Eigandinn að umtalaðasta jeppa landsins gaf sig fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2017 15:17 Ökumaðurinn og félagar hans halda niður Esjuna eftir að þeir festu bílinn á laugardaginn.Skemmdirnar á gróðrinum eru vel sýnilegar. Leifur Hákonarson Ökumaður og eigandi að Toyota Land Cruser jeppa sem setið hefur fastur í hlíðum Esjunnar síðan á laugardag gaf sig fram við lögregluna í Grafarvogi eftir hádegi í dag. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir manninn hafa hringt í lögreglu og í framhaldinu mætt á stöðina og gefið skýrslu vegna málsins. Að sögn Ásgeirs Péturs ók maðurinn gamlan vegarslóða sem hefur verið í Esjunni frá því á stríðsárunum. Hann var með farþega með sér í bílnum og ók upp slóðann töluverða vegalengd. Á tíma verður vegaslóðinn ógreinilegur og þar virðist sem lukka ökumannsins og félaga hafi farið sígandi. Jeppanum var ekið áleiðis niður fjallið en festist svo í mýri, þar sem hann hefur verið fastur síðan. Málið er upplýst en enn er óljóst hvernig og hvenær bíllinn verður færður úr Esjunni og á göturnar.Jeppinn er fastur í mýri á milli göngustíganna tveggja upp að Steini eins og sést á þessu korti úr Lightroom.Leifur Skarphéðinsson„Við erum að reyna að finna einhvern aðila með spil til að krækja. Það er ekki hægt að fara alveg að bílnum nema að skemma helling til viðbótar,“ segir Ásgeir Pétur. Vísar hann þar til þeirra skemmda sem sjá má í hlíðum Esjunnar eftir jeppann. Líklegasta lendingin sé að keyra bíl með spil framan á upp stíginn, leggja reipi í jeppann og reyna að ná honum þannig upp úr mýrinni. Ásgeir Pétur hefur starfað hjá lögreglu í á fjórða áratug. Aðspurður hvort þetta mál sé með þeim sérstakari í starfinu segir hann svo margt koma upp í starfi lögreglumannsins. „En það er svolítið sérstakt að láta sér detta það í huga að fara alla leið þangað upp.“ Lögreglufulltrúinn segir manninn geta átt von á kæru fyrir utanvegaakstur. Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35 Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ökumaður og eigandi að Toyota Land Cruser jeppa sem setið hefur fastur í hlíðum Esjunnar síðan á laugardag gaf sig fram við lögregluna í Grafarvogi eftir hádegi í dag. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir manninn hafa hringt í lögreglu og í framhaldinu mætt á stöðina og gefið skýrslu vegna málsins. Að sögn Ásgeirs Péturs ók maðurinn gamlan vegarslóða sem hefur verið í Esjunni frá því á stríðsárunum. Hann var með farþega með sér í bílnum og ók upp slóðann töluverða vegalengd. Á tíma verður vegaslóðinn ógreinilegur og þar virðist sem lukka ökumannsins og félaga hafi farið sígandi. Jeppanum var ekið áleiðis niður fjallið en festist svo í mýri, þar sem hann hefur verið fastur síðan. Málið er upplýst en enn er óljóst hvernig og hvenær bíllinn verður færður úr Esjunni og á göturnar.Jeppinn er fastur í mýri á milli göngustíganna tveggja upp að Steini eins og sést á þessu korti úr Lightroom.Leifur Skarphéðinsson„Við erum að reyna að finna einhvern aðila með spil til að krækja. Það er ekki hægt að fara alveg að bílnum nema að skemma helling til viðbótar,“ segir Ásgeir Pétur. Vísar hann þar til þeirra skemmda sem sjá má í hlíðum Esjunnar eftir jeppann. Líklegasta lendingin sé að keyra bíl með spil framan á upp stíginn, leggja reipi í jeppann og reyna að ná honum þannig upp úr mýrinni. Ásgeir Pétur hefur starfað hjá lögreglu í á fjórða áratug. Aðspurður hvort þetta mál sé með þeim sérstakari í starfinu segir hann svo margt koma upp í starfi lögreglumannsins. „En það er svolítið sérstakt að láta sér detta það í huga að fara alla leið þangað upp.“ Lögreglufulltrúinn segir manninn geta átt von á kæru fyrir utanvegaakstur.
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35 Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35
Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36