Íslenskt hey og vatn flutt til Hollands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2017 20:39 Hestarnir nítján sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi með knöpum sínum fara út með flugi í fyrramálið. Þrjú tonn af íslensku heyi og eitt tonn af íslensku vatni fer með hrossunum, auk fóðurbætis. Landslið Íslands í hestaíþróttum kom nýlega saman á bænum Grænhóli í Ölfusi þar sem dýralæknaskoðun fór fram en Helgi Sigurðsson er dýralæknir liðsins. Hver hestur fær hestapassa með sér til Hollands sem er vottaður af Mast og Bændasamtökum Íslands. Heimsmeistaramótið verður haldið dagana 7. til 14. ágúst. „Þessi passi fylgir þessum hesti alla ævi. Ef hann týnir honum á hann að fá nýjan. Hérna eru allar bólusetningar færðar inn og ef þessir hestar fara á mót einhvers staðar annars staðar í Evrópu, þá skulu þeir hafa þennan passa með,“ segir Helgi. Erlendur Árnason er járningameistari landliðsins. Hann mun fá skammirnar ef skeifa dettur undan á keppnisvellinum. „Já, það er gott að hafa einhvern til að kenna um fyrir knapana. Þá losna þeir við smá stress,“ segir Erlendur. Mikið af allskonar búnaði fylgir landsliðinu en sérstaka athygli vekur að þrjú tonn af íslensku heyi fer með liðinu en það gefur Vilhjálmur Þórarinsson í Litlu-Tungu. Þá fer liðið með 1 tonn af íslensku vatni fyrir keppnishestana. En hestarnir fá ekki að koma aftur heim til Íslands, er það ekki sorglegt ? „Þessir hestar fara yfirleitt á það góða staði, og oft á staði þar sem menn þekkjast og annað, en auðvitað tekur það aðeins í að þurfa að skilja eftir hesta sem að menn eru búnir að vera með lengi og svo framvegis, segir Páll Bragi Hólmarsson, landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins. Sigurður Vignir Matthíasson, knapi lofar góðum árangri í Hollandi. „Það eru allir ferskir og kátir og mikil stemning í hópnum. Við erum bara að fara að gera stóra hluti,“ segir Sigurður. Hestar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hestarnir nítján sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi með knöpum sínum fara út með flugi í fyrramálið. Þrjú tonn af íslensku heyi og eitt tonn af íslensku vatni fer með hrossunum, auk fóðurbætis. Landslið Íslands í hestaíþróttum kom nýlega saman á bænum Grænhóli í Ölfusi þar sem dýralæknaskoðun fór fram en Helgi Sigurðsson er dýralæknir liðsins. Hver hestur fær hestapassa með sér til Hollands sem er vottaður af Mast og Bændasamtökum Íslands. Heimsmeistaramótið verður haldið dagana 7. til 14. ágúst. „Þessi passi fylgir þessum hesti alla ævi. Ef hann týnir honum á hann að fá nýjan. Hérna eru allar bólusetningar færðar inn og ef þessir hestar fara á mót einhvers staðar annars staðar í Evrópu, þá skulu þeir hafa þennan passa með,“ segir Helgi. Erlendur Árnason er járningameistari landliðsins. Hann mun fá skammirnar ef skeifa dettur undan á keppnisvellinum. „Já, það er gott að hafa einhvern til að kenna um fyrir knapana. Þá losna þeir við smá stress,“ segir Erlendur. Mikið af allskonar búnaði fylgir landsliðinu en sérstaka athygli vekur að þrjú tonn af íslensku heyi fer með liðinu en það gefur Vilhjálmur Þórarinsson í Litlu-Tungu. Þá fer liðið með 1 tonn af íslensku vatni fyrir keppnishestana. En hestarnir fá ekki að koma aftur heim til Íslands, er það ekki sorglegt ? „Þessir hestar fara yfirleitt á það góða staði, og oft á staði þar sem menn þekkjast og annað, en auðvitað tekur það aðeins í að þurfa að skilja eftir hesta sem að menn eru búnir að vera með lengi og svo framvegis, segir Páll Bragi Hólmarsson, landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins. Sigurður Vignir Matthíasson, knapi lofar góðum árangri í Hollandi. „Það eru allir ferskir og kátir og mikil stemning í hópnum. Við erum bara að fara að gera stóra hluti,“ segir Sigurður.
Hestar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira