Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2017 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/CrossFit/Road to the Games Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvö ár í röð og getur orðið sú fyrsta í sögunni sem vinnur þrjú ár í röð. Athygli vakti að Katrín Tanja varð í öðru sæti í svæðakeppninni en hún keppti í East Regional í maímánuði og varð þá að sætta sig við annað sætið á eftir hinni kanadísku Carol-Ann Reason-Thibault. Reason-Thibault fékk þrettán fleiri stig en sú íslenska en þar munaði miklu um næstsíðustu greinina þar sem Katrín Tanja náði aðeins 10. sæti og var næstum því þremur mínútum á eftir Carol-Ann. Katrín Tanja var samt örugg áfram á sjálfa heimsleikana en það kom þó mörgum á óvart að hún næði ekki að vinna svæðakeppnina sína. Katrín ræddi þetta í innslagi á vegum Crossfit-samtakanna þar sem þær fjórar bestu á heimsleikunum í fyrra voru heimsóttar. „Ég er alltaf með þennan silfurpening í æfingatöskunni minni. Gullverðlaunapeningarnir mínir eru einhversstaðar ofan í kassa en ég alltaf með silfurmedalíuna hjá mér,“ sagði Katrín Tanja „Það hafa allir gott af því að tapa. Þetta var gott fyrir mig á þessum tíma. Ég er ekki ósigrandi. Þetta tap kveikti í mér og ég þurfti á því að halda,“ sagði Katrín Tanja en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. Katrín Tanja ræðir um tapið og silfurmedalíuna eftir um 18:20 mínútur af myndbandinu hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Sara syngur um "Tiny Dancer“ og talar um crossfit ferilinn sinn | Myndbönd Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. 2. ágúst 2017 13:32 Katrín Tanja og Sara sýna hvar þær æfðu fyrir heimsleikana í Crossfit | Myndband Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. 2. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvö ár í röð og getur orðið sú fyrsta í sögunni sem vinnur þrjú ár í röð. Athygli vakti að Katrín Tanja varð í öðru sæti í svæðakeppninni en hún keppti í East Regional í maímánuði og varð þá að sætta sig við annað sætið á eftir hinni kanadísku Carol-Ann Reason-Thibault. Reason-Thibault fékk þrettán fleiri stig en sú íslenska en þar munaði miklu um næstsíðustu greinina þar sem Katrín Tanja náði aðeins 10. sæti og var næstum því þremur mínútum á eftir Carol-Ann. Katrín Tanja var samt örugg áfram á sjálfa heimsleikana en það kom þó mörgum á óvart að hún næði ekki að vinna svæðakeppnina sína. Katrín ræddi þetta í innslagi á vegum Crossfit-samtakanna þar sem þær fjórar bestu á heimsleikunum í fyrra voru heimsóttar. „Ég er alltaf með þennan silfurpening í æfingatöskunni minni. Gullverðlaunapeningarnir mínir eru einhversstaðar ofan í kassa en ég alltaf með silfurmedalíuna hjá mér,“ sagði Katrín Tanja „Það hafa allir gott af því að tapa. Þetta var gott fyrir mig á þessum tíma. Ég er ekki ósigrandi. Þetta tap kveikti í mér og ég þurfti á því að halda,“ sagði Katrín Tanja en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. Katrín Tanja ræðir um tapið og silfurmedalíuna eftir um 18:20 mínútur af myndbandinu hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Sara syngur um "Tiny Dancer“ og talar um crossfit ferilinn sinn | Myndbönd Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. 2. ágúst 2017 13:32 Katrín Tanja og Sara sýna hvar þær æfðu fyrir heimsleikana í Crossfit | Myndband Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. 2. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira
Sara syngur um "Tiny Dancer“ og talar um crossfit ferilinn sinn | Myndbönd Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. 2. ágúst 2017 13:32
Katrín Tanja og Sara sýna hvar þær æfðu fyrir heimsleikana í Crossfit | Myndband Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. 2. ágúst 2017 16:00