Stofna nýtt útgáfufyrirtæki Stefán Árni Pálsson skrifar 26. júlí 2017 16:30 Tónlistarmaðurinn Indriði er einn af þeim sem eru á mála hjá figureight. figureight Stofnað hefur verið nýtt útgáfufyrirtæki sem ber nafnið figureight en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Að baki fyrirtækisins standa Shahzad Ismaily og Hildur Maral Hamíðsdóttir. Shahzad er tónlistarmaður og sannkallaður Íslandsvinur sem hefur spilað með fjölmörgum íslenskum listamönnum undanfarin ár, en jafnframt getið sér gott orð með listamönnum á borð við Bonnie ‘Prince’ Billy, Lou Reed, Tom Waits og John Zorn. Hildur hefur starfað við tónlist í 13 ár, til að mynda innan plötufyrirtækja, sem umboðsmaður, við kynningarstörf og tónlistarhátíðir. Í tilkynningunni segir að Figureight leggi mikið upp úr að vinna náið með listamönnum útgáfunnar og þeirra listrænu sýn. „Þó að listamennirnir séu á víð og dreif í landafræðilegum skilningi sem og í hljóðheiminum sem þeir skapa þá á tónlistin það sameiginlegt að vera einlæg, einstök og einkar áhugaverð,“ segir í tilkynningunni. Útgáfan er þegar með átta listamenn á sínum snærum og deilist þjóðerni þeirra jafnt á Ísland og Bandaríkin. Á hennar vegum hafa þegar komið út platan Makríl eftir Indriða auk þess sem plata JFDR frá því í mars, Brazil, kom út í samstarfi við fyrirtækið. Fleiri plötur eru væntanlegar á næstu mánuðum og verður tilkynnt um þær síðar.figureight á Facebookfigureight á TwitterHeimasíða figureight Tónlist Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Stofnað hefur verið nýtt útgáfufyrirtæki sem ber nafnið figureight en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Að baki fyrirtækisins standa Shahzad Ismaily og Hildur Maral Hamíðsdóttir. Shahzad er tónlistarmaður og sannkallaður Íslandsvinur sem hefur spilað með fjölmörgum íslenskum listamönnum undanfarin ár, en jafnframt getið sér gott orð með listamönnum á borð við Bonnie ‘Prince’ Billy, Lou Reed, Tom Waits og John Zorn. Hildur hefur starfað við tónlist í 13 ár, til að mynda innan plötufyrirtækja, sem umboðsmaður, við kynningarstörf og tónlistarhátíðir. Í tilkynningunni segir að Figureight leggi mikið upp úr að vinna náið með listamönnum útgáfunnar og þeirra listrænu sýn. „Þó að listamennirnir séu á víð og dreif í landafræðilegum skilningi sem og í hljóðheiminum sem þeir skapa þá á tónlistin það sameiginlegt að vera einlæg, einstök og einkar áhugaverð,“ segir í tilkynningunni. Útgáfan er þegar með átta listamenn á sínum snærum og deilist þjóðerni þeirra jafnt á Ísland og Bandaríkin. Á hennar vegum hafa þegar komið út platan Makríl eftir Indriða auk þess sem plata JFDR frá því í mars, Brazil, kom út í samstarfi við fyrirtækið. Fleiri plötur eru væntanlegar á næstu mánuðum og verður tilkynnt um þær síðar.figureight á Facebookfigureight á TwitterHeimasíða figureight
Tónlist Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira