Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Jeppa var ekið upp í miðjar hlíðar Esjunnar þar sem hann festist. Hafa þarf hraðar hendur við að laga skemmdirnar sem af hlutust. vísir/stefán Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að aka vélknúnum ökutækjum utan vega, samkvæmt lögum um náttúruvernd. En þar segir jafnframt að ef alvarleg spjöll verða á náttúru landsins vegna slíkra brota skuli viðkomandi sæta sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum, eða fangelsi allt að fjórum árum.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktar Reykjavíkurvísir/pjeturLögreglan rannsakar nú mál manns sem ók Land Cruiser jeppa upp í Esjuhlíðar um síðustu helgi og festi hann þar. Bíllinn var dreginn niður í fyrrakvöld. „Þetta mál er hjá lögreglunni og meðhöndlað eins og hvert annað lögbrot,“ segir Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hann segir að vegfarandi hafi vakið athygli lögreglu á málinu. Davíð segir að hingað til hafi viðurlög við brotum jafnan falið í sér fjársektir sem hafi hlaupið á milli hundrað til tvö hundruð þúsunda króna. „Þú sérð til dæmis utanvegaakstur í Kverkfjalli í fyrra. Það var eitthvað á annað hundrað þúsund,“ segir hann. Helgi Gíslason, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, segir skemmdirnar vegna utanvegaakstursins verulegar. „Það verður kostnaðarsamt að laga þetta af því að þetta þarf allt að laga með höndunum. Það er ekki hægt að fara með nein tæki þarna upp til að laga þetta. Enda er svo sem ekki æskilegt að fara með tæki út í mýri. Þetta er eitthvað sem við þurfum að ráðast í mjög fljótt því þarna er hætt við að það fari að grafast úr hjólförunum og það auki skemmdirnar verulega,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktin hafi mannskap til að takast á við verkefnið segir hann að það þurfi þá einfaldlega að finna þann mannskap. Verkefnið geti ekki beðið. Helgi segist þó ekki þora að segja til um það í krónum talið eða umfangi vinnu hversu stórt verkefnið er. „Við metum það og þegar það er búið þá sjáum við hvert tjónið er,“ segir hann. Helgi segir að Skógræktarfélagið hafi nú þegar falið lögmanni sínum að kæra málið og gera bótakröfu vegna þeirra skemmda sem orðið hafa. Hann segist ekki kannast við að áður hafi verið ekið upp í hlíðar Esjunnar. „Þetta er óvenjulegt enda held ég að allir hafi verið frekar hissa yfir þessu máli. Þetta er svona með því undarlegra,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Esjan Reykjavík Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að aka vélknúnum ökutækjum utan vega, samkvæmt lögum um náttúruvernd. En þar segir jafnframt að ef alvarleg spjöll verða á náttúru landsins vegna slíkra brota skuli viðkomandi sæta sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum, eða fangelsi allt að fjórum árum.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktar Reykjavíkurvísir/pjeturLögreglan rannsakar nú mál manns sem ók Land Cruiser jeppa upp í Esjuhlíðar um síðustu helgi og festi hann þar. Bíllinn var dreginn niður í fyrrakvöld. „Þetta mál er hjá lögreglunni og meðhöndlað eins og hvert annað lögbrot,“ segir Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hann segir að vegfarandi hafi vakið athygli lögreglu á málinu. Davíð segir að hingað til hafi viðurlög við brotum jafnan falið í sér fjársektir sem hafi hlaupið á milli hundrað til tvö hundruð þúsunda króna. „Þú sérð til dæmis utanvegaakstur í Kverkfjalli í fyrra. Það var eitthvað á annað hundrað þúsund,“ segir hann. Helgi Gíslason, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, segir skemmdirnar vegna utanvegaakstursins verulegar. „Það verður kostnaðarsamt að laga þetta af því að þetta þarf allt að laga með höndunum. Það er ekki hægt að fara með nein tæki þarna upp til að laga þetta. Enda er svo sem ekki æskilegt að fara með tæki út í mýri. Þetta er eitthvað sem við þurfum að ráðast í mjög fljótt því þarna er hætt við að það fari að grafast úr hjólförunum og það auki skemmdirnar verulega,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktin hafi mannskap til að takast á við verkefnið segir hann að það þurfi þá einfaldlega að finna þann mannskap. Verkefnið geti ekki beðið. Helgi segist þó ekki þora að segja til um það í krónum talið eða umfangi vinnu hversu stórt verkefnið er. „Við metum það og þegar það er búið þá sjáum við hvert tjónið er,“ segir hann. Helgi segir að Skógræktarfélagið hafi nú þegar falið lögmanni sínum að kæra málið og gera bótakröfu vegna þeirra skemmda sem orðið hafa. Hann segist ekki kannast við að áður hafi verið ekið upp í hlíðar Esjunnar. „Þetta er óvenjulegt enda held ég að allir hafi verið frekar hissa yfir þessu máli. Þetta er svona með því undarlegra,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Esjan Reykjavík Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira