Byggingaráform ógna langtímamælingum Veðurstofunnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2017 16:00 Góðar samfelldar langtímamælingar hafa verið gerðar á mælireitnum við Veðurstofuna frá 1973. mynd/Þórður Arason/Veðurstofan Fyrirhuguð íbúðauppbygging á lóð Veðurstofunnar gæti þýtt að 45 ára samfelldri langtímamælingu hennar í Reykjavík verði kastað fyrir róða. Sérfræðingur Veðurstofunnar líkir þessu við „skemmdarverk“ á mæliröðinni. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir ekki hafa verið ákveðið að byggja á reitnum. Samfelldar veðurathuganir hafa verið gerðar í mælistöðinni sem er austan við Veðurstofuna í áratugi. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni, segir að langtímamæliröðin í Reykjavík hafi verið stöðug á þessum sama stað frá 1973. Upplýsingar um hitamet í Reykjavík komi til að mynda frá mælistöðinni. Samanburðarhæfar langtímamælingar eru nauðsynlegar, ekki síst nú á tímum loftslagsbreytinga á jörðinni. Því er ómetanlegt að hafa mælistöð sem hefur verið óbreytt á sama stað í lengri tíma. Halldór segir að slíkar stöðvar séu tiltölulega sjaldgæfar í heiminum. „Það er í grundvallaratriðum þannig að til að hafa samanburðarhæfar mælingar þá viltu hafa röð þar sem engu eða sem minnstu hefur verið breytt. Það að mála skýli eða opna það á öðrum tíma dags en áður er vandamál. Um leið og maður færir stöðina þarf maður að byrja upp á nýtt,“ segir Halldór um hversu viðkvæmar þessar langtímamælingar eru fyrir breytingum.Borgarstjóri stefnir á framkvæmdir strax á næsta áriNú er hins vegar útlit fyrir að nágrenni mælstöðvarinnar verði raskað með ófyrirséðum áhrifum á mæliröðina. Viljayfirlýsing sem ríkið og Reykjavíkurborg undirrituðu fyrir helgi felur meðal annars í sér skipulagningu undir tvö þúsund íbúðir á ríkisjörðum í borginni. Veðustofan stendur á einni þeirra jarða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði að hann vonaðist til að framkvæmdir við íbúðirnar gætu hafist strax á næsta ári svo þær gætu komist á markaðinn árið 2019 eða 2020 samkvæmt frétt RÚV af viljayfirlýsingunni.Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirÞurfa minnst sjö ára samanburðarmælingar fyrir flutning Halldór bendir aftur á móti á að hvorki aðal- né deiliskipulag geri ráð fyrir íbúðabyggð á Veðurstofureitnum. Gagnrýnir hann hversu brátt áformin beri að. Enginn hafi minnst á þetta við þá sem starfa við mælingarnar og úrvinnslu þeirra á Veðurstofunni. Hann bendir á að til þess að halda samfellunni í langtímaröðinni og valda ekki óbætanlegum skaða á henni þurfi fyrst að gera samanburðarmælingar á öðrum stað samhliða þeim sem nú er eru gerðar, helst yfir að minnsta kosti sjö ára skeið. Ekki sé hægt að færa stöðina þannig á nokkrum mánuðum. „Það er mjög stórt mál ef menn ætla sér allt í einu að gjörbreyta umhverfi reitsins á einu eða tveimur árum. Það er í raun og veru bara skemmdarverk á röðinni,“ segir Halldór.Borgin spurði sérstaklega um lóðina Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi kom fram að borgaryfirvöld hafi spurst fyrir um Veðurstofulóðina sérstaklega.Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.mynd/FjármálaráðuneytiðRáðuneytið hafi bent á að Veðurstofan væri með umfangsmiklar veðurmælingar á lóð stofnunarinnar og að gera mætti ráð fyrir að byggingarframkvæmdir á reitnum yllu umtalsverðri röskun á áratugalöngum mælingum. Útilokaði ráðuneytið þó ekki að skoða það mál í samráði við Veðurstofuna með þeim fyrirvara að borgin fyndi veðurmælingum stofnunarinnar annan hentugan stað og tæki þátt í þeim kostnaði sem slíkur flutningur hefði óhjákvæmilega í för með sér.Ýmsar ástæður fyrir að ekki hefur verið byggt á ríkisjörðunum Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir við Vísi að á þessu stigi málsins liggi aðeins viljayfirlýsing fyrir um að borgin kaupi ríkisjarðirnar til íbúðauppbyggingar. Ástæða sé fyrir því að ekki hafi verið byggt á sumum þessara jarða, til dæmis í tilfelli Veðurstofureitsins. Ekki komi fram í viljayfirlýsingunni að byggt verði á Veðurstofureitnum. Segir Gylfi að það mál verði skoðað. Ekki náðist strax samband við Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, við vinnslu fréttarinnar. Skipulag Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Fyrirhuguð íbúðauppbygging á lóð Veðurstofunnar gæti þýtt að 45 ára samfelldri langtímamælingu hennar í Reykjavík verði kastað fyrir róða. Sérfræðingur Veðurstofunnar líkir þessu við „skemmdarverk“ á mæliröðinni. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir ekki hafa verið ákveðið að byggja á reitnum. Samfelldar veðurathuganir hafa verið gerðar í mælistöðinni sem er austan við Veðurstofuna í áratugi. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni, segir að langtímamæliröðin í Reykjavík hafi verið stöðug á þessum sama stað frá 1973. Upplýsingar um hitamet í Reykjavík komi til að mynda frá mælistöðinni. Samanburðarhæfar langtímamælingar eru nauðsynlegar, ekki síst nú á tímum loftslagsbreytinga á jörðinni. Því er ómetanlegt að hafa mælistöð sem hefur verið óbreytt á sama stað í lengri tíma. Halldór segir að slíkar stöðvar séu tiltölulega sjaldgæfar í heiminum. „Það er í grundvallaratriðum þannig að til að hafa samanburðarhæfar mælingar þá viltu hafa röð þar sem engu eða sem minnstu hefur verið breytt. Það að mála skýli eða opna það á öðrum tíma dags en áður er vandamál. Um leið og maður færir stöðina þarf maður að byrja upp á nýtt,“ segir Halldór um hversu viðkvæmar þessar langtímamælingar eru fyrir breytingum.Borgarstjóri stefnir á framkvæmdir strax á næsta áriNú er hins vegar útlit fyrir að nágrenni mælstöðvarinnar verði raskað með ófyrirséðum áhrifum á mæliröðina. Viljayfirlýsing sem ríkið og Reykjavíkurborg undirrituðu fyrir helgi felur meðal annars í sér skipulagningu undir tvö þúsund íbúðir á ríkisjörðum í borginni. Veðustofan stendur á einni þeirra jarða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði að hann vonaðist til að framkvæmdir við íbúðirnar gætu hafist strax á næsta ári svo þær gætu komist á markaðinn árið 2019 eða 2020 samkvæmt frétt RÚV af viljayfirlýsingunni.Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirÞurfa minnst sjö ára samanburðarmælingar fyrir flutning Halldór bendir aftur á móti á að hvorki aðal- né deiliskipulag geri ráð fyrir íbúðabyggð á Veðurstofureitnum. Gagnrýnir hann hversu brátt áformin beri að. Enginn hafi minnst á þetta við þá sem starfa við mælingarnar og úrvinnslu þeirra á Veðurstofunni. Hann bendir á að til þess að halda samfellunni í langtímaröðinni og valda ekki óbætanlegum skaða á henni þurfi fyrst að gera samanburðarmælingar á öðrum stað samhliða þeim sem nú er eru gerðar, helst yfir að minnsta kosti sjö ára skeið. Ekki sé hægt að færa stöðina þannig á nokkrum mánuðum. „Það er mjög stórt mál ef menn ætla sér allt í einu að gjörbreyta umhverfi reitsins á einu eða tveimur árum. Það er í raun og veru bara skemmdarverk á röðinni,“ segir Halldór.Borgin spurði sérstaklega um lóðina Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi kom fram að borgaryfirvöld hafi spurst fyrir um Veðurstofulóðina sérstaklega.Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.mynd/FjármálaráðuneytiðRáðuneytið hafi bent á að Veðurstofan væri með umfangsmiklar veðurmælingar á lóð stofnunarinnar og að gera mætti ráð fyrir að byggingarframkvæmdir á reitnum yllu umtalsverðri röskun á áratugalöngum mælingum. Útilokaði ráðuneytið þó ekki að skoða það mál í samráði við Veðurstofuna með þeim fyrirvara að borgin fyndi veðurmælingum stofnunarinnar annan hentugan stað og tæki þátt í þeim kostnaði sem slíkur flutningur hefði óhjákvæmilega í för með sér.Ýmsar ástæður fyrir að ekki hefur verið byggt á ríkisjörðunum Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir við Vísi að á þessu stigi málsins liggi aðeins viljayfirlýsing fyrir um að borgin kaupi ríkisjarðirnar til íbúðauppbyggingar. Ástæða sé fyrir því að ekki hafi verið byggt á sumum þessara jarða, til dæmis í tilfelli Veðurstofureitsins. Ekki komi fram í viljayfirlýsingunni að byggt verði á Veðurstofureitnum. Segir Gylfi að það mál verði skoðað. Ekki náðist strax samband við Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, við vinnslu fréttarinnar.
Skipulag Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira