Utanríkisráðherra bjartsýnn á samninga við Breta Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2017 21:00 Utanríkisráðherra telur að Íslendingar við nám og störf í Bretlandi þurfi ekki að óttast um sinn hag við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og er bjartsýnn á samninga um stöðu þeirra. Þá vonast hann til að hægt verði að ná hagstæðari fríverslunarsamningi við Breta um íslenskar sjávarafurðir en nú gildir. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tryggir Íslendingum aðgang að fjórfrelsinu svo kallaða. Þannig að íslendingar geta óheft farið til ríkja Evrópusambandsins og stundað þar nám eða atvinnu. Þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu breytist þetta gagnvart Bretlandi. Í dag eru rúmlega tvö þúsund Íslendingar við nám og störf á Bretlandseyjum og um eða yfir 900 Bretar eru á Íslandi í sama tilgangi. Samningar um réttindi íbúa Evrópusambandsins í Bretlandi og Breta í ríkjum sambandsins eru eitt af stóru málunum sem semja þarf um við útgöngu Breta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að á meðan Bretar séu í Evrópusambandinu geti Íslendingar ekki byrjað formlegar samningaviðræður við þá, hvorki einir né í samfloti með EFTA ríkjunum eða Evrópusambandinu. „Við höfum hins vegar haft samband við þá og átt óformlega fundi með breskum ráðamönnum og einnig ráðmenn frá Evrópusambandinu og öðrum ríkjum sem að málinu koma. Það hefur ekkert, hvorki þetta mál né annað komið upp sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Guðlaugur Þór. Hins vegar þurfi að semja um þessi mál. Þá liggi ekki fyrir hvort Íslendingar taki upp tvíhliða viðræður við Breta eða semji við þá í samfloti með hinum EFTA ríkjunum og jafnvel Evrópusambandinu. „Hvað heldur þú að sé besta leiðin? Aðalatriðið er að niðurstaðan verði góð, að við höfum samskiptin eins og þau hafa verið fram til þessa og helst betri. Vonandi munum við ná meiri markaðsaðgangi en við höfum núna. Þessi fyrstu skref gera það að verkum að maður er vongóður um að ná góðri niðurstöðu,“ segir utanríkisráðherra. Nú séu allir að tala við alla og undirbúa sig fyrir framhaldið. Þá þurfi Bretar á Íslandi ekki að óttast um stöðu sína. „Auðvitað viljum við að við njótum sömu réttinda í Bretlandi áfram eins og við höfum gert fram til þessa. Það sama á við um þá Breta sem hér eru. Þetta hefur verið gott fyrirkomulag sem allir hafa hagnast á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Brexit Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Sjá meira
Utanríkisráðherra telur að Íslendingar við nám og störf í Bretlandi þurfi ekki að óttast um sinn hag við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og er bjartsýnn á samninga um stöðu þeirra. Þá vonast hann til að hægt verði að ná hagstæðari fríverslunarsamningi við Breta um íslenskar sjávarafurðir en nú gildir. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tryggir Íslendingum aðgang að fjórfrelsinu svo kallaða. Þannig að íslendingar geta óheft farið til ríkja Evrópusambandsins og stundað þar nám eða atvinnu. Þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu breytist þetta gagnvart Bretlandi. Í dag eru rúmlega tvö þúsund Íslendingar við nám og störf á Bretlandseyjum og um eða yfir 900 Bretar eru á Íslandi í sama tilgangi. Samningar um réttindi íbúa Evrópusambandsins í Bretlandi og Breta í ríkjum sambandsins eru eitt af stóru málunum sem semja þarf um við útgöngu Breta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að á meðan Bretar séu í Evrópusambandinu geti Íslendingar ekki byrjað formlegar samningaviðræður við þá, hvorki einir né í samfloti með EFTA ríkjunum eða Evrópusambandinu. „Við höfum hins vegar haft samband við þá og átt óformlega fundi með breskum ráðamönnum og einnig ráðmenn frá Evrópusambandinu og öðrum ríkjum sem að málinu koma. Það hefur ekkert, hvorki þetta mál né annað komið upp sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Guðlaugur Þór. Hins vegar þurfi að semja um þessi mál. Þá liggi ekki fyrir hvort Íslendingar taki upp tvíhliða viðræður við Breta eða semji við þá í samfloti með hinum EFTA ríkjunum og jafnvel Evrópusambandinu. „Hvað heldur þú að sé besta leiðin? Aðalatriðið er að niðurstaðan verði góð, að við höfum samskiptin eins og þau hafa verið fram til þessa og helst betri. Vonandi munum við ná meiri markaðsaðgangi en við höfum núna. Þessi fyrstu skref gera það að verkum að maður er vongóður um að ná góðri niðurstöðu,“ segir utanríkisráðherra. Nú séu allir að tala við alla og undirbúa sig fyrir framhaldið. Þá þurfi Bretar á Íslandi ekki að óttast um stöðu sína. „Auðvitað viljum við að við njótum sömu réttinda í Bretlandi áfram eins og við höfum gert fram til þessa. Það sama á við um þá Breta sem hér eru. Þetta hefur verið gott fyrirkomulag sem allir hafa hagnast á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Brexit Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent