Vísbendingar um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 10:05 Tveir menn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans á tveggja vikna tímabili nú í ágústmánuði. Vísir/Vilhelm Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og hafa margir leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá spítalanum, velferðarráðuneyti og Embætti landlæknis sem send er í kjölfar þess að maður framdi sjálfsvíg á geðdeild spítalans í liðinni viku. Var það annað sjálfsvígið á geðdeild spítalans á tveimur vikum. Maðurinn var lagður inn á geðdeild í kjölfar þess að hann var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum eftir ofsaakstur á Reykjanesbraut sem endaði með því að maðurinn ók á eina af flugstöðvarbyggingum Keflavíkurflugvallar. Í yfirlýsingu Landspítalans segir að mikill harmur hafi knúið að dyrum hjá fjölskyldu og vinum þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð. Þá segir að vegna þessara alvarlegu atburða, sem eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafi velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali haft náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri greiningu og skoðun. „Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim. Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa. Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur,“ segir í yfirlýsingunni. Vinir og aðstandendur mannsins sem lést á geðdeild Landspítalans í síðustu viku standa fyrir minningarathöfn um hann í kvöld á svokölluðum Skatepark í Seljahverfi. Minningarathöfnin hefst klukkan 20.Yfirlýsingu Landspítalans, velferðarráðuneytisins og embættis landslæknis má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Tvö andlát hafa orðið á geðdeild Landspítala á síðustu vikum. Mikill harmur hefur knúið að dyrum fjölskyldu og vina þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð.Vegna þessara alvarlegu atburða, sem þegar eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafa velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali átt náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri skoðun og greiningu. Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim.Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa.Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur.VelferðarráðuneytiðEmbætti landlæknisLandspítali Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og hafa margir leitað til Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá spítalanum, velferðarráðuneyti og Embætti landlæknis sem send er í kjölfar þess að maður framdi sjálfsvíg á geðdeild spítalans í liðinni viku. Var það annað sjálfsvígið á geðdeild spítalans á tveimur vikum. Maðurinn var lagður inn á geðdeild í kjölfar þess að hann var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum eftir ofsaakstur á Reykjanesbraut sem endaði með því að maðurinn ók á eina af flugstöðvarbyggingum Keflavíkurflugvallar. Í yfirlýsingu Landspítalans segir að mikill harmur hafi knúið að dyrum hjá fjölskyldu og vinum þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð. Þá segir að vegna þessara alvarlegu atburða, sem eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafi velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali haft náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri greiningu og skoðun. „Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim. Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa. Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur,“ segir í yfirlýsingunni. Vinir og aðstandendur mannsins sem lést á geðdeild Landspítalans í síðustu viku standa fyrir minningarathöfn um hann í kvöld á svokölluðum Skatepark í Seljahverfi. Minningarathöfnin hefst klukkan 20.Yfirlýsingu Landspítalans, velferðarráðuneytisins og embættis landslæknis má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Tvö andlát hafa orðið á geðdeild Landspítala á síðustu vikum. Mikill harmur hefur knúið að dyrum fjölskyldu og vina þeirra sem í hlut eiga og er þeim vottuð djúp samúð.Vegna þessara alvarlegu atburða, sem þegar eru til rannsóknar hjá lögreglu, hafa velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítali átt náið samráð og eru bæði málin í ítarlegri skoðun og greiningu. Fyrir liggur að mikilvægt er að gera úrbætur á húsnæði geðdeildarinnar og er unnið að þeim.Vísbendingar eru um aukinn fjölda sjálfsvígstilrauna á síðustu dögum og margir hafa leitað til Landspítala vegna sjálfsvígshugsana. Sérstökum ábendingum hefur verið komið á framfæri við aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu af hálfu velferðarráðuneytisins og Embættis landlæknis vegna þessa.Undirritaðir hvetja þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að vera í sambandi við sína meðferðaraðila eða hringja í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og ræða sína líðan. Séu sjálfsvígsáform til staðar, þá skal hiklaust leita á bráðamóttöku geðdeilda eða almennar bráðamóttökur.VelferðarráðuneytiðEmbætti landlæknisLandspítali
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53