Vilja gerbreyta innflytjendakerfi Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2017 16:44 Donald Trump ásamt þeim David Perdue og Tom Cotton. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gengið til liðs við tvo öldungadeildarþingmenn um að breyta innflytjendalögum ríkisins verulega. Meðal breytinga er að byggja kerfið á hæfnismati innflytjenda og að fækka löglegum innflytjendum verulega. Það að taka á ólöglegum komum innflytjenda til Bandaríkjanna var eitt af helstu kosningamálum Trump. Trump kom fram með þeim David Perdue og Tom Cotton og kynnti frumvarpið sem þingmennirnir lögðu fram í apríl, en hefur verið breytt. Þingmennirnir segja það byggja á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Samkvæmt því verður löglegum innflytjendum fækkað úr rúmlega einni milljón á ári um helming á næstu tíu árum. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt.Ætlað að vernda verkamenn Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að einungis einn af hverjum fimmtán innflytjendum komi til Bandaríkjanna vegna hæfileika þeirra og að núverandi kerfi sé ekki í stakk búið til að veita slíkum innflytjendum forgang.Trump sagði breytingunum ætlað að vernda bandaríska verkamenn og þar á meðal meðlimi minnihlutahópa, frá aukinni samkeppni um láglaunastörf. Hann sagði að núverandi kerfi vera ósanngjarnt ríkisborgurum og verkamönnum. Framtíð frumvarpsins í þinginu er þó ekki örugg. Repúblikanar eru með 52 þingmenn á móti 48 á öldungadeildinni en þeir þurfa 60 til að koma í veg fyrir málþóf. Búist er við því að demókratar muni mótmæla frumvarpinu verulega og jafnvel er búist við því að hófsamir repúblikanar muni einnig vera á móti frumvarpinu. Donald Trump Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gengið til liðs við tvo öldungadeildarþingmenn um að breyta innflytjendalögum ríkisins verulega. Meðal breytinga er að byggja kerfið á hæfnismati innflytjenda og að fækka löglegum innflytjendum verulega. Það að taka á ólöglegum komum innflytjenda til Bandaríkjanna var eitt af helstu kosningamálum Trump. Trump kom fram með þeim David Perdue og Tom Cotton og kynnti frumvarpið sem þingmennirnir lögðu fram í apríl, en hefur verið breytt. Þingmennirnir segja það byggja á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Samkvæmt því verður löglegum innflytjendum fækkað úr rúmlega einni milljón á ári um helming á næstu tíu árum. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt.Ætlað að vernda verkamenn Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að einungis einn af hverjum fimmtán innflytjendum komi til Bandaríkjanna vegna hæfileika þeirra og að núverandi kerfi sé ekki í stakk búið til að veita slíkum innflytjendum forgang.Trump sagði breytingunum ætlað að vernda bandaríska verkamenn og þar á meðal meðlimi minnihlutahópa, frá aukinni samkeppni um láglaunastörf. Hann sagði að núverandi kerfi vera ósanngjarnt ríkisborgurum og verkamönnum. Framtíð frumvarpsins í þinginu er þó ekki örugg. Repúblikanar eru með 52 þingmenn á móti 48 á öldungadeildinni en þeir þurfa 60 til að koma í veg fyrir málþóf. Búist er við því að demókratar muni mótmæla frumvarpinu verulega og jafnvel er búist við því að hófsamir repúblikanar muni einnig vera á móti frumvarpinu.
Donald Trump Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent