Ragnheiður Sara efst eftir tvo daga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2017 10:04 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tyllti sér í efsta sæti á Crossfit-leikunum sem nú fara fram í Bandaríkjunum eð frábærum árangri í síðustu tveimur greinum gærdagsins, sem fóru fram í nótt. Hún náði fjögurra stiga forystu á Tia-Clair Toomey sem var í forystu eftir keppni í snörun í gærkvöldi. Ragnheiður Sara gerði sér þó lítið fyrir og var á meðal efstu kvenna í tveimur síðustu greinunum. Hún hafnaði í 4. sæti í „Tripple G Chipper“ og í þriðja sæti í „Assault Banger“. Toomey náði hins vegar ekki inn á topp tíu í hvorugri grein og missti því toppsætið til Ragnheiðar Söru sem hefur verið ekki verið neðar en tólfta í neinni af þeim sjö greinum sem lokið er.Mikil spenna á toppnum Ragnheiður Sara er með 524 stig en aðeins 20 stig skilja að efstu fimm konur stigakeppninnar. Annie Mist Þórisdóttir er í fimmta sætinu með 504 stig en Katrín Tanja Davíðsdóttir, ríkjandi meistari, er sjötta með 476 stig. Þuríður Erla Helgadóttir datt úr sextánda sætinu í það 24. eftir greinar næturinnar. Hún er með 282 stig. Í „Triple C Chipper“ varð Annie Mist í þriðja sæti á 11:40 mínútum, tæpri mínútu á eftir Kara Webb sem bar sigur úr býtum í greininni. Ragnheiður Sara varð fjórða á 11:56 mínútum og Katrín Tanja sjötta á 12:07 mínútum. I síðustu grein gærdagsins, „Assault Banger“, röðuðu þær sér í þriðja til fimmta sætið. Ragnheiður Sara varð þriðja, Annie Mist fjórða og Katrín Tanja fimmta.Björgvin Karl í sjötta sæti Björgvin Karl Guðmundsson er enn að berjast um verðlaunasæti í karlaflokki en datt úr þriðja sætinu í það sjötta í nótt. Hann hafnaði í 22. sæti í fyrri grein næturinnar en tólfta í þeirri síðari. Hann er nú með 438 stig en fátt virðist geta komið í veg fyrir að Mathew Fraser verði meistarinn annað árið í röð. Hann er efstur með 556 stig og með 68 stiga forystu á næsta mann. Þrjár greinar fara fram í dag og er dagskráin hér fyrir neðan. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá keppninni á Vísi. 14:00 Strongman's Fear (kk) 15:05 Strongman's Fear (kvk) 16:56 Muscle-Up Clean Ladder (kk) 18:15 Muscle-Up Clean Ladder (kvk) 23:50 11. grein (kvk) 01:00 11. grein (kk) CrossFit Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tyllti sér í efsta sæti á Crossfit-leikunum sem nú fara fram í Bandaríkjunum eð frábærum árangri í síðustu tveimur greinum gærdagsins, sem fóru fram í nótt. Hún náði fjögurra stiga forystu á Tia-Clair Toomey sem var í forystu eftir keppni í snörun í gærkvöldi. Ragnheiður Sara gerði sér þó lítið fyrir og var á meðal efstu kvenna í tveimur síðustu greinunum. Hún hafnaði í 4. sæti í „Tripple G Chipper“ og í þriðja sæti í „Assault Banger“. Toomey náði hins vegar ekki inn á topp tíu í hvorugri grein og missti því toppsætið til Ragnheiðar Söru sem hefur verið ekki verið neðar en tólfta í neinni af þeim sjö greinum sem lokið er.Mikil spenna á toppnum Ragnheiður Sara er með 524 stig en aðeins 20 stig skilja að efstu fimm konur stigakeppninnar. Annie Mist Þórisdóttir er í fimmta sætinu með 504 stig en Katrín Tanja Davíðsdóttir, ríkjandi meistari, er sjötta með 476 stig. Þuríður Erla Helgadóttir datt úr sextánda sætinu í það 24. eftir greinar næturinnar. Hún er með 282 stig. Í „Triple C Chipper“ varð Annie Mist í þriðja sæti á 11:40 mínútum, tæpri mínútu á eftir Kara Webb sem bar sigur úr býtum í greininni. Ragnheiður Sara varð fjórða á 11:56 mínútum og Katrín Tanja sjötta á 12:07 mínútum. I síðustu grein gærdagsins, „Assault Banger“, röðuðu þær sér í þriðja til fimmta sætið. Ragnheiður Sara varð þriðja, Annie Mist fjórða og Katrín Tanja fimmta.Björgvin Karl í sjötta sæti Björgvin Karl Guðmundsson er enn að berjast um verðlaunasæti í karlaflokki en datt úr þriðja sætinu í það sjötta í nótt. Hann hafnaði í 22. sæti í fyrri grein næturinnar en tólfta í þeirri síðari. Hann er nú með 438 stig en fátt virðist geta komið í veg fyrir að Mathew Fraser verði meistarinn annað árið í röð. Hann er efstur með 556 stig og með 68 stiga forystu á næsta mann. Þrjár greinar fara fram í dag og er dagskráin hér fyrir neðan. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá keppninni á Vísi. 14:00 Strongman's Fear (kk) 15:05 Strongman's Fear (kvk) 16:56 Muscle-Up Clean Ladder (kk) 18:15 Muscle-Up Clean Ladder (kvk) 23:50 11. grein (kvk) 01:00 11. grein (kk)
CrossFit Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira