Craig: Ég svaf ekki mikið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2017 14:30 Craig Pedersen með íslenska hópnum fyrir utan flugvélina sem fór með íslenska liðið til Helsinki. Mynd/KKÍ Það eru bara þrír dagar í fyrsta leik Íslands á Eurobasket 2017 og það mátti sjá á íslenska hópnum í Leifsstöð í morgun að það ríkir mikil eftirvænting meðal allra sem taka þátt í þessu stóra verkefni. „Við erum allir mjög spenntir og ég svaf ekki mikið í nótt,“ viðurkenndi Craig Pedersen, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins rétt fyrir flug íslenska hópsins til Helsinki í morgun. Craig Pedersen er búinn að þjálfa íslenska liðið í þrjú ár en er að fara með íslenska landsliðið í annað skiptið á Evrópumót. Hann var einnig þjálfari liðsins í Berlín fyrir tveimur árum. „Það verður gott að ná að komast sér vel fyrir í Helsinki og geta lagt lokahönd á undirbúninginn á æfingunum úti,“ sagði Craig Pedersen. „Það fylgdi því notaleg tilfinning þegar allir gengu saman inn í Leifsstöð. Það verður samt best að komast þangað,“ sagði Craig. „Þetta verður alveg eins erfitt og síðast og riðilinn okkar er alveg jafnsterkur núna. Það eru NBA-leikmenn í nánast öllum liðunum og leikmenn í bestu liðum Evrópu þannig að þetta verður mjög erfitt. Vonandi náum við að spila vel út allt mótið,“ sagði Craig. „Ég held að reynslan frá því á EM 2015 muni hjálpa okkur mikið en það mun líka hjálpa okkur að hafa spilað á móti mjög sterkum þjóðum í undirbúningsleikjunum og þá sérstaklega að hafa spilað við Rússland og Litháen. Strákarnir stóðu sig nokkuð vel á móti þeim,“ sagði Craig. „Reynsla okkar frá síðasta Evrópumóti í viðbót við góðan undirbúning mun hjálpa okkur mikið,“ sagði Craig. „Við höfum verið án tveggja leikmanna vegna meiðsla (Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson) en það hefur gefið öðrum leikmönnum meiri tækifæri í leikjunum. Það er jákvætt fyrir okkur að þeir hafi fengið að reyna sig á þessu stigi,“ sagði Craig. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Farnir til Finnlands í sínu fínasta pússi – Myndir Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu hefja leik á Evrópumótinu í körfubolta á fimmtudaginn þegar þeir mæta Grikklandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. 28. ágúst 2017 08:45 Við verðum að spila af hörku Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn. 28. ágúst 2017 06:30 Körfuboltaflugfreyjur tóku á móti strákunum í flugvélinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta flaug í morgun til Helsinki í Finnlandi þar sem íslenska liðið mun spila sinn fyrsta leik á EM á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 12:30 Hlynur: Erfitt í morgun að passa að sulla ekki niður á sig Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur farið í margar landsliðsferðirnar en þó aldrei eins flott klæddur og í morgun. 28. ágúst 2017 11:30 Jón Arnór: Við höfum aldrei verið jafn fínir áður Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Finnlands í morgun en þar mun liðið taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst í Helsinki á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 09:25 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Það eru bara þrír dagar í fyrsta leik Íslands á Eurobasket 2017 og það mátti sjá á íslenska hópnum í Leifsstöð í morgun að það ríkir mikil eftirvænting meðal allra sem taka þátt í þessu stóra verkefni. „Við erum allir mjög spenntir og ég svaf ekki mikið í nótt,“ viðurkenndi Craig Pedersen, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins rétt fyrir flug íslenska hópsins til Helsinki í morgun. Craig Pedersen er búinn að þjálfa íslenska liðið í þrjú ár en er að fara með íslenska landsliðið í annað skiptið á Evrópumót. Hann var einnig þjálfari liðsins í Berlín fyrir tveimur árum. „Það verður gott að ná að komast sér vel fyrir í Helsinki og geta lagt lokahönd á undirbúninginn á æfingunum úti,“ sagði Craig Pedersen. „Það fylgdi því notaleg tilfinning þegar allir gengu saman inn í Leifsstöð. Það verður samt best að komast þangað,“ sagði Craig. „Þetta verður alveg eins erfitt og síðast og riðilinn okkar er alveg jafnsterkur núna. Það eru NBA-leikmenn í nánast öllum liðunum og leikmenn í bestu liðum Evrópu þannig að þetta verður mjög erfitt. Vonandi náum við að spila vel út allt mótið,“ sagði Craig. „Ég held að reynslan frá því á EM 2015 muni hjálpa okkur mikið en það mun líka hjálpa okkur að hafa spilað á móti mjög sterkum þjóðum í undirbúningsleikjunum og þá sérstaklega að hafa spilað við Rússland og Litháen. Strákarnir stóðu sig nokkuð vel á móti þeim,“ sagði Craig. „Reynsla okkar frá síðasta Evrópumóti í viðbót við góðan undirbúning mun hjálpa okkur mikið,“ sagði Craig. „Við höfum verið án tveggja leikmanna vegna meiðsla (Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson) en það hefur gefið öðrum leikmönnum meiri tækifæri í leikjunum. Það er jákvætt fyrir okkur að þeir hafi fengið að reyna sig á þessu stigi,“ sagði Craig.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Farnir til Finnlands í sínu fínasta pússi – Myndir Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu hefja leik á Evrópumótinu í körfubolta á fimmtudaginn þegar þeir mæta Grikklandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. 28. ágúst 2017 08:45 Við verðum að spila af hörku Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn. 28. ágúst 2017 06:30 Körfuboltaflugfreyjur tóku á móti strákunum í flugvélinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta flaug í morgun til Helsinki í Finnlandi þar sem íslenska liðið mun spila sinn fyrsta leik á EM á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 12:30 Hlynur: Erfitt í morgun að passa að sulla ekki niður á sig Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur farið í margar landsliðsferðirnar en þó aldrei eins flott klæddur og í morgun. 28. ágúst 2017 11:30 Jón Arnór: Við höfum aldrei verið jafn fínir áður Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Finnlands í morgun en þar mun liðið taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst í Helsinki á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 09:25 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Farnir til Finnlands í sínu fínasta pússi – Myndir Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu hefja leik á Evrópumótinu í körfubolta á fimmtudaginn þegar þeir mæta Grikklandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. 28. ágúst 2017 08:45
Við verðum að spila af hörku Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn. 28. ágúst 2017 06:30
Körfuboltaflugfreyjur tóku á móti strákunum í flugvélinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta flaug í morgun til Helsinki í Finnlandi þar sem íslenska liðið mun spila sinn fyrsta leik á EM á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 12:30
Hlynur: Erfitt í morgun að passa að sulla ekki niður á sig Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur farið í margar landsliðsferðirnar en þó aldrei eins flott klæddur og í morgun. 28. ágúst 2017 11:30
Jón Arnór: Við höfum aldrei verið jafn fínir áður Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Finnlands í morgun en þar mun liðið taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst í Helsinki á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 09:25