Hátt settir stafsmenn Barclays í Bretlandi ákærðir fyrir fjársvik og ólöglega ráðgjafagreiðslu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. júní 2017 08:51 Stjórnarmeðlimir bankans eru sakaðir um að hafa greitt fé fyrir ráðgjöf frá Qatar ásamt því að hafa veitt Qatar fyrirframgreitt tveggja milljarða punda lán eftir að búið var að semja um fjáröflunina. Mynd/AP Bankinn Barclays PLC í Bretlandi, ásamt fjórum fyrrum stjórnendum bankans, hefur verið ákærður fyrir áform um fjársvik ásamt því að fá ólöglega fjárhagsaðstoð. Ákæran kemur í kjölfar fimm ára rannsóknar sem tengdist fjáröflun fyrirtækisins frá Qatar í júní og nóvember árið 2008. BBC greinir frá. Hátt settir starfsmenn bankans ásamt forstjóra bankans eru sakaðir um að hafa greitt fé fyrir ráðgjöf frá Qatar ásamt því að hafa veitt Qatar fyrirframgreitt tveggja milljarða punda lán eftir að búið var að semja um fjáröflunina. Stjórnarmeðlimir bankans hafi því beinlínis greitt Qatar hluta af því fjármagni sem átti að fara til bankans.Hvattir til að styrkja bankann Rannsóknarnefnd fjársvika hefur því meðal annars rannsakað hvort að greiðsla bankans til Qatar á þessum tíma hafi verið einskonar hvatning til þess að styrkja bankann en samtals fékk bankinn 7 milljarða punda frá Qatar árið 2008. Þessi fjárhæð gerði Barclays kleift að komast undan því að ríkið skipti sér af málefnum hans á tímum kreppunnar. Fyrrum forstjóri bankans John Varley er einn þeirra fjögurra sem mun mæta fyrir dóm í London þann 3 júlí næstkomandi. Hann hafið unnið sem forstjóri bankans í sex ár. Þeir Roger Jenkins, Thomas Kalaris, fyrrum framkvæmdarstjóri eignadeildar bankans og Richard Boath, fyrrum framkvæmdarstjóri Evrópudeildar bankans, hafa einnig allir hlotið ákæru fyrir áform um fjársvik í fjáröfluninni í júní 2008. Að auki hafa Varley og Jenkins verið ákærðir fyrir áform um fjársvik í fjáröfluninni í lok árs 2008. Lögfræðingur Jenkins, Brad Kaufman, hefur tjáð sig um málið og segir að hann muni halda uppi sterkum vörnum fyrir skjólstæðing sinn. Hann nefndi að Jenkins hefði á þessum tíma sótt ráðgjöf hjá lögfræðingum, erlendis sem og í Bretlandi, varðandi þau málefni er vörðuðu fjáröflun fyrirtækisins á þessum tíma. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bankinn Barclays PLC í Bretlandi, ásamt fjórum fyrrum stjórnendum bankans, hefur verið ákærður fyrir áform um fjársvik ásamt því að fá ólöglega fjárhagsaðstoð. Ákæran kemur í kjölfar fimm ára rannsóknar sem tengdist fjáröflun fyrirtækisins frá Qatar í júní og nóvember árið 2008. BBC greinir frá. Hátt settir starfsmenn bankans ásamt forstjóra bankans eru sakaðir um að hafa greitt fé fyrir ráðgjöf frá Qatar ásamt því að hafa veitt Qatar fyrirframgreitt tveggja milljarða punda lán eftir að búið var að semja um fjáröflunina. Stjórnarmeðlimir bankans hafi því beinlínis greitt Qatar hluta af því fjármagni sem átti að fara til bankans.Hvattir til að styrkja bankann Rannsóknarnefnd fjársvika hefur því meðal annars rannsakað hvort að greiðsla bankans til Qatar á þessum tíma hafi verið einskonar hvatning til þess að styrkja bankann en samtals fékk bankinn 7 milljarða punda frá Qatar árið 2008. Þessi fjárhæð gerði Barclays kleift að komast undan því að ríkið skipti sér af málefnum hans á tímum kreppunnar. Fyrrum forstjóri bankans John Varley er einn þeirra fjögurra sem mun mæta fyrir dóm í London þann 3 júlí næstkomandi. Hann hafið unnið sem forstjóri bankans í sex ár. Þeir Roger Jenkins, Thomas Kalaris, fyrrum framkvæmdarstjóri eignadeildar bankans og Richard Boath, fyrrum framkvæmdarstjóri Evrópudeildar bankans, hafa einnig allir hlotið ákæru fyrir áform um fjársvik í fjáröfluninni í júní 2008. Að auki hafa Varley og Jenkins verið ákærðir fyrir áform um fjársvik í fjáröfluninni í lok árs 2008. Lögfræðingur Jenkins, Brad Kaufman, hefur tjáð sig um málið og segir að hann muni halda uppi sterkum vörnum fyrir skjólstæðing sinn. Hann nefndi að Jenkins hefði á þessum tíma sótt ráðgjöf hjá lögfræðingum, erlendis sem og í Bretlandi, varðandi þau málefni er vörðuðu fjáröflun fyrirtækisins á þessum tíma.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira