Google "Facebook-væðir“ viðmót sitt Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2017 23:57 Google ætlar að taka Facebook sér til fyrirmyndar og mun bæta fréttaveitu við viðmót sitt. Google Google kynnti í dag einstaklingssniðna fréttaveitu, líkt og þá sem notendur þekkja af Facebook. Fyrst um sinn verður veitunni komið fyrir í Google-smáforritinu fyrir iOS og Android-tæki en fyrirtækið hefur í hyggju að bæta henni einnig við Google-heimasíðuna. Viðbótinni er ætlað að sýna notendum efni sem þeir gætu haft áhuga á áður en þeir slá orð inn í leitarvélina. Fréttaveitan mun til að mynda birta fréttir, myndbönd og tónlist sem allt verður sérvalið á grundvelli leitarorða sem viðkomandi notendur hafa áður slegið inn í leitarvélina. Þó er sérstaklega tekið fram að fréttir sem birtast verði úr smiðju fjölmiðla úr mörgum áttum svo fólk geti fylgt efnisveitum sem bjóði upp á fjölbreytt sjónarhorn. Þá verður notendum gert kleift að „fylgja“ ákveðnum leitarniðurstöðum til að sníða fréttaveituna betur að áhugasviðum sínum. Heimasíða Google er sú vefsíða á netinu sem fær flestar heimsóknir en hún hefur hingað til verið þekkt fyrir stílhreint viðmót. Með nýju fréttaveitunni verður ef til vill breyting þar á. Þá hefur fréttastofa Breska ríkisútvarpsins ekki fengið staðfest hvort Google muni birta auglýsingar í veitunni líkt og fyrirmyndin, Facebook. Hægt er að kynna sér nýjungina frekar í tilkynningu frá Google. Google Tækni Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Google kynnti í dag einstaklingssniðna fréttaveitu, líkt og þá sem notendur þekkja af Facebook. Fyrst um sinn verður veitunni komið fyrir í Google-smáforritinu fyrir iOS og Android-tæki en fyrirtækið hefur í hyggju að bæta henni einnig við Google-heimasíðuna. Viðbótinni er ætlað að sýna notendum efni sem þeir gætu haft áhuga á áður en þeir slá orð inn í leitarvélina. Fréttaveitan mun til að mynda birta fréttir, myndbönd og tónlist sem allt verður sérvalið á grundvelli leitarorða sem viðkomandi notendur hafa áður slegið inn í leitarvélina. Þó er sérstaklega tekið fram að fréttir sem birtast verði úr smiðju fjölmiðla úr mörgum áttum svo fólk geti fylgt efnisveitum sem bjóði upp á fjölbreytt sjónarhorn. Þá verður notendum gert kleift að „fylgja“ ákveðnum leitarniðurstöðum til að sníða fréttaveituna betur að áhugasviðum sínum. Heimasíða Google er sú vefsíða á netinu sem fær flestar heimsóknir en hún hefur hingað til verið þekkt fyrir stílhreint viðmót. Með nýju fréttaveitunni verður ef til vill breyting þar á. Þá hefur fréttastofa Breska ríkisútvarpsins ekki fengið staðfest hvort Google muni birta auglýsingar í veitunni líkt og fyrirmyndin, Facebook. Hægt er að kynna sér nýjungina frekar í tilkynningu frá Google.
Google Tækni Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira