Tóku upp plötu í rólegheitum á Grænlandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. ágúst 2017 11:45 Stereo Hypnosis og Futuregrapher mættir til Grænlands. Mynd/Aðsend „Við fórum til að spila á tónlistarhátíðinni Arctic Sounds sem er stærsta hátíð Grænlands og er haldin í Sisimiut, þetta er norrænt samstarf þar sem hljómsveitir frá öllum Norðurlöndunum spila. Við erum í rosa skemmtilegu gömlu húsi þarna í bænum og það slysaðist eiginlega þannig að við ákváðum að henda í plötu. Við fórum í stúdíó og platan var tekin upp á tveggja rása upptöku – í einni töku, þetta er eiginlega spunatónverk sem heppnaðist svo vel að við ákváðum að gefa það út sem plötu. Það var aldrei ætlunin að gera þessa plötu, við fórum bara út saman og spiluðum hver í sínu lagi og svo gerðist þetta. Það hefur samt alltaf verið pínu draumur að við myndum gera plötu saman,“ segir Pan Thorarensen úr hljómsveitinni Stereo Hypnosis sem tók upp plötuna Toqqissivoq með tónlistarmanninum Futuregrapher í Sisimiut á Grænlandi. Hljómsveitina Stereo Hypnosis skipa þeir Pan Thorarensen, Óskar Thorarensen og Þorkell Atlason en þeir hafa gefið út tvær breiðskífur auk Toqqissivoq. Futuregrapher er Árni Grétar Jóhannesson og hefur hann verið, ásamt Stereo Hypnosis og fleirum, í fremstu línu í íslenska raftónlistarheiminum. Nafn plötunnar merkir að vera rólegur á grænlensku og segir Pan það fanga nákvæmlega tilfinninguna sem átti sér stað við gerð plötunnar. Þeir voru líka duglegir við að taka myndir og myndbönd í ferðinni og héldu útgáfutónleika sem í leiðinni voru sýning á ljósmyndum og myndböndum teknum í Sisimiut. „Þetta er rosalega skemmtilegur staður. Þetta er um það bil fimm þúsund manna bær og ekkert margir sem slysast þangað. Flestir fara til Kulusuq eða Nuuk kannski. Það er líka vesen að komast þangað – maður þarf að fljúga til Nuuk og taka rellu yfir, þetta er svolítið ævintýri.“ Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við fórum til að spila á tónlistarhátíðinni Arctic Sounds sem er stærsta hátíð Grænlands og er haldin í Sisimiut, þetta er norrænt samstarf þar sem hljómsveitir frá öllum Norðurlöndunum spila. Við erum í rosa skemmtilegu gömlu húsi þarna í bænum og það slysaðist eiginlega þannig að við ákváðum að henda í plötu. Við fórum í stúdíó og platan var tekin upp á tveggja rása upptöku – í einni töku, þetta er eiginlega spunatónverk sem heppnaðist svo vel að við ákváðum að gefa það út sem plötu. Það var aldrei ætlunin að gera þessa plötu, við fórum bara út saman og spiluðum hver í sínu lagi og svo gerðist þetta. Það hefur samt alltaf verið pínu draumur að við myndum gera plötu saman,“ segir Pan Thorarensen úr hljómsveitinni Stereo Hypnosis sem tók upp plötuna Toqqissivoq með tónlistarmanninum Futuregrapher í Sisimiut á Grænlandi. Hljómsveitina Stereo Hypnosis skipa þeir Pan Thorarensen, Óskar Thorarensen og Þorkell Atlason en þeir hafa gefið út tvær breiðskífur auk Toqqissivoq. Futuregrapher er Árni Grétar Jóhannesson og hefur hann verið, ásamt Stereo Hypnosis og fleirum, í fremstu línu í íslenska raftónlistarheiminum. Nafn plötunnar merkir að vera rólegur á grænlensku og segir Pan það fanga nákvæmlega tilfinninguna sem átti sér stað við gerð plötunnar. Þeir voru líka duglegir við að taka myndir og myndbönd í ferðinni og héldu útgáfutónleika sem í leiðinni voru sýning á ljósmyndum og myndböndum teknum í Sisimiut. „Þetta er rosalega skemmtilegur staður. Þetta er um það bil fimm þúsund manna bær og ekkert margir sem slysast þangað. Flestir fara til Kulusuq eða Nuuk kannski. Það er líka vesen að komast þangað – maður þarf að fljúga til Nuuk og taka rellu yfir, þetta er svolítið ævintýri.“
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira