Hildur frumsýnir nýtt myndband: „Búið að vera fáránlega gott ár“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júlí 2017 11:30 Hildur er ein vinsælasta söngkona landsins. Tónlistarkonan Hildur frumsýnir í dag tónlistarmyndband sitt við lagið Full of You. Lagið er af stuttskífu Hildar Heart to Heart sem kom út nýlega. Myndbandið var gert af þeim Baldvini Vernharðssyni og Herði Frey Brynjarssyni sem saman mynda Eyk Studio. Í myndbandinu gefur að sjá danshópinn GRRRRLS fara á kostum - en allir meðlimir hópsins eru á aldrinum 14-16 ára. Hildur var staðráðin í að fá þær til þess að koma fram í tónlistarmyndbandi sínu eftir að hún sá danssýningu þeirra í Tjarnarbíói. „Ég fór á danssýninguna GRRRLS sem sett var upp í tengslum við Reykjavík Dance Festival og heillaðist alveg, enda eru þær allar á aldrinum 14-16 ára og það er eitthvað svo fáránlega kúl við þær. Þær eru mjög einlægar og flottar og ekki að reyna að vera neitt annað en þær eru. Verkið rifjaði upp fyrir mér fullt af tilfinningum frá því ég var unglingsstelpa,“ segir söngkonan. Danshöfundurinn og höfundur verksins GRRRLS Ásrún Magnúsdóttir samdi dansinn með stelpunum og staðfærðu þær einn dansinn úr sýningunni að lagi Hildar. Myndbandið var tekið upp í Tjarnarbíói. „Stelpurnar stóðu sig frábærlega og öll framkvæmd gekk eins og smurð vél. Útkoman var svo algjörlega mögnuð og finnst mér stelpurnar og dansinn þeirra taka lagið algjörlega á næsta stig.“ Framundan hjá Hildi er margt á dagskrá. „Akkúrat núna er ég í fríi í Serbíu en á næstu vikum er nóg að gera, Þjóðhátíð í fyrsta skipti, fullt af öðrum tónleikum og ný tónlist. Þetta er búið að vera fáránlega gott ár og það verður bara betra.“ Hér að neðan má sjá myndbandið nýja. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppnu Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarkonan Hildur frumsýnir í dag tónlistarmyndband sitt við lagið Full of You. Lagið er af stuttskífu Hildar Heart to Heart sem kom út nýlega. Myndbandið var gert af þeim Baldvini Vernharðssyni og Herði Frey Brynjarssyni sem saman mynda Eyk Studio. Í myndbandinu gefur að sjá danshópinn GRRRRLS fara á kostum - en allir meðlimir hópsins eru á aldrinum 14-16 ára. Hildur var staðráðin í að fá þær til þess að koma fram í tónlistarmyndbandi sínu eftir að hún sá danssýningu þeirra í Tjarnarbíói. „Ég fór á danssýninguna GRRRLS sem sett var upp í tengslum við Reykjavík Dance Festival og heillaðist alveg, enda eru þær allar á aldrinum 14-16 ára og það er eitthvað svo fáránlega kúl við þær. Þær eru mjög einlægar og flottar og ekki að reyna að vera neitt annað en þær eru. Verkið rifjaði upp fyrir mér fullt af tilfinningum frá því ég var unglingsstelpa,“ segir söngkonan. Danshöfundurinn og höfundur verksins GRRRLS Ásrún Magnúsdóttir samdi dansinn með stelpunum og staðfærðu þær einn dansinn úr sýningunni að lagi Hildar. Myndbandið var tekið upp í Tjarnarbíói. „Stelpurnar stóðu sig frábærlega og öll framkvæmd gekk eins og smurð vél. Útkoman var svo algjörlega mögnuð og finnst mér stelpurnar og dansinn þeirra taka lagið algjörlega á næsta stig.“ Framundan hjá Hildi er margt á dagskrá. „Akkúrat núna er ég í fríi í Serbíu en á næstu vikum er nóg að gera, Þjóðhátíð í fyrsta skipti, fullt af öðrum tónleikum og ný tónlist. Þetta er búið að vera fáránlega gott ár og það verður bara betra.“ Hér að neðan má sjá myndbandið nýja.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppnu Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira