1600 gráða heitur málmur lak eftir gólfinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. júlí 2017 10:17 "Þetta er aðeins hættulegt ef menn hafa ekki þekkingu á aðstæðum," segir Kristleifur. vísir/jói k. Bráðinn málmur flæddi úr ofni í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Málmurinn var 1600 gráða heitur en starfsmönnum tókst sjálfum að ná tökum á honum áður en slökkvilið bar að garði, að sögn Kristleifs Andréssonar, umhverfis- og öryggisstjóra verksmiðjunnar.Eldglæringar eins og af stjörnuljósum „Það sem það gerðist í nótt var að það yfirfylltist deigla, sem er ílátið sem málmurinn rennur í, þannig að málmurinn fór á gólfið. Hann er 1600 gráðu heitur þannig að þegar hann lendir á gólfinu þá gýs upp gríðarlegur reykur og það verða eldglæringar eins og af stjörnuljósum,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi verið um eiginlegan eldsvoða að ræða. Kristleifur segir hárrétt viðbrögð starfsmanna hafa skipt sköpum. „Þeir slökktu á ofninum, rýmdu bygginguna og kölluðu til viðbragðsaðila. Reykurinn hvarf fljótt og þá fóru þeir sjálfir inn og náðu tökum á málminum sjálfum.“ Aðspurður segir hann starfsfólk hafa mikla þekkingu á hvernig bregðast skuli við í aðstæðum sem þessum og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Þetta er aðeins hættulegt ef menn hafa ekki þekkingu á aðstæðum. Bráðinn málmur er auðvitað stórhættulegur ef þú nálgast hann of mikið en menn sem þekkja aðstæður og vita hvernig málmurinn hagar sér eru ekki í hættu.“Þriðja ferðin á þremur mánuðum Um er að ræða þriðja útkall slökkviliðsins að verksmiðjunni á þremur mánuðum. Hinn 4. apríl síðastliðinn kviknaði eldur í vörubrettum og lagði þá talsverðan reyk frá kísilverinu. Tveimur vikum síðar varð mikill eldsvoði og ákvað Umhverfisstofnun þá að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Aðspurður hvort öryggismálum sé ábótavant segir Kristleifur svo ekki vera. „Það kviknaði þarna fyrst í rusli og þá tókst starfsmönnum sjálfum að slökkva eldinn. Svo kom eldsvoði en í dag varð enginn eldur. Það hefur bara orðið tjón af eldi einu sinni. Þannig að það er bara rangt að segja að það hafi orðið eldsvoði aftur og aftur.“ Tengdar fréttir United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42 Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Eldur kviknaði í United Silicon Mikinn reyk barst frá eldinum og þurftu starfsmennirnir frá að hörfa. 17. júlí 2017 04:19 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Bráðinn málmur flæddi úr ofni í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Málmurinn var 1600 gráða heitur en starfsmönnum tókst sjálfum að ná tökum á honum áður en slökkvilið bar að garði, að sögn Kristleifs Andréssonar, umhverfis- og öryggisstjóra verksmiðjunnar.Eldglæringar eins og af stjörnuljósum „Það sem það gerðist í nótt var að það yfirfylltist deigla, sem er ílátið sem málmurinn rennur í, þannig að málmurinn fór á gólfið. Hann er 1600 gráðu heitur þannig að þegar hann lendir á gólfinu þá gýs upp gríðarlegur reykur og það verða eldglæringar eins og af stjörnuljósum,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi verið um eiginlegan eldsvoða að ræða. Kristleifur segir hárrétt viðbrögð starfsmanna hafa skipt sköpum. „Þeir slökktu á ofninum, rýmdu bygginguna og kölluðu til viðbragðsaðila. Reykurinn hvarf fljótt og þá fóru þeir sjálfir inn og náðu tökum á málminum sjálfum.“ Aðspurður segir hann starfsfólk hafa mikla þekkingu á hvernig bregðast skuli við í aðstæðum sem þessum og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Þetta er aðeins hættulegt ef menn hafa ekki þekkingu á aðstæðum. Bráðinn málmur er auðvitað stórhættulegur ef þú nálgast hann of mikið en menn sem þekkja aðstæður og vita hvernig málmurinn hagar sér eru ekki í hættu.“Þriðja ferðin á þremur mánuðum Um er að ræða þriðja útkall slökkviliðsins að verksmiðjunni á þremur mánuðum. Hinn 4. apríl síðastliðinn kviknaði eldur í vörubrettum og lagði þá talsverðan reyk frá kísilverinu. Tveimur vikum síðar varð mikill eldsvoði og ákvað Umhverfisstofnun þá að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Aðspurður hvort öryggismálum sé ábótavant segir Kristleifur svo ekki vera. „Það kviknaði þarna fyrst í rusli og þá tókst starfsmönnum sjálfum að slökkva eldinn. Svo kom eldsvoði en í dag varð enginn eldur. Það hefur bara orðið tjón af eldi einu sinni. Þannig að það er bara rangt að segja að það hafi orðið eldsvoði aftur og aftur.“
Tengdar fréttir United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42 Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Eldur kviknaði í United Silicon Mikinn reyk barst frá eldinum og þurftu starfsmennirnir frá að hörfa. 17. júlí 2017 04:19 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Eldur kviknaði í United Silicon Mikinn reyk barst frá eldinum og þurftu starfsmennirnir frá að hörfa. 17. júlí 2017 04:19
Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47