Akstur í Esjunni bara brot af vandanum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Sumir ferðamenn láta sér ekki nægja að aka bílum sínum á viðkvæmum náttúrusvæðum, heldur tjalda þar einnig. Þessi mynd var tekin sumarið 2016. Ferðamönnunum var vísað burt af svæðinu. „Utanvegaakstur er mikið vandamál og þessi uppákoma í Esjuhlíðum ekki stór í því samhengi. Á hálendinu hagar þannig til að vegir eða slóðar eru víða einbreiðir og því nauðsynlegt að fara út fyrir slóðann þegar bílar mætast, annars staðar er plássið meira,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri í Kerlingarfjöllum.Hér með fréttinni má sjá myndir sem voru teknar á Kjalvegi og í nágrenni við Kerlingarfjöll í sumar og í fyrrasumar. Þær sýna utanvegaakstur og þær afleiðingar sem hann kann að hafa. Undanfarið hefur verið fjallað mikið um bíl sem ekið var í Esjuhlíðar og olli skemmdum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að viðurlög við utanvegaakstri væru sektargreiðslur eða fangelsi allt að tveimur árum samkvæmt lögum. Yfirleitt er málum lokið með sektargreiðslum sem nema á bilinu eitt til tvö hundruð þúsund krónur. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Landverndar, tekur undir það að vandinn sé mikill og hugsanlega þurfi að þyngja viðurlög með hærri sektum. „Ég sé enga ástæðu til þess að vera eitthvað sérstaklega mjúk í þessu. Því þetta er víða mikið vandamál,“ segir Snæbjörn.Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4X4, segir að skilgreiningar á því hvað sé ólöglegur utanvegaakstur þurfi að vera betri. „Það er ekki til neitt sem heitir skráning á því hvað er utanvegaakstur og hvað er ekki utanvegaakstur. Þar fyrir utan þyrfti líka að vera skráning á því hvort það sé löglegur utanvegaakstur, eins og leitir, eftirleitir eða annað sem viðkemur landbúnaði eða björgunarstörfum og öðru. Vandamálið er að það er talað um utanvegaakstur en 90 prósent af honum er lögleyfður utanvegaakstur,“ segir Sveinbjörn. Hins vegar þurfi að koma i veg fyrir utanvegaakstur þar sem hann eyðileggur umhverfið. „Við leggjum mikið upp úr því við okkar félagsmenn að virða náttúruna,“ segir hann. Páll Gíslason vill vakningu til að menn haldi sig innan þeirra ramma sem vegir og slóðar marka meðan jörð er auð og snjólaus. „Svipað og herferðin Hreint land – fagurt land forðum,“ segir hann. En ráðist var í það átak fyrir nokkrum árum til að koma í veg fyrir náttúruspjöll og rusl og annan óþrifnað í bæjum og til sveita, meðfram þjóðvegum og áningarstöðum ferðamanna.Ferðamenn fara á hálendið í lengri og skemmri ferðir.Sumir ökumenn sem fara á hálendið lenda í miklum vandræðum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Maðurinn sem ók Land Cruiser upp í Esjuna um helgina gæti átt yfir höfði sér hundraða þúsunda króna sekt. Skógræktin mun að auki krefja manninn bóta vegna skemmda. Ekki er hægt að fara með tæki upp í hlíðarnar til að lagfæra. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Utanvegaakstur er mikið vandamál og þessi uppákoma í Esjuhlíðum ekki stór í því samhengi. Á hálendinu hagar þannig til að vegir eða slóðar eru víða einbreiðir og því nauðsynlegt að fara út fyrir slóðann þegar bílar mætast, annars staðar er plássið meira,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri í Kerlingarfjöllum.Hér með fréttinni má sjá myndir sem voru teknar á Kjalvegi og í nágrenni við Kerlingarfjöll í sumar og í fyrrasumar. Þær sýna utanvegaakstur og þær afleiðingar sem hann kann að hafa. Undanfarið hefur verið fjallað mikið um bíl sem ekið var í Esjuhlíðar og olli skemmdum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að viðurlög við utanvegaakstri væru sektargreiðslur eða fangelsi allt að tveimur árum samkvæmt lögum. Yfirleitt er málum lokið með sektargreiðslum sem nema á bilinu eitt til tvö hundruð þúsund krónur. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Landverndar, tekur undir það að vandinn sé mikill og hugsanlega þurfi að þyngja viðurlög með hærri sektum. „Ég sé enga ástæðu til þess að vera eitthvað sérstaklega mjúk í þessu. Því þetta er víða mikið vandamál,“ segir Snæbjörn.Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4X4, segir að skilgreiningar á því hvað sé ólöglegur utanvegaakstur þurfi að vera betri. „Það er ekki til neitt sem heitir skráning á því hvað er utanvegaakstur og hvað er ekki utanvegaakstur. Þar fyrir utan þyrfti líka að vera skráning á því hvort það sé löglegur utanvegaakstur, eins og leitir, eftirleitir eða annað sem viðkemur landbúnaði eða björgunarstörfum og öðru. Vandamálið er að það er talað um utanvegaakstur en 90 prósent af honum er lögleyfður utanvegaakstur,“ segir Sveinbjörn. Hins vegar þurfi að koma i veg fyrir utanvegaakstur þar sem hann eyðileggur umhverfið. „Við leggjum mikið upp úr því við okkar félagsmenn að virða náttúruna,“ segir hann. Páll Gíslason vill vakningu til að menn haldi sig innan þeirra ramma sem vegir og slóðar marka meðan jörð er auð og snjólaus. „Svipað og herferðin Hreint land – fagurt land forðum,“ segir hann. En ráðist var í það átak fyrir nokkrum árum til að koma í veg fyrir náttúruspjöll og rusl og annan óþrifnað í bæjum og til sveita, meðfram þjóðvegum og áningarstöðum ferðamanna.Ferðamenn fara á hálendið í lengri og skemmri ferðir.Sumir ökumenn sem fara á hálendið lenda í miklum vandræðum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Maðurinn sem ók Land Cruiser upp í Esjuna um helgina gæti átt yfir höfði sér hundraða þúsunda króna sekt. Skógræktin mun að auki krefja manninn bóta vegna skemmda. Ekki er hægt að fara með tæki upp í hlíðarnar til að lagfæra. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Maðurinn sem ók Land Cruiser upp í Esjuna um helgina gæti átt yfir höfði sér hundraða þúsunda króna sekt. Skógræktin mun að auki krefja manninn bóta vegna skemmda. Ekki er hægt að fara með tæki upp í hlíðarnar til að lagfæra. 2. ágúst 2017 06:00