Dannað og fullorðið fólk á ferð um landið Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. ágúst 2017 11:00 GÓSS er mætt á mölina og skemmtir borgarbúum í kvöld í lokahnykk sumarsins. Vísir/Stefán „Þetta gekk alveg vonum framar, ég verð nú að segja það. Þetta var alveg gríðarlega vel sótt, góðar viðtökur og fallegt fólk á landsbyggðinni, það er mun fegurra en í bænum. Þetta var alls engin svaðilför hjá okkur, það gekk allt upp og gekk vel. Það kom ekkert óvænt upp á,“ segir Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður en hann og Sigríður Thorlacius ferðuðust nú í júlí um landið undir nafninu GÓSS – með þeim í för var svo Guðmundur Óskar en hann er auðvitað bæði meðleikari Sigríðar í Hjaltalín og bróðir Sigurðar. Síðasta stoppið þeirra verður í kvöld er þau enda túrinn í borginni, réttara sagt á Bryggjunni Brugghúsi. „Þetta stóð allt dálítið upp úr, svona miðað við hversdagsleikann. Veðrið var mjög gott svona um miðbikið. Flateyri var mjög skemmtileg og Bjarnarfjörðurinn stóð kannski svolítið upp úr – þangað höfðum við eiginlega ekki komið áður. Þar var mjög skemmtilegt að vera og ég væri hreinlega til í að kaupa hús þar við tækifæri. Við spiluðum líka í Jarðböðunum við Mývatn en það leit ekki vel út í byrjun því að það var alveg grenjandi rigning þegar við komum. Það átti að stytta upp um hádegi – sem það gerði, fimm mínútum yfir tólf. Það var líka ákveðinn hápunktur að það skyldi hafa gengið upp,“ svarar Sigurður spurður að því hvort eitthvað sérstakt hafi staðið upp úr frá ferðalaginu þeirra.Eru engar safaríkar sögur sem þú ætlar að segja okkur frá ferðalaginu? „Sko, sögur eru nú þess eðlis að þær gerast yfirleitt þegar menn eru alveg svívirðilega drukknir eða ungir og vitlausir og við vorum eiginlega hvorugt. Við erum orðin svo dannað og fullorðið fólk svo að þetta eru nú varla orðið sögur til næsta bæjar nú orðið hjá okkur. Allir voru vinir allan tímann og skemmtu sér konunglega – svo var bara verið að njóta þess að vera til og á ferðalagi,“ segir Sigurður og því til staðfestingar tekur hann sér smá hlé frá viðtalinu til að sinna syni sínum.Hvað er svo fram undan hjá ykkur? „Við erum auðvitað að spila á Bryggjunni í kvöld, það er lokahnykkurinn hjá okkur. Annars þá náttúrulega setjum við okkur aftur í gang um jólin – nú er það bara að njóta afgangsins af sumarfríinu. Síðan hefst vinnan aftur í lok ágúst þegar við bræðurnir förum aftur í leikhúsið, svo heldur lífið bara áfram.“ Sigríður og Siggi hafa auðvitað verið að fylla Hörpuna endurtekið á jólatónleikunum sínum og svo hafa þeir bræður Sigurður og Guðmundur verið að ljá leikverkum tóna í Þjóðleikhúsinu með góðum árangri. GÓSS kemur fram á Bryggjunni Brugghúsi í kvöld klukkan tíu og má næla sér í miða á tix.is. Tónlist Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta gekk alveg vonum framar, ég verð nú að segja það. Þetta var alveg gríðarlega vel sótt, góðar viðtökur og fallegt fólk á landsbyggðinni, það er mun fegurra en í bænum. Þetta var alls engin svaðilför hjá okkur, það gekk allt upp og gekk vel. Það kom ekkert óvænt upp á,“ segir Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður en hann og Sigríður Thorlacius ferðuðust nú í júlí um landið undir nafninu GÓSS – með þeim í för var svo Guðmundur Óskar en hann er auðvitað bæði meðleikari Sigríðar í Hjaltalín og bróðir Sigurðar. Síðasta stoppið þeirra verður í kvöld er þau enda túrinn í borginni, réttara sagt á Bryggjunni Brugghúsi. „Þetta stóð allt dálítið upp úr, svona miðað við hversdagsleikann. Veðrið var mjög gott svona um miðbikið. Flateyri var mjög skemmtileg og Bjarnarfjörðurinn stóð kannski svolítið upp úr – þangað höfðum við eiginlega ekki komið áður. Þar var mjög skemmtilegt að vera og ég væri hreinlega til í að kaupa hús þar við tækifæri. Við spiluðum líka í Jarðböðunum við Mývatn en það leit ekki vel út í byrjun því að það var alveg grenjandi rigning þegar við komum. Það átti að stytta upp um hádegi – sem það gerði, fimm mínútum yfir tólf. Það var líka ákveðinn hápunktur að það skyldi hafa gengið upp,“ svarar Sigurður spurður að því hvort eitthvað sérstakt hafi staðið upp úr frá ferðalaginu þeirra.Eru engar safaríkar sögur sem þú ætlar að segja okkur frá ferðalaginu? „Sko, sögur eru nú þess eðlis að þær gerast yfirleitt þegar menn eru alveg svívirðilega drukknir eða ungir og vitlausir og við vorum eiginlega hvorugt. Við erum orðin svo dannað og fullorðið fólk svo að þetta eru nú varla orðið sögur til næsta bæjar nú orðið hjá okkur. Allir voru vinir allan tímann og skemmtu sér konunglega – svo var bara verið að njóta þess að vera til og á ferðalagi,“ segir Sigurður og því til staðfestingar tekur hann sér smá hlé frá viðtalinu til að sinna syni sínum.Hvað er svo fram undan hjá ykkur? „Við erum auðvitað að spila á Bryggjunni í kvöld, það er lokahnykkurinn hjá okkur. Annars þá náttúrulega setjum við okkur aftur í gang um jólin – nú er það bara að njóta afgangsins af sumarfríinu. Síðan hefst vinnan aftur í lok ágúst þegar við bræðurnir förum aftur í leikhúsið, svo heldur lífið bara áfram.“ Sigríður og Siggi hafa auðvitað verið að fylla Hörpuna endurtekið á jólatónleikunum sínum og svo hafa þeir bræður Sigurður og Guðmundur verið að ljá leikverkum tóna í Þjóðleikhúsinu með góðum árangri. GÓSS kemur fram á Bryggjunni Brugghúsi í kvöld klukkan tíu og má næla sér í miða á tix.is.
Tónlist Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira