Vodkaframleiðandi notfærir sér tengsl Trump við Rússland Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2017 15:43 Donald Trump Bandaríkjaforseti í garðinum fyrir utan Hvíta húsið í gær. Vísir/getty Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. Herferðin hefur aðeins verið gangsett í Bandaríkjunum en í henni sjást myndir af vodkaflösku frá fyrirtækinu ásamt textanum „Framleitt í Ameríku en við myndum glöð ræða tengsl okkar við Rússland, eiðsvarin.“Smirnoff's new ad campaign pic.twitter.com/IPEwbLJFlq— Robbie Gramer (@RobbieGramer) June 11, 2017 Smirnoff var stofnað í Moskvu, höfuðborg Rússlands, árið 1864 og er einn vinsælasti áfengisframleiðandi í heimi. Auglýsingin er vísun í rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og þingnefndum á tengslum forsetans við Rússa. Nýlega mætti fyrrverandi forstjóri FBI, James Comey, frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar og lýsti þar samskiptum sínum við Trump eiðsvarinn. Samkvæmt Comey á forsetinn að hafa sagst vonast til að Comey myndi hætta rannsókn á tengslum Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, við Rússa. Comey varð ekki við þeirri beiðni og var rekinn skömmu síðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar öllum ásökunum Comey. Þá sagðist Trump í síðustu viku vera sjálfur tilbúinn til að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við Comey. Ljóst er að þessi atburðarás hefur veitt markaðsdeild vodkaframleiðandans Smirnoff innblástur. Donald Trump Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38 Trump segist tilbúinn að ræða samskipti sín við Comey eiðsvarinn Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist tilbúinn að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 9. júní 2017 20:00 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira
Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. Herferðin hefur aðeins verið gangsett í Bandaríkjunum en í henni sjást myndir af vodkaflösku frá fyrirtækinu ásamt textanum „Framleitt í Ameríku en við myndum glöð ræða tengsl okkar við Rússland, eiðsvarin.“Smirnoff's new ad campaign pic.twitter.com/IPEwbLJFlq— Robbie Gramer (@RobbieGramer) June 11, 2017 Smirnoff var stofnað í Moskvu, höfuðborg Rússlands, árið 1864 og er einn vinsælasti áfengisframleiðandi í heimi. Auglýsingin er vísun í rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og þingnefndum á tengslum forsetans við Rússa. Nýlega mætti fyrrverandi forstjóri FBI, James Comey, frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar og lýsti þar samskiptum sínum við Trump eiðsvarinn. Samkvæmt Comey á forsetinn að hafa sagst vonast til að Comey myndi hætta rannsókn á tengslum Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, við Rússa. Comey varð ekki við þeirri beiðni og var rekinn skömmu síðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar öllum ásökunum Comey. Þá sagðist Trump í síðustu viku vera sjálfur tilbúinn til að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við Comey. Ljóst er að þessi atburðarás hefur veitt markaðsdeild vodkaframleiðandans Smirnoff innblástur.
Donald Trump Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38 Trump segist tilbúinn að ræða samskipti sín við Comey eiðsvarinn Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist tilbúinn að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 9. júní 2017 20:00 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira
Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32
Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01
Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38
Trump segist tilbúinn að ræða samskipti sín við Comey eiðsvarinn Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist tilbúinn að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 9. júní 2017 20:00