, hagnaðist um 30 milljónir króna í fyrra þegar það rukkaði inn 70 milljónir í aðgangseyri. Tekjur félagsins jukust þá um 42 milljónir milli ára en að sögn Óskars Magnússonar, stjórnarformanns Kerfélagsins, heimsóttu um 150 þúsund manns eldgíginn í fyrra. Gjaldtaka er hafin á fleiri ferðamannastöðum á náttúruminjaskrá og aðrir landeigendur með áform um slíkt. „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu enda eru fram undan dýrar framkvæmdir. Við höfum átt fyrir öllu sem við höfum gert og ætlum að halda því áfram,“ segir Óskar, aðspurður hvort hann og aðrir eigendur Kerfélagsins, athafnamennirnir Sigurður Gísli Pálmason, Jón Pálmason og Ásgeir Bolli Kristinsson, ætli að greiða sér arð út úr félaginu. Gjaldtaka við Kerið hófst sumarið 2013 og er aðgangseyrir þar nú 400 krónur með virðisaukaskatti. Það er sama upphæð og landeigendur við Helgafell á Snæfellsnesi hófu að rukka þá sem ganga á fellið í mars síðastliðnum. Aðgangur að Víðgelmi í Hallmundarhrauni í Borgarfirði hefur síðan í maí í fyrra kostað 6.500 krónur. Um 8.000 manns skoðuðu hellinn í fyrra samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu The Cave sem sér um leiðsögn þar. Gjaldtaka í Raufarhólshelli í Þrengslum hófst í byrjun júní og þar kostar 4.900 krónur á mann. Að auki stendur til að rukka á bilinu 500 til 700 krónur fyrir notkun bílastæða við Seljalandsfoss, hefja gjaldtöku við Kolugljúfur í Víðidalsá í Húnaþingi vestra, og landeigendur við Reynisfjöru hafa boðað að bílastæðagjald verði innheimt. Í langflestum tilfellum hafa landeigendur gefið út að aðgangseyrir fari í að bæta aðstöðu til móttöku ferðafólks og verndun náttúrunnar fyrir átroðningi.Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins.„Eftir að Þingvellir fóru að taka gjald þá er þessi fyrirstaða sem var farin þegar sjálfur þjóðgarðurinn og ríkisvaldið gengur fram fyrir skjöldu,“ segir Óskar og vísar í að gjaldtaka fyrir bílastæði í þjóðgarðinum á Þingvöllum hófst um miðjan maí í fyrra. „Við höfum ekki sótt um neina styrki og byrjuðum strax sumarið 2013 á ýmsum endurbótum sem hefur verið haldið áfram eftir því sem tekjur hafa vaxið. Í fyrra reistum við viðamikinn pall á aðalútsýnissvæðinu og fyrsta áfanga að tröppum á neðsta svæði Kersins. Í það fengum við sérsmíðað úr íslensku lerki úr Kjarnaskógi. Síðan erum við á hverju ári að keyra fleiri hundruð hjólbörur af rauðamöl í stígana, höfum stækkað bílastæðið og ætlum að reisa klósett og aðstöðuhús fyrir starfsfólk um leið og leyfi skipulagsyfirvalda fæst. Þetta eru framkvæmdir fyrir tugi milljóna sem við erum búin að safna fyrir núna,“ segir Óskar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira