Iron & Wine til Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 17:47 Tónleikar með Iron & Wine verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu þann 14. janúar. visir/getty Ísland verður einn viðkomustaða tónlistarmannsins Sam Beam á tónleikaferðalagi hans í tilefni plötunnar Beast Epic sem kom út 25. ágúst. Sam Beam hefur samið og flutt lög undir nafninu Iron & Wine í meira en áratug. Tónleikarnir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 14. janúar. Iron & Wine mun flytja öll sín helstu lög í bland við efni á nýju plötunni Beast Epic.Beast Epic hefur víða hlotið góða dóma. Í tónlistartímaritinu Q Magazine er nýju plötunni lýst sem afturhvarfi til eldri platna tónlistarmannsins. Þá er sagt að viskan leki af textunum sem er að finna á Beast Epic. Þeir séu eins og samtal föður og sonar. Þá segir í tónlistargagnrýni Pitchfork: „Að hlusta á plötuna er eins og að umvefja sig með hlýju teppi þegar manni er kalt.“ Miðinn kostar frá 4990 krónum en nokkur verðsvæði eru í boði. Miðasala hefst á föstudaginn klukkan 10.00 á harpa.is/iron. Þá fer forsala Senu Live fram einum sólarhring áður, á fimmtudaginn klukkan 10.00. Allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live fá tölvupóst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miðann. Miðasölunni lýkur í síðasta lagi klukkan 22.00. Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ísland verður einn viðkomustaða tónlistarmannsins Sam Beam á tónleikaferðalagi hans í tilefni plötunnar Beast Epic sem kom út 25. ágúst. Sam Beam hefur samið og flutt lög undir nafninu Iron & Wine í meira en áratug. Tónleikarnir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 14. janúar. Iron & Wine mun flytja öll sín helstu lög í bland við efni á nýju plötunni Beast Epic.Beast Epic hefur víða hlotið góða dóma. Í tónlistartímaritinu Q Magazine er nýju plötunni lýst sem afturhvarfi til eldri platna tónlistarmannsins. Þá er sagt að viskan leki af textunum sem er að finna á Beast Epic. Þeir séu eins og samtal föður og sonar. Þá segir í tónlistargagnrýni Pitchfork: „Að hlusta á plötuna er eins og að umvefja sig með hlýju teppi þegar manni er kalt.“ Miðinn kostar frá 4990 krónum en nokkur verðsvæði eru í boði. Miðasala hefst á föstudaginn klukkan 10.00 á harpa.is/iron. Þá fer forsala Senu Live fram einum sólarhring áður, á fimmtudaginn klukkan 10.00. Allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live fá tölvupóst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miðann. Miðasölunni lýkur í síðasta lagi klukkan 22.00.
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira