Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 24. ágúst 2017 10:40 Styttan af Robert E. Lee í Frelsisgarðinum í Charlottesville er nú hulin svörtum dúk. Vísir/AFP Borgaryfirvöld í Charlottesville hafa hulið styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, með svörtum dúk til að heiðra minningu konu sem hvítur þjóðernissinni drap þar fyrir tæpum tveimur vikum. Hópur hvítra þjóðernissinna safnaðist saman í Charlottesville í Virginíuríki laugardaginn 12. ágúst. Yfirlýst tilefni samkomu þeirra var mótmæli gegn áformum borgaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee. Fljótlega sauð upp úr á milli þeirra og mótmælenda sem andæfðu skoðunum þeirra og götuslagsmál brutust út.Einn hvítu þjóðernisöfgamannanna ók í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu með þeim afleiðingum að 32 ára gömul kona lést og hátt í tuttugu aðrir særðust.Vilja fjarlægja stytturnar endanlegaBorgarráðið samþykkti samhljóða að hylja styttuna af Lee og Thomas „Stonewall“ Jackson, öðrum leiðtoga gömlu Suðurríkjanna, á fundi fyrr í vikunni. Borgarstarfsmenn breiddu svartan dúk yfir þær í gær við lófatak viðstaddra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld vilja fjarlægja stytturnar af þeim Lee og Jackson en geta það ekki á meðan dómstólar fjalla um kærur sem komu fram vegna þeirra áforma. Styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin eru umdeild í Bandaríkjunum. Talsmenn þeirra segja þá aðeins merki um stolt suðurríkjafólks. Fjölmargir telja þær hins vegar tákn um kynþáttahyggju og hatur. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú stærsta í Bandaríkjunum í áratugi. Donald Trump forseti var gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð sín við henni, ekki síst þegar hann kenndi báðum fylkingum um ofbeldið þar. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Borgarstjórinn krefst þess að styttan fari Borgarstjóri Charlottesville segir minnisvarða um Þrælastríðið bjóða hættunni heim. 18. ágúst 2017 20:45 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Borgaryfirvöld í Charlottesville hafa hulið styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, með svörtum dúk til að heiðra minningu konu sem hvítur þjóðernissinni drap þar fyrir tæpum tveimur vikum. Hópur hvítra þjóðernissinna safnaðist saman í Charlottesville í Virginíuríki laugardaginn 12. ágúst. Yfirlýst tilefni samkomu þeirra var mótmæli gegn áformum borgaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee. Fljótlega sauð upp úr á milli þeirra og mótmælenda sem andæfðu skoðunum þeirra og götuslagsmál brutust út.Einn hvítu þjóðernisöfgamannanna ók í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu með þeim afleiðingum að 32 ára gömul kona lést og hátt í tuttugu aðrir særðust.Vilja fjarlægja stytturnar endanlegaBorgarráðið samþykkti samhljóða að hylja styttuna af Lee og Thomas „Stonewall“ Jackson, öðrum leiðtoga gömlu Suðurríkjanna, á fundi fyrr í vikunni. Borgarstarfsmenn breiddu svartan dúk yfir þær í gær við lófatak viðstaddra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Yfirvöld vilja fjarlægja stytturnar af þeim Lee og Jackson en geta það ekki á meðan dómstólar fjalla um kærur sem komu fram vegna þeirra áforma. Styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin eru umdeild í Bandaríkjunum. Talsmenn þeirra segja þá aðeins merki um stolt suðurríkjafólks. Fjölmargir telja þær hins vegar tákn um kynþáttahyggju og hatur. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú stærsta í Bandaríkjunum í áratugi. Donald Trump forseti var gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð sín við henni, ekki síst þegar hann kenndi báðum fylkingum um ofbeldið þar.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Borgarstjórinn krefst þess að styttan fari Borgarstjóri Charlottesville segir minnisvarða um Þrælastríðið bjóða hættunni heim. 18. ágúst 2017 20:45 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Borgarstjórinn krefst þess að styttan fari Borgarstjóri Charlottesville segir minnisvarða um Þrælastríðið bjóða hættunni heim. 18. ágúst 2017 20:45
Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00