Hugsanaflutningur mögulegur fyrr en okkur grunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2017 11:23 Skýringarmyndir Openwater eru eins og úr vísindaskáldskap. Openwater Ímyndaðu þér að hugsanaflutningur væri raunverulegur. Þú gætir til að mynda flutt hugsanir þínar í tölvu eða til annarrar manneskju - með hugsuninni einni saman. Stofnandi fyrirtækisins Openwater, Mary Lou Jepsen, segir að fólk þurfi ekki að bíða í meira en 8 ár áður en þetta verði orðið að veruleika. Jepsen en sprenglærð og á langan feril í tæknigeiranum. Hún hefur til að mynda starfað fyrir Facebook, sýndarveruleikafyrirtækið Oculus, Google og Intel. Þá hefur hún einnig kennt í MIT og er eigandi rúmlega 100 einkaleyfa. Hún sagði skilið við Facebook árið 2016 til að stofna Openwater. Markmið fyrirtækisins er að draga úr kostnaði við hverskyns myndatökur í heilbrigðiskerfinu. „Við komumst í stuttu máli að því hvernig hægt væri að setja tæknina að baki segulómun - sem alla jafna er bundin við tæki sem kostar milljónir dala - inn í húfu, sagði Jepsen í samtali við CNBC en hún vinnur nú að frumgerð tækninnar.Mary Lou Jepsen á langan feril í tæknigeiranum að baki.Vísir/gettyEn hvað hefur það með hugsanalestur að gera? Jepsen útskýrir að segulómunartæknin getur nú þegar lesið hugsanir þínar. „Ef ég setti þig í segulómtæki núna gæti ég sagði þér hvað þú værir að fara að segja, hvaða myndir þú sæir fyrir þér og hvaða tónlist þú værir að hugsa um,“ segir Jepsen. „Þetta er tæknin í dag og ég er að smækka hana.“ Hún segir að markmiði sé að tæknin, sem komið hefur verið fyrir í húfunni, geti einn daginn bæði lesið okkar eigin hugsanir, sem og hugsanir annarra. Draumurinn sé að hægt verði síðan flytja þessar hugsanir á milli. Ef draumur hennar verður að veruleika má gera ráð fyrir því að þegar hægt verði að deila hugmyndum og hugsunum á ógnarhraða muni það flýta öllu ferlinu á bakvið sköpun, lærdóm og samskipti. Það taki sinn tíma í dag að deila hugmyndum, hvort sem það er skriflega eða með öðrum samskiptum. Hugsanaflutningur er hins vegar tafarlaus. Nánar má fræðast um rannsóknir Jepsen á vef CNBC. Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ímyndaðu þér að hugsanaflutningur væri raunverulegur. Þú gætir til að mynda flutt hugsanir þínar í tölvu eða til annarrar manneskju - með hugsuninni einni saman. Stofnandi fyrirtækisins Openwater, Mary Lou Jepsen, segir að fólk þurfi ekki að bíða í meira en 8 ár áður en þetta verði orðið að veruleika. Jepsen en sprenglærð og á langan feril í tæknigeiranum. Hún hefur til að mynda starfað fyrir Facebook, sýndarveruleikafyrirtækið Oculus, Google og Intel. Þá hefur hún einnig kennt í MIT og er eigandi rúmlega 100 einkaleyfa. Hún sagði skilið við Facebook árið 2016 til að stofna Openwater. Markmið fyrirtækisins er að draga úr kostnaði við hverskyns myndatökur í heilbrigðiskerfinu. „Við komumst í stuttu máli að því hvernig hægt væri að setja tæknina að baki segulómun - sem alla jafna er bundin við tæki sem kostar milljónir dala - inn í húfu, sagði Jepsen í samtali við CNBC en hún vinnur nú að frumgerð tækninnar.Mary Lou Jepsen á langan feril í tæknigeiranum að baki.Vísir/gettyEn hvað hefur það með hugsanalestur að gera? Jepsen útskýrir að segulómunartæknin getur nú þegar lesið hugsanir þínar. „Ef ég setti þig í segulómtæki núna gæti ég sagði þér hvað þú værir að fara að segja, hvaða myndir þú sæir fyrir þér og hvaða tónlist þú værir að hugsa um,“ segir Jepsen. „Þetta er tæknin í dag og ég er að smækka hana.“ Hún segir að markmiði sé að tæknin, sem komið hefur verið fyrir í húfunni, geti einn daginn bæði lesið okkar eigin hugsanir, sem og hugsanir annarra. Draumurinn sé að hægt verði síðan flytja þessar hugsanir á milli. Ef draumur hennar verður að veruleika má gera ráð fyrir því að þegar hægt verði að deila hugmyndum og hugsunum á ógnarhraða muni það flýta öllu ferlinu á bakvið sköpun, lærdóm og samskipti. Það taki sinn tíma í dag að deila hugmyndum, hvort sem það er skriflega eða með öðrum samskiptum. Hugsanaflutningur er hins vegar tafarlaus. Nánar má fræðast um rannsóknir Jepsen á vef CNBC.
Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira