Ákvörðun Ríkislögreglustjóra byggð á upplýsingum sem erfitt er að fjalla um 16. júní 2017 18:45 Borgarstjóri og þingmaður Vinstri grænna segjast ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því hvers vegna sérsveitarmenn þurfi að hafa vopnin sýnileg á viðburðum í sumar. Ríkislögreglustjóri fundaði með Allsherjarnefnd Alþingis í dag en boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun vegna ákvörðunarinnar. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis klukkan níu í morgun vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn beri sýnilega skotvopn á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman í sumar. Þá var einnig til umræðu aukinn viðbúnaður almennrar löggæslu við sömu aðstæður. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, voru einnig boðuð til fundarins en þau hafa bæði gagnrýnt að borgaryfirvöld hafi ekki verið látin vita fyrir fram af ákvörðun Ríkislögreglustjóra. Eftir fundinn sagði Dagur enn ekki hafa skilning á ákvörðun Ríkislögreglustjóra. „Þarna kom þó fram að á hverjum tíma gæti lögreglan verið með upplýsingar sem hún gæti ekki deilt með öðrum og ég held að þessar umræður og þetta mál í heild sinni undirstriki að við þurfum að bæta samráðið og ferlana,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að loknum fundi í morgun. Dagur sagði að það væri breið samstaða um það að Ísland sé vopnlaust land og að yfirbragð almennrar löggæslu eigi að vera sýnilegt og vopnlaust en hitt eigi að heyra til algera undantekninga og þurfi að styðjast við sérstök rök. „Ég held að okkur hafi nú tekist bærilega upp við það að upplýsa, ég er ekki viss um að allir séu kannski sammála um það, en við fórum yfir rökin fyrir því að við erum með þessar ráðstafanir, tímabundið núna í sumar,“ sagði Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Haraldur segir að ákvörðun Ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð eftir verslunarmannahelgi en þá verði hættumat greiningardeildar embættisins endurskoðað. Hættumatið sem unnið var fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna viðburða í borginni í sumar hafi kallað á þessar aðgerðir. „Og hún er líka byggð á upplýsingum sem að við eigum erfitt með að fjalla um,“ segir Haraldur. Haraldur segir þó að megin ástæðan fyrir þessari ákvörðun hafi verið sú hryðjuverkaógn sem vofir yfir Evrópu og þeir hræðilegu atburði sem hafa átt sér stað á nágrannalöndunum að undanförnu. Hann ítrekar að embætti ríkislögreglustjóra búi ekki yfir upplýsingum um að hér á landi sé í undirbúningi ódæðisverk. „Ef að það væri þámyndum við greina frá því. Við viljum hafa varann á okkur og gera það sem við getum til þess að tryggja öryggi almennings því að sjálfsögðu er það hlutverk lögreglunnar,“ segir Haraldur. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna óskaði eftir fundi nefndarinnar með Ríkislögreglustjóra í dag en eftir hann segist Andrés enn ekki hafa fulla skilning á ákvörðun Ríkislögreglustjóra. „Ég er enn þá pínulítið að klóra mér í kollinum. Ég sé ekki til dæmis afhverju ekki myndi duga að hafa þessa vopnuðu sérsveitarmenn bara til taks, ekki á hátíðarsvæðinu heldur bara í sendibíl til hliðar,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17 Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21 Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Fleiri í stöðugu eftirliti lögreglunnar Vopnuð sérsveit verður áfram á fjölmennum viðburðum þar til annað verður ákveðið að sögn Ríkislögreglustjóra. Hann segir að fjölgað hafi á lista yfirvalda yfir vaktaða einstaklinga. 13. júní 2017 19:45 Borgarstjóri ekki látinn vita af vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segist ekki hafa verið látinn vita af áætlunum lögreglunnar um vopnaburð á fjöldasamkomum í sumar. 14. júní 2017 19:30 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Borgarstjóri og þingmaður Vinstri grænna segjast ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því hvers vegna sérsveitarmenn þurfi að hafa vopnin sýnileg á viðburðum í sumar. Ríkislögreglustjóri fundaði með Allsherjarnefnd Alþingis í dag en boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun vegna ákvörðunarinnar. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis klukkan níu í morgun vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn beri sýnilega skotvopn á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman í sumar. Þá var einnig til umræðu aukinn viðbúnaður almennrar löggæslu við sömu aðstæður. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, voru einnig boðuð til fundarins en þau hafa bæði gagnrýnt að borgaryfirvöld hafi ekki verið látin vita fyrir fram af ákvörðun Ríkislögreglustjóra. Eftir fundinn sagði Dagur enn ekki hafa skilning á ákvörðun Ríkislögreglustjóra. „Þarna kom þó fram að á hverjum tíma gæti lögreglan verið með upplýsingar sem hún gæti ekki deilt með öðrum og ég held að þessar umræður og þetta mál í heild sinni undirstriki að við þurfum að bæta samráðið og ferlana,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að loknum fundi í morgun. Dagur sagði að það væri breið samstaða um það að Ísland sé vopnlaust land og að yfirbragð almennrar löggæslu eigi að vera sýnilegt og vopnlaust en hitt eigi að heyra til algera undantekninga og þurfi að styðjast við sérstök rök. „Ég held að okkur hafi nú tekist bærilega upp við það að upplýsa, ég er ekki viss um að allir séu kannski sammála um það, en við fórum yfir rökin fyrir því að við erum með þessar ráðstafanir, tímabundið núna í sumar,“ sagði Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Haraldur segir að ákvörðun Ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð eftir verslunarmannahelgi en þá verði hættumat greiningardeildar embættisins endurskoðað. Hættumatið sem unnið var fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna viðburða í borginni í sumar hafi kallað á þessar aðgerðir. „Og hún er líka byggð á upplýsingum sem að við eigum erfitt með að fjalla um,“ segir Haraldur. Haraldur segir þó að megin ástæðan fyrir þessari ákvörðun hafi verið sú hryðjuverkaógn sem vofir yfir Evrópu og þeir hræðilegu atburði sem hafa átt sér stað á nágrannalöndunum að undanförnu. Hann ítrekar að embætti ríkislögreglustjóra búi ekki yfir upplýsingum um að hér á landi sé í undirbúningi ódæðisverk. „Ef að það væri þámyndum við greina frá því. Við viljum hafa varann á okkur og gera það sem við getum til þess að tryggja öryggi almennings því að sjálfsögðu er það hlutverk lögreglunnar,“ segir Haraldur. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna óskaði eftir fundi nefndarinnar með Ríkislögreglustjóra í dag en eftir hann segist Andrés enn ekki hafa fulla skilning á ákvörðun Ríkislögreglustjóra. „Ég er enn þá pínulítið að klóra mér í kollinum. Ég sé ekki til dæmis afhverju ekki myndi duga að hafa þessa vopnuðu sérsveitarmenn bara til taks, ekki á hátíðarsvæðinu heldur bara í sendibíl til hliðar,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17 Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21 Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Fleiri í stöðugu eftirliti lögreglunnar Vopnuð sérsveit verður áfram á fjölmennum viðburðum þar til annað verður ákveðið að sögn Ríkislögreglustjóra. Hann segir að fjölgað hafi á lista yfirvalda yfir vaktaða einstaklinga. 13. júní 2017 19:45 Borgarstjóri ekki látinn vita af vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segist ekki hafa verið látinn vita af áætlunum lögreglunnar um vopnaburð á fjöldasamkomum í sumar. 14. júní 2017 19:30 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17
Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46
Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21
Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13
Fleiri í stöðugu eftirliti lögreglunnar Vopnuð sérsveit verður áfram á fjölmennum viðburðum þar til annað verður ákveðið að sögn Ríkislögreglustjóra. Hann segir að fjölgað hafi á lista yfirvalda yfir vaktaða einstaklinga. 13. júní 2017 19:45
Borgarstjóri ekki látinn vita af vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segist ekki hafa verið látinn vita af áætlunum lögreglunnar um vopnaburð á fjöldasamkomum í sumar. 14. júní 2017 19:30
Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00